Valsblaðið - 01.05.2011, Page 144
Valsblaðið 2011 131
Starfið er margt
Íþróttaskóli Vals
veturinn 2011–2012
Á þessu ári hafa um 200 börn mætt í
íþróttaskóla Vals á laugardögum kl.
9:40–10:30. Markmið með þessari gras-
rótarvinnu er að hvetja ung börn á aldrin-
um 2–6 ára til ánægulegrar hreyfingar.
Foreldrar taka virkan þátt og skemmtileg
fjölskyldustemning ríkir.
Næsta námskeið byrjar laugardaginn
21. janúar 2012 og stendur til 31. mars
(10 skipti). Námskeiðsgjald er 8000 kr.
og innifalið í því verði er Valsbolur og
Valslímmiði. Skráning er á heimasíðu
Vals, valur.is. Færri komust að en vildu
síðast þannig að fyrstir koma fyrstir fá.
Meðfylgjandi eru líflegar myndir af
duglegum börnum í íþróttaskólanum:
Valskveðja
Soffía Ámundadóttir leikskólasér-
kennari og þjálfari 3. fl.kvenna í Val
142 Valsblaðið 2011
Félagsstarf
arnir sögðu „ gott silfur er gulli betra.“
Margrét Ósk Einarsdóttir einn af leik-
mönnum Vals sagði þetta mót rosalega
skemmtilegt, þær kynntust fullt af fólki,
leikirnir væru rosalega skemmtilegir og
fjölbreyttir í öllum greinum og mælir hún
með að allir krakkar og unglingar mæti á
þetta mót á meðan þeir hafi aldur til. Á
næsta ári verður mótið haldið á Selfossi
og keppt er í fjölmörgum greinum fyrir
krakka á aldrinum 11–18 ára.
Gott silfur er
gulli betra
Körfuboltastelpur úr Val stóðu sig
vel á Unglingalandsmóti UMFÍ
Valsstelpurnar sem tóku þátt í körfu-
knattleiksmóti á Unglingalandsmóti
UMFÍ á Egilsstöðum um verslunar-
mannahelgina 2011 og fengu silfur-
verðlaun. Frá vinstri: Selma Skúladóttir,
Gréta Sóley Arngrímsdóttir, Sæunn Eyja
Steinþórsdóttir, Berglind Rós Bergsdóttir
og Margrét Ósk Einarsdóttir. Guðrúnu
Hlíðkvist úr Hetti lék einnig með Vals-
stelpunum.
Fimm stelpur úr Val tóku þátt í Unglinga-
landsmóti Íslands í körfubolta sem haldið
var á Egilsstöðum um verslunarmanna-
helgina og fengu þær stelpu úr liði Hattar
frá Egilsstöðum lánaða. Valur vann fyrstu
þrjá leikina, Sindra (fót bolta stelpur) 26-0,
„Tsunami 69“ 25-21 og Kormák frá
Hvammstanga 32-8. Leikur 4 tapaðist fyr-
ir Snæfelli/Sauðárkróki 32-16. Valur end-
aði að lokum í 2. sæti á mótinu og voru
mjög sáttar með það, eins og silfurstrák-
9B
B
la
ck
Y
el
lo
w
M
ag
en
ta
C
ya
n
11
12
27
6
V
al
ur