Gripla - 01.01.2001, Blaðsíða 80
78
GRIPLA
Hrauðungur konungur átti tvo sonu; hét annar Agnar, en annar Geir-
röður. Agnar var tíu vetra, en Geirröður átta vetra. Þeir réru tveir á báti
með dorgar sínar að smáfiski. Vindur rak þá í haf út. I náttmyrkri brutu
þeir við land og gengu upp, fundu kotbónda einn. Þar voru þeir um
veturinn. Kerling fóstraði Agnar, en karl Geirröð. Að vori fékk karl
þeim skip. En er þau kerling leiddu þá til strandar, þá mælti karl ein-
mæli við Geirröð (125).
I þessari frásögn vekur sögumaður engan grun hjá áheyrendum um að rás at-
burða sé ekki fullkomlega eðlileg: Vindur getur skollið á hvenær sem er, bát-
inn með strákana rekur fram í myrkur, þeir vita ekki hvar þeir lenda, ekkert
undarlegt við það þótt þeir finni kotbónda og svo sjálfsagt að kotbóndi sá eigi
kerlingu, að það þarf ekki að nefna sérstaklega. Ekkert er sagt frá veturvist
strákanna hjá karli og kerlingu og ekki minnst á að þau hafi spurt þá að heiti
eða hvaðan þeir komi. En að vori þegar þau fylgja þeim til strandar ‘þá mælti
karl einmæli við Geirröð’. Þar með vekur sögumaður forvitni áheyranda sem
fer að gruna að eitthvað búi undir, enda kemur það bráðlega í ljós:
Þeir fengu byr og komu til stöðva föðurs síns. Geirröður var fram í
skipi; hann hljóp upp á land, en hratt út skipinu og mælti: ‘Farðu þar er
smyl hafi þig! ’ Skipið rak út, en Geirröður gekk *upp til bæjar. Honum
var vel fagnað; þá var faðir hans andaður. Var þá Geirröður til konungs
tekinn og varð maður ágætur (125).
Sögumaður ætlar áheyrendum sínum að skilja að þetta hafi verið ráð kotkarls-
ins og hann hafi ekki verið allur þar sem hann var séður, en nefnir ekki beint
hver þau karl og kerling voru, heldur lætur hannn áheyrendum eftir að ráða
það af framhaldi sögunnar:
Oðinn og Frigg sátu í Hliðskjálfu og sá um heima alla. Óðinn mælti:
‘Sér þú Agnar fóstra þinn, hvar hann elur böm við gýgi í hellinum. En
Geirröður fóstri minn er konungur og situr nú að landi.’ Frigg segir:
‘Hann er matníðingur sá, að hann kvelur gesti sína ef honum þikkja of
margir koma.’ Óðinn segir að það er hin mesta lygi. Þau veðja um
þetta mál (125).
I Bæjarbók, þar sem segir að karl fóstraði Geirröð, er þessi viðbót: ‘og
kenndi honum ráð’ (Sæmundar Edda:15). Þama hefur eftirritari fallið í þá