Valsblaðið - 01.05.2011, Page 121
Valsblaðið 2011 119
Starfið er margt
Tveir sjálfboðaliðar á afmælisdaginn fyrir
framan bikaraskápinn á Hlíðarenda þar sem
ýmsir merkir munir úr eigu félagsins eru til
sýnis í tilefni af 100 ára afmælinu. Sveinn
Stefánsson í aðalstjórn Vals (t.v.) og Guðni
Olgeirsson ritstjóri Valsblaðsins (t.h.).
Á þessari mynd eru þeir sem komu að vinnu við uppsetningu sögusýningar Vals á afmælisárinu sem minjanefndin annaðist
ásamt aðstoðarfólki. Frá vinstri: Guðni Karl Haraldsson, Theódór Hjalti Valsson, Hermann Gunnarsson, Ólafur Már
Sigurðsson, Helgi Benediktsson, Óli Geir Kristjánsson, Kristján Ásgeirsson, Drífa Hilmarsdóttir, Guðmundur Sigurgeirsson,
Nikulás Úlfar Máson, Svanur M Gestsson, Atli Sigþórsson – sagnfræðingur sem starfaði með minjanefndinni en er nú fullgildur
meðlimur í henni, Margrét Bragadóttir, Gunnar Svavarsson og Óskar S. Jóhannesson.
Nýir heiðursfélagar Vals á 100 ára afmæli
félagsins. Jón Gunnar Zoëga, Pétur Svein-
bjarnarson og Ægir Ferdinandsson ásamt
Herði Gunnarssyni og Reyni Vigni. Tryggvi M. Baldvinsson afhendir
Reyni Vigni tónverkið að gjöf.
Þó nokkrir valinkunnir Valsmenn fengu viðurkenningu frá ÍSÍ á afmælinu
fyrir störf í þágu íþróttahreyfingarinnar í landinu. Frá vinstri: Jón Gunnar
Zoega, Halldór Einarsson, Hörður Gunnarsson, Ægir Ferdinandsson,
Grímur Sæmundsen, Torfi Magnússon, Ragnheiður Víkingsdóttir, Elías
Hergeirssin, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Örn
Andrésson stjórnarmaður í ÍSÍ.
122 Valsblaðið 2011
Nám: Stunda nám á náttúrufræðibraut á
afrekssviði í Borgarholtsskóla.
Kærasti: Já.
Hvað ætlar þú að verða: Ákvað 12 ára
að verða byggingaverkfræðingur, ekki
spyrja af hverju, veit það ekki almenni-
lega sjálf. En ég stend við mín orð.
Af hverju Valur: Spennandi áskorun,
nýjar áherslur, umgjörð og metnaður til
fyrirmyndar og frábærir samherjar.
Hjá hvaða liðum hefur þú verið í fót-
bolta: Er uppalinn Þróttari.
Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í
fótboltanum: Þau reyndu að skipuleggja
ferðalög og allt í kringum fótboltann og
veita mér 100% skilning þegar ég hef
tekið fótboltann fram yfir allt annað.
Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl-
skyldunni: Allavega ekki pabbi.
Hvað gætir þú aldrei hugsað þér að
verða: Hjartaskurðlæknir, en mikið er ég
fegin að það nenni því einhver.
Af hverju fótbolti: Vinkona mín píndi
mig með sér á æfingu, ég nennti ekki að
hlaupa svo ég fór bara í markið, hef varla
misst af æfingu síðan þá og er henni
mjög þakklát í dag.
Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum:
Ég lærði Óla prik dansinn hérna forðum,
fyrir mig er það eitt og sér stórt afrek þar
sem að ég kann ekki að dansa, fleiri hafa
afrek í öðrum íþróttagreinum utan fót-
boltans ekki verið.
Eftirminnilegast úr boltanum: Ætli það
hafi ekki verið Pæjumótstitillinn á Siglu-
firði í 5. flokki, ógleymanleg stund. Ann-
ars verður tímabilið 2009–10 seint topp-
að, 5 tiltlar af 5 mögulegum.
Hvernig var síðasta tímabil: Vantaði
bara þann stóra, þá hefði það verið full-
komið. En við urðum Íslandsmeistarar
þriðja árið í röð í 2. flokki sem er frá-
bært.
Hvernig gengur næsta sumar: Maður
stefnir á fleiri titla en árið á undan, ef við
vinnum vel og æfum af krafti þá ætti
ekkert að standa í vegi okkar.
Besti stuðningsmaðurinn: Kvartettinn
sem mætir á alla leiki.
Erfiðustu samherjarnir: Laufey Ólafs,
hún tapar ekki á æfingu.
Erfiðustu mótherjarnir: Laufey Ólafs
þegar hún er í hinu liðinu, óþolandi.
Eftirminnilegasti þjálfarinn: Erfitt að
gera upp á milli, Freyr Alexandersson og
Gunnar Borgþórsson.
Stærsta stundin: Að verða bikarmeistari
með meistaraflokki í fyrsta skipti var
mjög stór stund fyrir mig. Einnig þegar
ég varð Íslandsmeistari í fyrsta skiptið
með 2. flokki.
Hvernig líst þér á yngri flokkana í fót-
bolta hjá Val: Alveg til fyrirmyndar af
því sem ég hef séð. Metnaðargjarnir
þjálfarar og leikmenn.
Hvað lýsir þínum húmor best: Fyndn-
asta sem ég veit um er þegar fólk rennur
eða jafnvel dettur á rassinn, án þess þó
að meiða sig alvarlega, get hlegið enda-
laust af mistökum annarra.
Mottó: Þegar afrek gærdagsins eru ennþá
stór í dag, þá hefur þú ekki gert mikið í
dag.
Leyndasti draumur: Minn draumur er
ekkert leyndarmál. Ég ætla bara alla leið
í lífinu, bæði í fótbolta og ýmsu öðru.
Við hvaða aðstæður líður þér best:
Þegar ég er búin að taka rosalega á því
og fara í heitan pott á eftir. Skemmir ekki
að koma svo heim í góðan mat.
Hvaða setningu notarðu oftast: Nota
orðið „gaur“ alveg óspart, nánast í hverri
setningu. „Nenniru að rétta mér gaurinn
þarna sem er ofan á gaurnum.“
Skemmtilegustu gallarnir: Er alveg af-
skaplega kaldhæðin, fólk sem þekkir mig
lítið á það til að horfa skringilega á mig
þegar það fattar ekki að ég sé að djóka.
Fullkomið laugardagskvöld: Dauð-
þreytt eftir átök og steinsofna í sófanum.
Fyrirmynd þín í fótbolta: Hope Solo
besti markvörður heims.
Draumur um atvinnumennsku í fót-
bolta: Það er draumurinn að komast í at-
vinnumennsku og lifa 100% atvinnu-
mannalífi.
Landsliðsdraumar þínir: Það er draum-
ur hvers knattspyrnuiðkanda að komast í
byrjunarlið A landsliðsins, ég er svo
sannarlega ein af þeim.
Besti söngvari: Robbie Williams.
Besta hljómsveit: Queen, Bítlarnir.
Besta bíómynd: Taken með Liam Nee-
son.
Besta bók: Er enginn bókaormur, en af
þeim sem ég hef lesið myndi það senni-
lega vera Grafarþögn eftir Arnald Indr-
iðason.
Besta lag: Angels – Robbie Williams.
Uppáhaldsvefsíðan: Facebook og Fót-
bolti.net.
Uppáhalds erlendu fótboltafélögin:
Barcelona og Liverpool.
Ef þú værir alvaldur í Val hvað mynd-
ir þú gera: Gera Hlíðarenda enn betri.
Nokkur orð um aðstöðuna á Hlíðar-
enda: Toppaðstaða, besta félagsheimili
landsins.
Hvernig viltu sjá Val þróast á næstu
árum: Halda áfram og jafnvel auka
byggingu meistaraflokks á ungum og
uppöldum leikmönnum.
Framtíðarfólk
Draumurinn að komast
í atvinnumennsku
Þórdís María Aikman er 18 ára og leikur
fótbolta með meistaraflokki og 2. flokki
8B
B
lack
Y
ellow
M
agenta
C
yan
1112276 V
alur