Gripla - 01.01.2001, Blaðsíða 22
20
GRIPLA
Lesendum er m.ö.o. gefinn kostur á að bera sögu Gísla að sögu þessara
tveggja. Hver mundi þá niðurstaða þeirra? Vísast munu ýmsir kristnir lesendur
fyrr og síðar hafa verið sannfærðir um að bitur örlög biðu Gísla annars heims.
En trúræknir miðaldamenn sem sáu hann fyrir sér á Einhamri í skini Gregór-
íusar hið efra og skugga Júdasar hið neðra hafa án efa minnst þess að þrátt
fyrir afbrot sín öll og angist framdi Gísli ekki þá synd sem aldrei verður fyrir-
gefin, syndina að örvilnast og missa trúna á náð guðs.14 Spyrji einhver hvor
túlkunin sé betri er rökréttasta svarið sennilega: Sérhver maður er túlkandi
eins og Gísli; farðu og túlkaðu og — taktu ábyrgð á túlkun þinni!
RITASKRÁ
Frumheimildir
Augustinus. 1955. Confessiones. Bekenntnisse. Lateinisch und Deutsch. Kösel-Verlag,
Miinchen.
Augustinus. 1962a. De Doctrina Christiana. Corpus Christianorum. Series Latina.
XXXII. Typographi Brepols Editores Pontificii, Tvmholti.
Ágústínus. 1962b. Játningar. Þýðing úr frummálinu ásamt inngangi og skýringum eftir
Sigurbjöm Einarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík.
Augustinus. 1998. De Genesi contra Manichaeos. Ed. Dorothea Weber. Corpus Scrip-
torum Ecclesiasticorum latinorum XCI. Verlag der Österreichischen Akademie der
Wissenschaften, Wien.
Biblían. Heilög ritning. 1981. Ný útgáfa. Hið íslenska Biblíufélag, Reykjavík.
De Gammeltestamentlige Pseudepigrafer. 1970. 5. hæfte. I oversættelse med indled-
ning og noter ved E. Hammershaimb, Johannes Munck, Bent Noack og Paul
Seidelin. Kobenhavn.
Christie, Agatha. 1991. The Hallowee’n Party. Berkeley Books, New York.
Edda Snorra Sturlusonar. 1984. Heimir Pálsson bjó til prentunar. Mál og menning,
Reykjavík.
Gísla saga Súrssonar. 1943. Vestfirðinga sggur. Islenzk fornrit VI. Bjöm K. Þórólfsson
og Guðni Jónsson gáfu út. Hið íslenzka fomritafélag, Reykjavík.
Gísla saga Súrssonar. 1999. Aðalsteinn Eyþórsson og Bergljót S. Kristjánsdóttir önnuð-
ust útgáfuna. Sígildar sögur 6. Mál og menning, Reykjavík.
PL = Patrologiæ cursus completus. 1855. Series secunda. Ed. J.-P.Migne. Tomus CCX.
Alanus de Insulis. Paris.
Reykjahólabók. 1970. Islandske Helgenlegender II. Udg. Agnete Loth. Editiones Arna-
magnæanæ. Series A, vol. 16. Munksgaard, Kpbenhavn.
14 Sem viðbótarröksemd má hér nefna að Gísli var þrettán ár í útlegð en talan 13 er „Tákn um
dauða og fæðingu, um breytingu og nýja byrjun eftir endalokin" (Cirlot 1993:442; þýð. BSK).
— Sennilega er full þörf á að kanna hvort skýringin á því að ýmsar hetjur í íslendinga sögum
bregða sér hvorki við sár né bana kunni ekki að vera kristin viðhorf á ritunartíma sagnanna.