Gripla - 01.01.2001, Blaðsíða 74
72
GRIPLA
brott úr búðinni, en Hárekur var eftir. Og litlu síðar kemur Sigurður
utan að tjaldskörum og mælti: ‘Hárekur frændi,’ sagði hann; ‘seldu mér
sjóðinn skjótt, þann er silfrið er í, það er við ætluðum til hringskaups-
ins, þvíað nú er samið kaupið, en þú bíð hér meðan og gæt hér búðar-
innar. Nú fær hann honum silfrið út í gegnum tjaldskarimar. Nú litlu
síðar kemur Sigurður í búðina til bróður síns og mælti: ‘Tak þú nú silfr-
ið; nú er samið kaupið.’ Hann svarar: ‘Ég fékk þér silfrið skömmu.’
‘Nei,’ segir Sigurður; ‘ég hefi ekki á því tekið.’ Nú þræta þeir um
þetta. Eftir það segja þeir konungi til. Konungur skilur nú, og aðrir
menn, að þeir eru stolnir fénu (57-58).
Hér skilur sögumaður áheyrendur eftir án nokkurrar vísbendingar um hver
það var sem stal silfrinu. Ef við stönsum hér og tökum þátt í leiknum með
sögumanninum og setjum okkur í spor þeirra sem hvorki hafa lesið þessa sögu
fyrr né heyrt hana lesna mundum við líklega helst gruna Sigurð sjálfan eða
Hólmgeir auðga. Ef Sigurður var þjófurinn hefði hann varla fallist á að leggja
málið fyrir konung. Hólmgeir er líklegri, hann veit að þeir bræður hafa safnað
silfri daginn áður og auðvitað gat hann fylgst með hvenær Sigurður yfirgæfi
tjaldið. Við tökum einnig eftir því að hann hafði talað við Sigurð og gat þess
vegna hermt eftir honum. Hverjir aðrir gátu vitað um þessi fyrirhuguðu hring-
kaup bræðranna? Silfur hafa þeir væntanlega fengið að láni hjá félögum sínum
og ef til vill sagt þeim til hvers það var ætlað, en enginn þeirra er nefndur í
sögunni og augljóst að sögumaður hefur ekki ætlast til að neinn þeirra væri
grunaður. Hins vegar skilur hann áheyrendum eftir eina smugu. Þar sem hann
nefnir bræðuma til sögunnar segir hann að þeir ‘gengu um kaupstaðinn jafnan
og vildu kaupa sér gullhring þann er bestan fengu þeir og mestan’ (57). Auð-
vitað gat verið að einhver veitti þessu athygli og sæi þama veiðivon. Gátan er
enn sem komið er óráðin og ekki um annað að gera en lesa áfram og sjá til
hvort lausnin finnist:
‘Nú Ieggur konungur farbann, svo að engi skip skulu sigla burt svo búið’
(58). Og þá kemur Þrándur til sögunnar, býðst til að frnna ráð til að menn losni
af markaðnum, en ráðið var ekki ókeypis. Leggur síðan til á þingi daginn eftir
að allir þeir sem þar voru staddir skyldu skjóta saman til að bæta bræðrunum
skaðann. Þetta var gert og gekk af mikið fé, og fékk Þrándur fjórðung þess fjár
fyrir þetta ráð sitt, en auk þess fékk hann, samkvæmt sögunni, frá hverjum
Norðmanni sem var á markaðnum eyri silfurs að launum fyrir að ftnna ráð til
þess að þeir losnuðu þaðan. En fé það sem hann fékk á markaðnum segir sag-
an að var svo mikið, að trautt kom markatali á. Þar með vaknar sá grunur að