Valsblaðið - 01.05.2011, Síða 131
Til hamingju með Valitor
bikarmeistaratitilinn
og frábæran árangur á árinu.
144 Valsblaðið 2011
Nám: Náttúrvísindabraut í MK
Hvað ætlar þú að verða: Afreksíþrótta-
maður, hef einnig áhuga á því að læra
sjúkraþjálfun, sem og verkfræði.
Af hverju Valur: Af hverju ekki? Segi
ég. Valur er klárlega flottasta íþróttafélag
landsins með sennilega bestu æfingaað-
stöðu sem finnst á Íslandi, frábæra og
skemmtilega þjálfara og auðvitað fullt af
ungum og efnilegum íþróttamönnum og
fyrir mér var það ekki erfið ákvörðun að
skipta í Val á sínum tíma.
Hjá hvaða liðum hefur þú verið í
körfubolta? Hef verið í Breiðablik og
Val.
Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í
körfunni: Mjög vel, pabbi mætir á flesta
leiki sem er mjög gaman. Mamma þorir
samt ekki að mæta, því hún heldur að ef
hún mæti þá munum við tapa.
Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl-
skyldunni: Ég.
Hvað gætir þú aldrei hugsað þér að
verða: Geimfari, því þá gæti ég ekki
spilað körfubolta.
Stjörnuspá þín fyrir næsta ár: Ég held
að Valur eigi eftir að standa sig mjög vel
í öllum greinum og sýni hversu mikið
stórveldi við erum.
Af hverju körfubolti: Ég elska körfu-
bolta, get eiginlega ekki útskýrt það.
Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum:
Annað sæti í 100m hlaupi á Íslandsmóti.
Eftirminnilegast úr boltanum: Þegar
ég komst fyrst í A-liðið í yngri flokkum.
Eftirminnilegast frá 100 ára afmælis-
ári Vals: Þegar allir meistaraflokkar í
öllum deildum voru með tryggt sæti í úr-
valsdeild.
Ein setning eftir síðasta tímabil: Upp-
bygging og metnaður.
Hvernig gengur í vetur: Mjög vel
myndi ég segja, 11. flokkur komst í A-
riðil í Íslandsmóti og nú er markmiðið að
halda okkur þar og endurheimta nafn
Vals í yngri flokkum.
Besti stuðningsmaðurinn: Pabbi.
Skemmtilegustu mistök: Þegar ég skor-
aði tvær sjálfskörfur í röð með Breiðablik.
Erfiðustu samherjarnir: Ætla að gefa
einum af mínum besta liðsfélaga og vini,
Þorra Arnaryni þann heiður.
Eftirminnilegasti þjálfarinn: Snorri
Örn, sem þjálfaði mig í Breiðablik. En ég
hef samt haft þau forréttindi að hafa allt-
af getað sótt til frábærra þjálfara á borð
við Hrafn Kristjansson, Ágúst Björgvins-
son og Lýð Vignisson.
Stærsta stundin: Þegar ég var valinn
Valsari ársins, það var mikil viðurkenn-
ing og heiður.
Athyglisverðasti leikmaður í meistara-
flokki kvenna: Hallveig Jónsdóttir.
Athyglisverðasti leikmaður í meistara-
flokki karla: Benedikt Blöndal.
Hvernig líst þér á yngri flokkana í
körfubolta: Mjög vel, það er greinilega
mikill metnaður hjá mörgum flokkum,
sem er lykilatriði til að ná árangri.
Hvað lýsir þínum húmor best: Held að
ég sé bara með þennan hefðbundna létta
íslenska húmor sem myndi teljast sem sá
besti í heimi að mínu mati.
Fleygustu orð: Hvað er að frétta?
Mottó: Að halda alltaf áfram að reyna,
þar til það tekst.
Leyndasti draumur: Mig langar meira
en allt að verða atvinnumaður í körfu-
bolta sem og spila í bandaríska háskóla-
boltanum.
Við hvaða aðstæður líður þér best:
Rennblautur af svita, á æfingu.
Hvað er það fallegasta sem hefur verið
sagt við þig: Þegar Orri styrktarþjálfari
sagði „það er ekkert nema metnaður og
vilji í þessum“, það var mjög fallegt.
Fullkomið laugardagskvöld: Playsta-
tion 3, NBA 2k12 og góðir vinir.
Fyrirmynd þín í körfubolta: Ég lít mik-
ið upp til Ragnars Gylfasonar, leikmanns
meistaraflokks Vals í körfubolta. Hann
hefur kennt mér hvernig á að sýna for-
dæmi og er líka mjög góður körfubolta-
leikmaður sjálfur, að mínu mati.
Draumur um atvinnumennsku í körfu-
bolta: Mig dreymir um að geta spilað í
efstu deildum Evrópu, eða jafnvel NBA,
því eins og vitur maður sagði einu sinni
„if you can dream it, you can do it“.
Landsliðsdraumar þínir: Mig langar að
geta spilað í unglingalandsliðum, en auð-
vitað væri það mesti heiðurinn að spila
fyrir A-landsliðið í framtíðinni.
Besti söngvari: Margir, t.d. Eminem.
Besta hljómsveit: One republic.
Besta bíómynd: Glory Road.
Besta bók: Shaq Attack.
Besta lag: Remember the Name – Fort
Minor.
Uppáhaldsvefsíður: Valur.is og karfan.
is
Uppáhalds erlenda körfuboltafélagið:
Maimi Heat (NBA).
Nokkur orð um núverandi þjálfara:
Ágúst Björgvinsson- Metnaður, vilji,
hæfni og virðing.
Ef þú værir alvaldur í Val hvað mynd-
ir þú gera: Fá skotvél fyrir körfuna.
Nokkur orð um aðstöðuna á Hlíðar-
enda: Framúrskarandi, ótrúleg aðstaða
sem ég persónulega nýti mér að fullu.
Hvernig viltu sjá Val þróast á næstu
árum: Ég vil bara sjá það frábæra félags-
starf sem er í gangi hjá Val núna, halda
áfram og dafna.
Framtíðarfólk
Ekkert nema metnaður
og vilji í þessum
Bjarni Geir Gunnarsson er 16 ára
og leikur körfubolta með 11. flokki,
drengjaflokki og meistaraflokki
9A
B
la
ck
Y
el
lo
w
M
ag
en
ta
C
ya
n
9
11
12
27
6
V
al
ur