Gripla - 01.01.2001, Blaðsíða 142
140
GRIPLA
(3.) Hinum, síra Halldóri á Breiðabólstað, Jóni lögmanni máske Jóni
Benediktssyni, inn í bréfinu og miklu styttri
4. líka Markúsi.40
Fréttaseðlar Jóns voru þakksamlega þegnir, um það vitna til að mynda orð Jóns
Benediktssonar í Rauðaskriðu sem í bréfi 15. sept. 1768 segir um aðstöðu nafna
síns til fréttaskrifa í Kaupmannahöfn „þú hefur eins og býflugumar so mörg
blómstur að sjúga hunang af sem ei spretta í þessu kalda Norðurlandi."41 Og til
þess að íslenskir lærdóms- og embættismenn sætu við sama borð og hinir lærðu
úti í veröldinni hamaðist Jón Olafsson við að skrifa upp tíðindi úr öllum álfum.
Úr Kaupmannahöfn skrifaði hann um skattaálögur, fororðningar og mannfjölda,
um ferðir og hátíðir kóngafólksins, til að mynda um reisu kóngsins til Oxford
háskóla árið 1763 sem kostaði 100000 sterlingspund.42 Hann skrásetti nýút-
komnar bækur og skrifaði meðal annars niður fyrirlesara við Kaupmannahafnar-
háskóla 1776-1777; þá hélt Colbjömsen prófessor í lögspeki fyrirlestra um
hvemig laganám væri best stundað, Schlegel prófessor í sögu og landafræði las
fyrir um sögu alheimsins og föðurlandsins, og Wadskjær prófessor í „veltalen-
heden og poesien“ las um rómverska fomfræði. Neðst á síðu við fyrirlestra-
skrána kvað Jón: „Allra handa lista ljós/ lifir í staðnum Hafnar/ ungra manna og
er það hrós/ af því skynsemd dafnar.“43 Jón skráði komu göglara til Hafnar og
uppsetningu kómedía, ópera og balletta og þýddi þessa klausu úr blaði árið 1764:
Á því kónglega skoðunarplátsi verður þann 28. jan. kl. 5 uppfærð ein
spáný ópera, II gran Tamerlano, eður sá mikli Tamerlan. Til þess er ný
musiqve componeruð af Monsr. Sorti, sem er kóngsins capelmeistari
og eins tvennir ballets. Sá fyrri er Heroiskur Ballet, kallaður Sá hinn
trúlyndi Tyrki, en hinn annar Sá burtstrokni janitskar. Þetta hveru-
tveggja er inventerað og componerað af Balletmeistaranum Monsr.
Sacco. En kverin sem eru útlögð af þessum opera, fást hjá kasseranum
Monsr. Thede, stykkið fyrir 2 mark.44
40 AM 997 4to I, bl. 118v. — Mennimir em: Ámi Þórarinsson stúdent, síðar Hólabiskup, Gísli
Magnússon Hólabiskup, Ormur Bjamason prófastur á Mel í Miðfirði, séra Halldór Hallsson á
Breiðabólstað í Vesturhópi, Jón Ólafsson varalögmaður, Jón Benediktsson sýslumaður í
Rauðaskriðu og Markús Snæbjamarson prestur í Flatey.
41 AM 995 4to I, bl. 230v.
42 AM 997 4to I, bl. 27r.
43 AM 997 4to III, bl. 353v-354r.
44 AM 997 4to I, bl. 69.