Gripla - 01.01.2001, Blaðsíða 108
106
GRIPLA
og af honum lærda eg rietta adferd at afskrifa gömul bref. á medal
hvers su regla var at skrifa öll þau ord ur böndunum er vafalaus være,
en hin sem þeir gömlu hafa varierat i, þá at skrifa þau ei fullum stöfum,
nema eg fynde i sama skiale þess exemplum, sem til dæmes Biscop
edur Byscop etc. Liet og lesa saman Apographa vid avtographa. En
þad sem var afgamallt, edur honum þótti þess verdt liet hann punctuel
riett og med sömu pictura stafanna epterskrifa, sem til dæmes Reyk-
holltz máldaga ...,3
Mörg handrit hefur Ámi látið skrifa fyrir sig án þess að krefjast þess að
skrifaramir skrifuðu táknrétt eða fylgdu útliti forritsins. Einnig eru dæmi um
að hann hafi viljað láta fylgja útliti forrits, án þess að gera kröfu um táknrétta
uppskrift. Ættartöluhandritið AM 254 fol er dæmi um slíkt, en á seðli, sem
fylgir því, stendur með m.a. með hendi Áma:
tðlumar og bokftafina framanviö liöuna, eins og hier
arstölen einkum riett. tmð allt. ...
fkrifa |w) a fpatium fem á fpatium er, \>ad i textanuw fem þar er.
Jmo allt allteins, íafnvel þott ei fkilieft.14
Ástæða þess að Ámi hefur látið nægja að fá hverja blaðsíðu nákvæmlega eins
og í forritinu án þess að biðja um táknrétta uppskrift er trúlega sú að um sam-
tímarit hefur verið að ræða, sem Jón Ólafsson á Rauðasandi hafði skrifað 1681
(KatAM 1:234). í þessu samhengi má benda á seðil með hendi Áma sem fylgir
AM 457 4to, en á honum stendur:
Þeffe Eieils Saga Skallagrimsfonar kom til min 1727. fra Magnufe
Einarsfyne á Vatzhome. Er af honum rituð epter henði S1 Jons Erlenðz-
fonar i Villingahollte, i bok Jons Hakonarfonar, þeirre in folio, fem
fyrrum hefur átt Mag. Brymolfur, og gefeö Helgu Magnufföottur i
Bræöratungu.
Skallamer, fem hier eru, eru eins (öfkrifaöer) i bok Jons Hakonarfonar.
Literaturam S1 Jons hefur Magnus eige bunöeð fig viö, nema i vifun-
13 Ámi kallaði ekki einungis fombréfauppskriftir apógröf heldur einnig uppskriftir bóka, t.d. kem-
ur fram á seðli sem fylgir AM 636 4to að hann kallar táknrétta uppskrift Eyjólfs Bjömssonar
apographum: „i þeffu minu apographo". Ámi hefur sennilega notað orðið í upphaflegu merk-
ingunni: ‘eftirrit’. Nákvæm uppskrift Reykjaholtsmáldaga er m.a. í AM dipl isl apogr 4278.
14 Prentað í Arni Magnússons levned og skrifrer II (sjá Ámi Magnússon 1930:149).