Gripla - 01.01.2001, Blaðsíða 55
LIST OG TVÍSÆI f SNORRA EDDU
53
III
Nú er tímabært að víkja aftur beint að Snorra Eddu. Verkið er kennslubók, en
þar er beitt brögðum frásagnarlistar og skáldskapar, þegar þeim verður við
komið. Kennarinn Snorri tekur sögumanninn og skáldið Snorra í þjónustu
sína, en lætur þær raddir þó ekki hljóma í öllu verkinu. Formálinn er fræðandi
og röklegur texti, og talsverður hluti Skáldskaparmála og skýringar við
Háttatal eru með sama rithætti. Gylfaginning og hluti Skáldskaparmála og
kvæðið Háttatal sjálft eru skrifuð með öðrum háttum, bundnum og óbundnum.
Augljóst er að Háttatal og annað bundið mál í Snorra Eddu tilheyrir öðrum
bókmenntagreinum en lausa málið. Þessir textar eru dæmi í verkinu, hvort
sem um nýkveðinn skáldskap er að ræða (Háttatal) eða fom fræði (eddukvæði
og dróttkvæði), og verður hér ekki um þá fjallað. Lausu máli verksins má hins
vegar skipta í þrjár bókmenntagreinar eftir rithætti: 1) fræðandi (didaktískan)
texta í formála, hluta Skáldskaparmála og skýringum við Háttatal, 2) sögur og
önnur fom fræði lögð ásum í munn, og 3) skáldaðar kynjasögur (fantastíska
frásögn) sem Snorri hefur samið sjálfur, þ.e. rammafrásagnir Gylfaginningar
og Skáldskaparmála.27 Mörkin em vitaskuld óskýr milli þeirra goðsagna í
lausu máli, sem Snorri hefur sjálfur fært í stílinn, og rammafrásagnarinnar.
Ætla má þó að Snorri og þeir samtímamenn hans sem best skildu hvað hann
var að gera hafi gert skýran greinarmun á sögu sem hann hafði sjálfur skáldað
upp frá gmnni og hinum fomu fræðum, þótt þeir hafí ekki talið þau sönn á
sama hátt og hin kristnu fræði eða frásögn af því sem þeir höfðu sjálfir reynt
og lifað.28
27 í grein sinni „Snorris Edda as narrative," Snorri Sturluson. Beitráge zu Werk und Rezeption,
9-21, ræðir Margaret Clunies Ross um tvo aðalhætti (basic modes) í Snorra Eddu, sem hún
nefnir ‘narrative’ og 'analytical’ eða frásagnarhátt og greinandi eða rökræðuhátt. Sá greinar-
munur sem hér er gerður milli hátta er nokkuð annar. I hinum fræðandi hætti getur auk grein-
ingar verið frásögn með sagnfræðilegu yftrbragði eins og í formálanum og fáeinum köflum í
Skáldskaparmálum. Frásögn er því hluti allra þeirra þriggja tegunda lausamáls sem hér eru
gerðar að umræðuefni. Edith Marold hefur bent á (1998, 136-137) að í rammafrásögninni
blandist saman tvenns konar samtalsform, samtal kennslubóka þar sem einhver spyr um það
sem hann veit ekki, og samtal fræðslukvæða eins og Vafþrúðnismála þar sem menn þurfa að
vita til að geta spurt, sbr. lokaorð Hás í 41. kap. Gylfaginningar. Þetta er auðvitað rétt og sýnir
að Snorri hefur tvenns konar fyrirmyndir að rammafrásögninni en hefur ekki áhrif á eðli
hennar sem kynjasagnar.
28 Margaret Clunies Ross hefur tjáð viðhorf til sannleiksgildis eða merkingar goðsagnanna í
Eddu sem auðvelt er að taka undir: „Now it is true that in a society of believers, individuals or
groups may espouse variable sets of beliefs at a particular point in time. Nevertheless, they
usually agree to distinguish mythical truth (normally equated with religious truth) from what