Valsblaðið - 01.05.2011, Side 140
Valsblaðið 2011 135
Starfið er margt
Sverissdóttir (Hamar) og Melissa Lec-
hlitner.
Valur b og Valur old boys
Hjá körfuknattleiksdeildinni eru tvö eldri
lið, fyrir utan meistaraflokk karla, sem
æfa og taka þátt í mótum fyrir hönd
félagsins en það er Valur b og Valur old
boys. Valur b hefur tekið þátt í annarri
deildinni í mörg ár og urðu síðast Ís-
landsmeistarar b liða 2008. B lið Vals er
að uppistöðunni til fyrrverandi leikmenn
meistaraflokks Vals og hefur hópurinn
stækkað jafnt og þétt undanfarin ár. Valur
old boys æfa tvisvar í viku og taka þeir
þátt í mótum bæði innanlands og utan.
Með þessum tveimur liðum hefur körfu-
knattleiksdeild Vals bakland með yfir 40
félagsmönnum sem styðja við deildina
með einum eða öðrum hætti.
Fjáraflanir
Meistaraflokkar deildarinnar hafa staðið
sig vel í fjáröflunum undanfarna vetur og
er framlag leikmanna til fjáröflunar mjög
mikilvægt fyrir starfið. Stjórn deildarinn-
ar þakkar sérstaklega öllum leikmönnum
og öðrum sem komið hafa að fjáröflun-
unum í vetur.
Ástráðsson er kominn heim eftir eitt ár í
Bandaríkjunum. Nýir leikmenn eru
Snorri Þorvaldsson (Hamar), Kristinn
Ólafsson (Patrekur), Ágúst Dearborn
(Haukar), Igor Tratnik, Austin Magnús
Bracey, Hamid Dicko og Garrison Jo-
hnson.
Meistaraflokkur kvenna
Yngvi Gunnlaugsson þjálfaði meistara-
flokk kvenna keppnistímabilið 2010 til
2011. Liðið lék í 1. deild en það hafði
fallið niður um deild vorið 2010. Yngvi
tefldi fram öflugum hópi og töpuðu þær
aðeins þremur leikjum í Íslandsmótinu
allan veturinn. Ákveðið var að bæta við
erlendum leikmanni fyrir úrslitakeppnina
en hitt liðið í úrslitum, Stjarnan, hafði
haft erlendan leikmann allan veturinn.
Valsmenn unnu Stjörnuna 2-0 í úrslitum
og unnu sér sæti í úrvalsdeild á ný.
Ágúst Björgvinsson tók við liðinu af
Yngva Gunnlaugssyni fyrir yfirstandandi
tímabil. Ágúst þekkir kvennakörfuna vel,
en hann hefur þjálfað meistaraflokk
Hauka og Hamars með góðum árangri á
undanförnum árum. Nokkrar breytingar
urðu á leikmannahópi fyrir yfirstandandi
tímabil. Þær Signý Hermannsdóttir (KR)
og Þórun Bjarnadóttir (Hamar) eru
komnar aftur í Val en nýir leikmenn eru
Kristrún Sigurjónsdóttir (Hamar), María
Ben Erlingsdóttir (Keflavík), Guðbjörg
leik tvö að Hlíðarenda mættu Þórsarar
einbeittir til leiks og unnu leikinn. Strák-
arnir þurftu því að fara aftur norður þar
sem Valur sigraði sannfærandi og komst
með því í úrvalsdeild á ný.
Miklar breytingar urðu á meistara-
flokknum fyrir tímabilið 2011 til 2012.
Illa gekk að manna meistaraflokk karla
fyrir átök vetrarins. Fljótlega eftir síðasta
leik í úrslitum varð ljóst að aðeins fáir
leikmenn liðsins höfðu áhuga á því að
spila í úrvalsdeild og vildu þeir flestir
fara til annarra liða í 1. deild eða leggja
skóna á hilluna. Undirbúningur fyrir
tímabilið fór hægt af stað og var ekki
gengið endanlega frá ráðningu þjálfara
fyrr en í september. Ágúst Björgvinsson
tók þá að sér að þjálfa liðið en hann hafði
tekið við meistaraflokki kvenna í apríl.
Ágúst æfði og lék með yngri flokkum og
meistaraflokki félagsins. Hann þjálfaði
yngri flokka hjá félaginu um árabil og
meistaraflokk félagsins tímabilið 2002 til
2003 er hann tók við liðinu á miðju tíma-
bili. Ljóst var að veturinn yrði erfiður en
aðeins þrír leikmenn frá fyrra tímabili
voru í leikmannahópi í upphafi tímabils,
þeir Alexander Dungal, Benedikt Blön-
dal og Birgir Björn Pétursson.
Það eru því margir nýir leikmenn í
meistaraflokki Vals og það mun reyna á
Ágúst og leikmennina að hrista hópinn
saman. Ragnar Gylfason er kominn aftur
heim frá námi í Danmörku og Bergur
138 Valsblaðið 2011
Starfið er margt
Minnibolti 11 ára
Mestu framfarir: Árni Páll Árnason
Besta ástundun: Ísak Sölvi Ingvaldsson
Leikmaður ársins: Orri Steinn Árnason
Minnibolti 8–9 ára karla.
Þjálfari: Lýður Vignisson
Alls æfðu 19 leikmenn í flokknum síð-
astliðinn vetur sem er gríðarleg aukning
frá aðeins 4 iðkendum árið áður. Strák-
arnir mættu mjög vel á æfingar og urðu
framfarirnar eftir því. Þeir tóku þátt í
þremur félagsmótum í vetur og spiluðu
tæplega 30 leiki. Á þessum aldri eru stig-
in ekki talin af mótshöldurum en dreng-
irnir okkar staðfesta það eftir nákvæma
talningu í hverjum einasta leik að ein-
göngu hafi 3 leikir tapast. Virkilega efni-
legir strákar sem verður gaman að fylgj-
ast með í framtíðinni.
Minnibolti 6–7 ára karla.
Þjálfari: Þorgrímur Guðni Björnsson
MB 6–7 ára er fámennur hópur en aft-
ur á móti er góðmennt í hópnum. Dreng-
irnir eru miklir grallarar og hefur verið
mikið líf á æfingum sem eru líka mjög
lærdómsríkar og hópurinn í heild tók
miklum framförum. Flokkurinn skellti
sér á Póstmót Breiðabliks og stóð hópur-
inn sig rosalega vel.
Valsmaður ársins:Valsmaður ársins er
veittur þeim leikmanni sem skarað
hefur fram úr í félagsstörfum fyrir
deildina. Að þessu sinni var það leik-
maður úr 10. flokki, Bjarni Geir Gunn-
arsson sem hlaut sæmdarheitið Vals-
maður ársins.
Einarsbikarinn: Verðlaun sem veitt eru
til minningar um Einar Örn Birgis
voru gefin í níunda sinn. Verðlaunin
eru veitt þeim leikmanni í yngri flokk-
um félagsins sem valinn er efnilegast-
ur. Í ár hlaut Ragnheiður Benónísdótt-
ir, leikmaður í stúlknaflokki, þessi
verðlaun.
Dómari ársins: Viðurkenning sem er
veitt fyrir dómgæslu í yngri flokkum.
Dómari ársins var Benedikt Blöndal.
Lárus Blöndal knattspyrnudeild Vals og
Ragnhildur Skúladóttir yfirmaður barna-
og unglingasviðs Vals.
Minnibolti
8. flokkur
9.–10. flokkur kvenna.
9B
B
lack
Y
ellow
M
agenta
C
yan
1112276 V
alur