Valsblaðið - 01.05.2011, Qupperneq 157

Valsblaðið - 01.05.2011, Qupperneq 157
150 Valsblaðið 2011 Marta hefur æft handbolta með Val frá því að hún byrjaði að æfa handbolta haustið 2003. Hún segir að Valur hafi komið með kynningu í skólann sinn og eftir það langaði hana að prófa að æfa með vinkonum mínum og þá varð ekki aftur snúið. Nú er hún fyrirliði í 4. flokki og spilar einnig með 3. flokki og finnst æðislegt að fá að spila svona mikið. Hefur þú æft aðrar íþróttagreinar? „Ég hef, frá því ég man eftir mér verið í íþrótt- um, var í frjálsum íþróttum, listdansi á skautum, fimleikum og ballett. En komst að því að mér finnst miklu skemmtilegra að stunda hópíþróttir. Handbolti varð fyrir valinu þegar ég og fjórar bekkjarsystur mínar ákváðum, haustið 2003 að fara á handboltaæfingu hjá Val. Þetta eru enn þá bestu vinkonur mínar og erum við allar enn að æfa handbolta hjá Val.“ Af hverju heldur þú að krakkar hætti í íþróttum? „Ég held að unglingar missi metnað og séu almennt latir, Hætti að nenna á æfingar því það er auðvaldara að hanga í tölvunni heima.“ Hvernig gengur í vetur? „Það er mikið af nýliðum í 3. flokki í vetur, við erum fyrst núna að nálgast það að spila eins og lið og er þetta allt á réttri leið. 4. flokkur samanstendur af skvísum sem spila eins og lið og eru allar þar mjög efnilegar.“ Skemmtilegt atviku úr boltanum? „Ég get ekki gert upp á milli ferða eða atvika með bestu vinkonum mínum en þó er eitt af skemmtilegri nýliðnum atvikum sem gerðist úti á Ítalíu síðastliðið sumar. Þeg- ar við gáfum Kalla þjálfaranum okkar hárkollu fyrir síðasta leikinn í íslensku fánalitunum til að verjast sólinni.“ Fyrirmyndir í íþróttum? „Það yrði KLIKKAÐ að verða jafngóð og Anja Andersen. En .. Hrabba og Fúsi eru ofar- lega á blaði hjá mér því þau hafa bæði þjálfað mig. Fyrir utan þau eru það Anna Úrsúla og að sjálfsögðu Óli Stef og Snorri Steinn.“ Hvað þarf til að ná langt í íþróttum? „Það er hugarfarið sem skiptir langmestu máli þegar þú vilt ná árangri. Með rétta hugarfarinu getur maður allt sem maður ætlar sér og meira til. Það er alltaf hægt að bæta sig í öllu – en helst þarf ég að vinna í því þessar vikurnar að bæta fóta- vinnuna.“ Hvað einkennir góðan þjálfara? „Góð- ur þjálfari er að mínu mati einhver sem þjálfar liðið sem heild – en bendir jafn- framt hverjum einstaklingi liðsins á það hvernig viðkomandi geti bætt sig. Kalli og Hrabba mynda frábært teymi í 3. flokki og Gussi og Kalli eru ekkert síðri þjálfarar í 4. flokki.“ Stuðningur fjölskyldu? „Stuðningur mömmu og pabba er ómetanlegur, þau hafa verið virk í foreldrastarfinu og nær oftast komið með í ferðir flokksins. Mamma hefur líka horft á eiginlega alla leikina mína – bara alveg frá upphafi.“ Hvernig finnst þér að eigi að efla starf- ið í yngri flokkunum hjá Val? „Mér finnst að það eigi að halda áfram, og jafnvel efla kynningar í grunnskólum sér- staklega á yngri árum. Því ef það næst að mynda góðan og sterkan hóp í yngri flokkum eru meiri líkur á því að hópur- inn haldi áfram, eins og í mínu tilviki.“ Markmið þín í íþróttum? „Að sjálf- sögðu stefni ég hátt í handboltanum, en þar sem ég geri mér jafnframt grein fyrir því að ég mun líklegast ekki geta lifað á því í framtíðinni að spila handbolta þá sé ég mig eftir 10 ár í háskólanámi að sér- hæfa mig í kjarn- eða stjarneðlisfræði og vonandi munum við allar vinkonurnar ennþá spila handbolta með Val og vera á leiðinni með íslenska landsliðinu á Ól- ympíuleikana.“ Hvað þarf til að efla Val? „Það mikil- vægasta er klárlega að halda í yngstu iðk- endurna, því framtíð Vals byggir á ástundun þeirra. Ef Valur heldur ekki í iðkendur yngri flokka þá þarf félagið að eyða peningum í það að kaupa leikmenn frá öðrum liðum og jafnvel erlendis frá. Til að bæta tengsl milli deilda er hægt að halda sameiginlegar skemmtanir, eins og Valsballið síðasta vor sem heppnaðist mjög vel.“ Hver stofnaði Val? „Heyrðu það var hann Friðrik Friðrikson sem stofnaði Val 11. maí 1911.“ Ungir Valsarar Með rétta hugar­ farinu getur maður allt sem maður ætlar sér og meira til Marta Kristín Friðriksdóttir er 15 ára og leikur handbolta með 3. og 4. flokki Valsblaðið 2011 155 Starfið er margt Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú, Ljúfi drottinn lýstu mér svo lífsins veg ég finni, Láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli frá Uppsölum) Elsku vinum okkar, Dóra, Ásdísi, Úlla, Birgi föður Ingu og öðrum ástvinum Ingu biðjum við blessunar Guðs og að trúin á ljósið og allt hið góða verði ykkur styrkur til að halda áfram. Valsmenn, jafnan léttir í lundu, drjúpa nú höfði og kveðja góðan félaga. Nú kveðjum við elskuna okkar, gleði- gjafann okkar, hinstu kveðju með sömu orðum og hún kvaddi okkur ætíð; við elsk- um þig. Jóna, Hilla, Odda, Hrefna, Sibba og Jóna Dóra (VALS-Saumaklúbburinn) hafa átt jafn góða og skemmtilega æsku sem fyrst og fremst mótaðist af íþróttaáhuga- num og félagslífinu í kringum handboltann. Og ekki skemmdi fyrir að hún ásamt okk- ur skipuðum helsta gullaldarlið kvennabolt- ans á þeim árum. Fjölmargir titlar unnust bæði á Íslandsmótum og öðrum minni mót- um. Inga átti gríðarmikinn þátt í velgengn- inni, því hún var einfaldlega einn albesti markvörður þess tíma þó kornung væri. Á handboltaárunum eignaðist hún fjölda vina og við jarðarför hennar mátti greina fjöl- mörg gamulkunn andlit úr Valsheimilinu frá árunum góðu og gjöfulu. Og Valsfáninn á altarinu bar merki þess að félagið átti henni mikið að þakka og hún því. Inga átti því láni að fagna að vera í hjónabandi með Halldóri Úlfarssyni og eignuðust þau tvö heilbrigð og yndisleg börn sem komin eru á fulloðinsár. Við vin- konurnar vorum rólegar og höfðum ekki áhyggjur af Ingu okkar vitandi af henni í yndislegu skjóli Dóra sem bar hana á höndum sér og vel mátti sjá í veik- indum hennar síðustu tvo mánuði lífs hennar hversu kær hann var henni jafnt og börnin hennar. gildrur, gerði gys að sjálfri sér og okkur og hló svo manna mest. Saman höfum við farið í gegnum sorg- ir og gleði þessa lífs. Alltaf hefur hún ver- ið okkur hinum stuðningur, alltaf boðin og búin að að hjálpa, oft með litlar gjaf- ir í farteskinu sem glöddu, sífellt með ann- arra hag að leiðarljósi. Inga kunni svo vel að finna til með öðrum og átti einhvern veginn alltaf réttu orðin. Hún var ómiss- andi bæði á gleði- og sorgarstundum. Hún hafði svo ríkan skilning á líðan annarra að engu líkara var en hún hefði sjálf reynt allar heimsins raunir. Hún var heimsins besta mamma og amma. Þess hafa Ásdís og Úlli börnin hennar notið svo ríkulega eins og litlu ömmustrákarnir, Viktor Matti og Bjössi. Inga lagði mikið uppúr því að vera vel til höfð. Hún var einstaklega fal- leg kona sem elskaði að klæða sig fallega. Smekkurinn gat verið í dýrari kantinum og þá sjaldan hún festi kaup á merkja- vöru, skyldi ekki fara fram hjá neinum hvað stæði á innkaupapokanum, sem helst þurfti að vera úr þykkum glanspappa. Svo hló hún að hégómanum í sjálfri sér. Þrátt fyrir MS-sjúkdóminn sem hrjáði Ingu árum saman lifði hún lífinu lifandi. Lét fátt aftra sér frá að taka þátt í lífs- ins glaumi. Hún gerði lítið úr líðan sinni, hafði meiri áhyggjur af okkur hinum. Inga var aðeins 17 ára þegar hún fór fyrst að finna fyrir einkennum sjúkdóms- ins. Lengi vel kenndi hún boltanum um…. „ æi ég er búin að fá boltann svo oft í mig, ég hlýt að vera svona dofin í fætinum vegna þess“… Þessu hélt hún fram með okkar stuðningi þar til að einkennin fóru að gera frekar vart við sig og eftir mikl- ar rannsóknir greindist hún með MS-sjúk- dóminn þá aðeins um tvítugt. Þá var sjálf- hætt í handboltanum þó svo að hún eins og margar okkar hinna hafði hætt eigin- legri keppni. Á þessum árum þótti eðlilegt að hætta í handbolta og öðrum íþróttum á unga aldri. Inga, ásamt mörgum okk- ar hélt þó áfram að æfa og keppti með „ old girls“. Þetta breytti hins vegar engu um íþróttaáhugann og alla tíð fylgdist Inga með gengi sinna manna og kvenna. Val- ur var hennar félag í öllum íþróttagreinum þó svo að hún og nokkrar okkar sem vor- um á svipuðum aldri kæmum úr „Víkings- hverfinu“. Eins og margir Valsarar vita átti félagið okkar hauka í horni þar sem Kristín og Árni Njáls voru. Þau kenndu við Réttarholtsskóla og „sigtuðu“ út efni- legustu handboltakrakkana og plötuðu þau yfir í Val. Þetta er opinbert leyndar- mál sem við Valsmenn erum fúsir að við- urkenna og Víkingar hafa löngu fyrirgefið okkur og þeim ágætu hjónum. Það er huggun harmi gegn að Inga skuli Átta strákar í æfingahópum U18 og U20 í handbolta Heimir Ríkharðsson hefur valið æfingahóp fyrir U18 ára landslið karla sem mun æfa um næstu helgi en í hópnum eru fjórir Valsmenn. Þeir eru Aron Hauksson, Daði Gautason, Gunnar Malmquist og Valdimar Sigurðsson. Þá hefur Geir Sveinsson þjálfari U20 ára landsliðs karla valið 22 manna æfingahóp en úr hon- um verður valinn 16 manna hópur sem fer á Opna Norðurlandamótið í Noregi um næstu helgi. Í hópnum eru þeir Agnar Smári Jónsson, Arnar Daði Arnarsson, Bjartur Guðmundsson og Sigurður Ingiberg Ólafsson. Grace í æfingahópi U16 í handbolta Díana Guðjónsdóttir og Unnur Sigmarsdóttir landsliðsþjálfarar U16 í handbolta hafa valið hóp til æfinga á milli jóla og nýárs. Einn leikmaður Vals er í æfinga- hópnum, Grace Þorkelsdóttur. Ingólfur Sig í U19 Kristinn Rúnar Jónsson landsliðsþjálfari U19 landsliðs karla hefur valið landslið til þátttöku í undankeppni Evrópumótsins á Kýpur. Í hópnum er Ingólfur Sig- urðsson leikmaður Vals. Af www.valur.is 10B B lack Y ellow M agenta C yan 1112276 V alur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.