Valsblaðið - 01.05.2011, Page 121

Valsblaðið - 01.05.2011, Page 121
Valsblaðið 2011 119 Starfið er margt Tveir sjálfboðaliðar á afmælisdaginn fyrir framan bikaraskápinn á Hlíðarenda þar sem ýmsir merkir munir úr eigu félagsins eru til sýnis í tilefni af 100 ára afmælinu. Sveinn Stefánsson í aðalstjórn Vals (t.v.) og Guðni Olgeirsson ritstjóri Valsblaðsins (t.h.). Á þessari mynd eru þeir sem komu að vinnu við uppsetningu sögusýningar Vals á afmælisárinu sem minjanefndin annaðist ásamt aðstoðarfólki. Frá vinstri: Guðni Karl Haraldsson, Theódór Hjalti Valsson, Hermann Gunnarsson, Ólafur Már Sigurðsson, Helgi Benediktsson, Óli Geir Kristjánsson, Kristján Ásgeirsson, Drífa Hilmarsdóttir, Guðmundur Sigurgeirsson, Nikulás Úlfar Máson, Svanur M Gestsson, Atli Sigþórsson – sagnfræðingur sem starfaði með minjanefndinni en er nú fullgildur meðlimur í henni, Margrét Bragadóttir, Gunnar Svavarsson og Óskar S. Jóhannesson. Nýir heiðursfélagar Vals á 100 ára afmæli félagsins. Jón Gunnar Zoëga, Pétur Svein- bjarnarson og Ægir Ferdinandsson ásamt Herði Gunnarssyni og Reyni Vigni. Tryggvi M. Baldvinsson afhendir Reyni Vigni tónverkið að gjöf. Þó nokkrir valinkunnir Valsmenn fengu viðurkenningu frá ÍSÍ á afmælinu fyrir störf í þágu íþróttahreyfingarinnar í landinu. Frá vinstri: Jón Gunnar Zoega, Halldór Einarsson, Hörður Gunnarsson, Ægir Ferdinandsson, Grímur Sæmundsen, Torfi Magnússon, Ragnheiður Víkingsdóttir, Elías Hergeirssin, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Örn Andrésson stjórnarmaður í ÍSÍ. 122 Valsblaðið 2011 Nám: Stunda nám á náttúrufræðibraut á afrekssviði í Borgarholtsskóla. Kærasti: Já. Hvað ætlar þú að verða: Ákvað 12 ára að verða byggingaverkfræðingur, ekki spyrja af hverju, veit það ekki almenni- lega sjálf. En ég stend við mín orð. Af hverju Valur: Spennandi áskorun, nýjar áherslur, umgjörð og metnaður til fyrirmyndar og frábærir samherjar. Hjá hvaða liðum hefur þú verið í fót- bolta: Er uppalinn Þróttari. Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í fótboltanum: Þau reyndu að skipuleggja ferðalög og allt í kringum fótboltann og veita mér 100% skilning þegar ég hef tekið fótboltann fram yfir allt annað. Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl- skyldunni: Allavega ekki pabbi. Hvað gætir þú aldrei hugsað þér að verða: Hjartaskurðlæknir, en mikið er ég fegin að það nenni því einhver. Af hverju fótbolti: Vinkona mín píndi mig með sér á æfingu, ég nennti ekki að hlaupa svo ég fór bara í markið, hef varla misst af æfingu síðan þá og er henni mjög þakklát í dag. Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum: Ég lærði Óla prik dansinn hérna forðum, fyrir mig er það eitt og sér stórt afrek þar sem að ég kann ekki að dansa, fleiri hafa afrek í öðrum íþróttagreinum utan fót- boltans ekki verið. Eftirminnilegast úr boltanum: Ætli það hafi ekki verið Pæjumótstitillinn á Siglu- firði í 5. flokki, ógleymanleg stund. Ann- ars verður tímabilið 2009–10 seint topp- að, 5 tiltlar af 5 mögulegum. Hvernig var síðasta tímabil: Vantaði bara þann stóra, þá hefði það verið full- komið. En við urðum Íslandsmeistarar þriðja árið í röð í 2. flokki sem er frá- bært. Hvernig gengur næsta sumar: Maður stefnir á fleiri titla en árið á undan, ef við vinnum vel og æfum af krafti þá ætti ekkert að standa í vegi okkar. Besti stuðningsmaðurinn: Kvartettinn sem mætir á alla leiki. Erfiðustu samherjarnir: Laufey Ólafs, hún tapar ekki á æfingu. Erfiðustu mótherjarnir: Laufey Ólafs þegar hún er í hinu liðinu, óþolandi. Eftirminnilegasti þjálfarinn: Erfitt að gera upp á milli, Freyr Alexandersson og Gunnar Borgþórsson. Stærsta stundin: Að verða bikarmeistari með meistaraflokki í fyrsta skipti var mjög stór stund fyrir mig. Einnig þegar ég varð Íslandsmeistari í fyrsta skiptið með 2. flokki. Hvernig líst þér á yngri flokkana í fót- bolta hjá Val: Alveg til fyrirmyndar af því sem ég hef séð. Metnaðargjarnir þjálfarar og leikmenn. Hvað lýsir þínum húmor best: Fyndn- asta sem ég veit um er þegar fólk rennur eða jafnvel dettur á rassinn, án þess þó að meiða sig alvarlega, get hlegið enda- laust af mistökum annarra. Mottó: Þegar afrek gærdagsins eru ennþá stór í dag, þá hefur þú ekki gert mikið í dag. Leyndasti draumur: Minn draumur er ekkert leyndarmál. Ég ætla bara alla leið í lífinu, bæði í fótbolta og ýmsu öðru. Við hvaða aðstæður líður þér best: Þegar ég er búin að taka rosalega á því og fara í heitan pott á eftir. Skemmir ekki að koma svo heim í góðan mat. Hvaða setningu notarðu oftast: Nota orðið „gaur“ alveg óspart, nánast í hverri setningu. „Nenniru að rétta mér gaurinn þarna sem er ofan á gaurnum.“ Skemmtilegustu gallarnir: Er alveg af- skaplega kaldhæðin, fólk sem þekkir mig lítið á það til að horfa skringilega á mig þegar það fattar ekki að ég sé að djóka. Fullkomið laugardagskvöld: Dauð- þreytt eftir átök og steinsofna í sófanum. Fyrirmynd þín í fótbolta: Hope Solo besti markvörður heims. Draumur um atvinnumennsku í fót- bolta: Það er draumurinn að komast í at- vinnumennsku og lifa 100% atvinnu- mannalífi. Landsliðsdraumar þínir: Það er draum- ur hvers knattspyrnuiðkanda að komast í byrjunarlið A landsliðsins, ég er svo sannarlega ein af þeim. Besti söngvari: Robbie Williams. Besta hljómsveit: Queen, Bítlarnir. Besta bíómynd: Taken með Liam Nee- son. Besta bók: Er enginn bókaormur, en af þeim sem ég hef lesið myndi það senni- lega vera Grafarþögn eftir Arnald Indr- iðason. Besta lag: Angels – Robbie Williams. Uppáhaldsvefsíðan: Facebook og Fót- bolti.net. Uppáhalds erlendu fótboltafélögin: Barcelona og Liverpool. Ef þú værir alvaldur í Val hvað mynd- ir þú gera: Gera Hlíðarenda enn betri. Nokkur orð um aðstöðuna á Hlíðar- enda: Toppaðstaða, besta félagsheimili landsins. Hvernig viltu sjá Val þróast á næstu árum: Halda áfram og jafnvel auka byggingu meistaraflokks á ungum og uppöldum leikmönnum. Framtíðarfólk Draumurinn að komast í atvinnumennsku Þórdís María Aikman er 18 ára og leikur fótbolta með meistaraflokki og 2. flokki 8B B lack Y ellow M agenta C yan 1112276 V alur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.