Valsblaðið - 01.05.2011, Blaðsíða 147
Valsmenn – bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár
Jafet Ólafsson
Jóhann Halldór Albertsson
Jón Örn Bogason
Jón Halldórsson
Jón Grétar Jónsson
Jónas Már Fjeldsted
Jónas Guðmundsson
Karl Harry Sigurðsson
Kjartan Jóhann Magnússon
Lögfræðiskrifstofa Guðmundar
Ágústssonar
Optik
Óðinn Þórisson
Ólafur Már Sigurðsson
Ómar Ómarsson
Pétur Magnús Sigurðsson
Sigfús Gauti Þórðarson
Sigurður Andri Atlason
Sigurður Ásbjörnsson
Stefán Karlsson
Svala Guðrún Þormóðsdóttir
Sveinn Sveinsson, sjúkraþjálfari
Theodór Friðjónsson, tannlæknir
Valdimar Grímsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Þorgerður Þráinsdóttir
Þorgrímur Þráinsson
Þórður Örn Guðbjörnsson
160 Valsblaðið 2011
Skeifan, Garðabær & Eiðistorg
Ungir Valsarar
Nám: Er á þriðja ári í Menntaskólanum í
Reykjavík.
Kærasta: Nei. En mamma bíður og von-
ar.
Hvað ætlar þú að verða: Ætla að fara í
háskóla eftir að ég er búinn með mennta-
skólann en er ekkert búinn að hugsa þetta
neitt lengra en það.
Af hverju Valur? Pabbi er Valsari og ég
byrjaði að fara á völlinn með honum þeg-
ar ég var í leikskóla. Svo bý ég líka í
hverfinu.
Hjá hvaða liðum hefur þú verið í
körfubolta: Byrjaði að æfa 10 ára og hef
æft með Val síðan.
Frægur Valsari í fjölskyldunni: Ekkert
minna nánustu ættmenna er frægur Vals-
ari. Pabbi hefur reyndar verið í stjórn og
formaður körfunnar í áraraðir.
Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í
körfunni: Þau hafa veitt mér ómetanleg-
an stuðning. Ég held að pabbi hafi mætt
á nánast alla leiki sem ég hef spilað. Ég
hef líka tvisvar farið til útlanda með körf-
unni og í bæði skiptin hefur pabbi farið
með sem fararstjóri.
Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl-
skyldunni: Kallinn.
Hvað gætir þú aldrei hugsað þér að
verða: Slæm fyrirmynd.
Stjörnuspá þín fyrir næsta ár: Ég trúi
ekki á stjörnuspár.
Af hverju körfubolti: Ég hef prófað að
æfa bæði fótbolta og handbolta en mér
fannst körfuboltinn einfaldlega skemmti-
legastur.
Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum:
Keppti á móti Porto í fótbolta í flokki 10
ára og yngri með liðinu Itziger Bloweiss
í Luxembourg, töpuðum reyndar 4-1.
Keppti líka á Ólympíuleikum í stærð-
fræði síðasta sumar.
Eftirminnilegast úr boltanum: Fjórfram-
lengdur leikur í drengjaflokki á móti KFÍ
fyrir tveimur árum. Ég var reyndar enn í
11. flokki, við vorum bara 8 sem spiluð-
um í leiknum. Unnum að sjálfsögðu.
Eftirminnilegast frá 100 ára afmælis-
ári Vals: Fyrir mig var það að vera hluti
af liðinu í meistaraflokki sem vann úr-
slitakeppnina í 1. deild og tryggði Val
sæti í úrvalsdeildinni.
Ein setning eftir síðasta tímabil: Eitt
orð nægir, úrvalsdeild.
Hvernig gengur í vetur: Gæti gengið
betur en tímabilið er ekki búið.
Besti stuðningsmaðurinn: Pabbi og líka
Edwin.
Skemmtilegustu mistök: Þegar Sæbi lét
mig, 13 ára, þjálfa einu ári eldri strákana
í Val í leik. Mér mistókst algerlega að fá
þá til að hlusta á mig. Á þeim tíma var ég
líklega um 25 sentímetrum minni en þeir
allir.
Erfiðustu samherjarnir: Það er alla
veganna auðveldast að eiga við Berg Ást-
ráðsson.
Mesta prakkarastrik: Maður þorir ekki
að gera nein prakkarastrik hjá Gústa.
Fyndnasta atvik: Þegar ég „braust” inn
í Valsheimilið þegar ég var í 10. flokki.
Ég var mættur niðrí Val kl. 6:45 á
fimmtudagsmorgni til að fara á morgun-
æfingu. Rob Newson sem var að þjálfa
mig, opnaði vanalega dyrnar á gamla
salnum til að ég kæmist inn. Hún var læst
og í staðinn fyrir að hringja í hann próf-
aði ég allar dyrnar þangað til að ég fann
opnar dyr. Þjófavörninn fór hinsvegar í
gang því Rob hafði auðvitað bara sofið
yfir sig og var ekki búinn að opna.
Stærsta stundin: Þegar ég skoraði fyrstu
körfuna með meistaraflokki Vals í fyrra.
Athyglisverðasti leikmaður í meistara-
flokki kvenna hjá Val: Signý Her-
mannsdóttir
Athyglisverðasti leikmaður í meistara-
flokki karla hjá Val: Birgir Björn Pét-
ursson.
Hvernig líst þér á yngri flokkana í
körfubolta hjá Val: Mér líst vel á yngri
flokkana í Val. Þarna er þó nokkuð af
efnilegum leikmönnum og það eru fleiri
lið sem hafa verið að leika í A-riðlum í ár
en í fyrra. Það sem helst vantar upp á er
að fá fleiri iðkendur.
Eftirminnilegasti þjálfari þinn: Sæbi,
hann kenndi mér undirstöðuatriðin í
körfubolta. Hann fór líka tvisvar með
okkur strákana til útlanda. Einu sinni að
keppa á móti í Svíþjóð og einu sinni í æf-
ingabúðir í Bandaríkjunum.
Hvað lýsir þínum húmor best: Kald-
hæðni.
Mottó: Per aspera ad astra.
Hvaða setningu notarðu oftast: Halló,
þetta er Bensi.
Hvað er það fallegasta sem hefur verið
sagt við þig: Þú ert í flottum skóm –
Mormónatrúboði.
Fyrirmynd þín í körfubolta: Ég reyni
að spila á mínum eigin forsendum.
Draumur um atvinnumennsku í körfu-
bolta: Hver lætur sig ekki dreyma um
slíkt.
Landsliðsdraumar þínir: Mér finnst
skemmtilegast að spila fyrir Val.
Besti söngvari: Raggi Gylfa syngur
mjög vel í sturtunni eftir æfingar.
Besta bíómynd: Rebound: The legend
of Earl „The Goat” Manigault.
Besta bók: Stærðfræði handa 5. bekk eðl-
isfræðideildar er á náttborðinu í augna-
blikinu.
Besta lag: Valur vængjum þöndum.
Uppáhaldsvefsíðan: karfan.is
Uppáhaldsfélag í enska boltanum:
Liverpool.
Uppáhalds erlenda körfuboltafélagið:
Miami Heat, fyrsta NBA treyjan sem ég
fékk var Dwyane Wade treyja og ég hef
haldið með Heat síðan ég fékk hana.
Nokkur orð um núverandi þjálfara:
Veit hvað hann vill.
Ef þú værir alvaldur í Val hvað mynd-
ir þú gera: Láta þrífa öll körfuspjöldin í
salnum.
Nokkur orð um aðstöðuna á Hlíðar-
enda: Sú besta á landinu.
Hvernig viltu sjá Val þróast á næstu
árum: Aðstaðan er til fyrirmyndar en
það væri gaman að sjá fjölgun í iðkend-
um á næstu árum.
Á eigin forsendum
Benedikt Blöndal er 18 ára og leikur körfubolta
með drengjaflokki og meistaraflokki
10
A
B
la
ck
Y
el
lo
w
M
ag
en
ta
C
ya
n
10
11
12
27
6
V
al
ur