Són - 01.01.2012, Page 142
142 Kristján Jóhann Jónsson
menntir einkennast öðru framar af því að skýrri merkingu er haldið til
baka en hið ósagða látið magnast upp í vitund lesandans. Þessi dulúð
norrænna bókmennta er hinn norræni klassíski arfur, hún er jafnframt
kjarni rómantíkurinnar og allt þetta á Skandinavía Íslendingum að
þakka! Hér er rétt að minna á þá tvöfeldni sem margsinnis hefur verið
bent á í kvæðinu um Búa Andríðsson og Fríði Dofradóttur. Ljóðmæl-
andinn gætir þess að halda undirtextanum lifandi gegnum allt kvæðið.
Til þess að merking sem er á huldu fái notið sín og geti magnast
upp í vitund lesandans verður hann, viðtakandinn, að vera skapandi:
Grunurinn um skilning liggur hjá viðtakandanum sem ber sama
skynbragð á hina huldu merkingu sem skilja skal; hann er á stöð-
ugum verði gagnvart hinni naumu framsetningu.67
Í lýsingu Gríms vinna bæði höfundur og lesandi úr því sagða og
ósagða.68 Hinn eiginlegi sjóður, sem er til umræðu í annarri grein
greinaflokksins í Nordisk Literaturtidende, er hins vegar annar og flókn-
ari. Það er auðmagn íslenskrar menningar og sé lýsingin á því dregin
saman er hún í grundvallaratriðum þessi:
Íslenskar bókmenntir eru eins konar bautasteinar yfir líf og starf
forfeðra og formæðra Norðurlandabúa. Þar má sjá mörg dæmi
um lýsingar á fólki sem hemur tilfinningar sínar og veitir ástríðum
takmarkaða útrás, en sú útrás getur að vísu orðið mjög hörð og
grimmdarleg þegar að henni kemur. Tilfinningalífið er engu að síður
agað og sjálfstjórnin er aðalsmerki hins norræna persónuleika sem
trúir á mátt sinn og megin. Sú hugmynd er í verkum Gríms tengd við
norræna náttúru og byggð á því að náttúran móti hugsunina.69 Þessar
hugmyndir mótuðu val hans á textabrotum í Udvalgte Sagastykker og
birtust síðar víðs vegar í ljóðum hans.
Í stíl norrænna bókmenntatexta, segir enn fremur, má sjá mörg
dæmi þar sem haldið er aftur af merkingu og hinu ósagða gert hátt
67 „Anelsen er hos den Opfattende den tilsvarende indre Sands til det Indesluttede i
det, der skal opfattes; denne holder nu hin tilbageholdne Udtryksmaade bestandig
vaagen“ (Grímur Thomsen 1846c (23): 177).
68 Hér er auðvitað freistandi að minna á kenningar viðtökufræðinnar á 20. öld um
þátttöku lesandans í myndun merkingarinnar. Þær höfðu ekki verið settar fram þegar
þessi texti er skrifaður en bókmenntamenn í Englandi þekktu vangaveltur af þessu
tagi. Laurence Sterne (1713–1768) skrifaði til dæmis um að enginn vel siðaður höf-
undur héldi að hann vissi allt og bókmenntatextinn væri leikvöllur fyrir hugmynda-
flug höfundar og lesanda (Iser 2000: 189–190).
69 Grímur Thomsen 1846b (25): 194.