Gripla - 01.01.2001, Page 163
HVAÐ Á BOLINN AÐ HEITA?
161
Beli Gellir Rosti Ýlir9
Garri Glanni Skelftr Þrymur
Gaur Gramur Snerrir
Gámur Hrani Vargur
Hamre (1939) getur þess að algengasti flokkur íslenskra hestanafna, að
litamöfnum frátöldum, séu nöfn sem vísa til reiðhestseiginleika. Þegar ég var
að velta fyrir mér flokkun nautanafnanna, þótti mér því eðlilegt að gera ráð
fyrir flokki nafna sem tengdust hliðstæðum embættisverkum nautanna, þ.e.
nöfnum sem lytu að kynorku þeirra eða frjósemi. Flokkun á smærra úrtaki úr
heildarsafninu benti til að full ástæða væri til þess, þar rakst ég fljótlega á tvö
nöfn, Frævill og Losti, sem einboðið var að skipa í þennan flokk. Þegar ég
síðan fór í gegnum safnið allt kom í ljós að þar var ekki að finna fleiri slík
nöfn svo óyggjandi væri. Þó má hugsanlega tengja fleiri nöfn slíkum hugrenn-
ingum en oft þarf til þess meiri lærdóm en svo að skýringamar teljist líklegar.
Þannig má tengja Frey við frjósemi og jafnvel Fróöa líka, Jarl getur minnt á
Bósa sögu, Hrókur var í fomu máli til í merkingunni ‘getnaðarlimur’ og Grett-
ir sá sem ort er um í Grettisfærslu býr óneitanlega yfir hæfileikum sem hæfðu
kynbótanauti (sbr. Ólafur Halldórsson 1990). Enn langsóttari eru skýringar
byggðar á orðsifjum sem tæpast munu almennt á vitorði þeirra sem stunda
nautgriparækt, s.s. Hnokki, sbr. fe. hnocc ‘getnaðarlimur’ (Asgeir Blöndal
Magnússon 1989:351).
Loks koma nokkur nöfn, tengd almennum skapgerðareinkennum sem tæp-
ast munu talin dæmigerð fyrir naut, s.s. geðprýði, glaðlyndi og jafnvel radd-
fegurð:
Búri Klækur Prúður Vinur
Durgur Latur Spakur Öðlingur
Gáski Ljúfur Tenór
3. Hvers konar nöfn?
3.0 Inngangur
í þessum kafla verður breytt um sjónarhom og nautanöfnin skoðuð án tillits til
hugsanlegra tilefna nafngiftanna. Þess í stað verður athyglinni beint að nöfn-
9 Þetta nafn gæti vitaskuld einnig verið dregið af íslenska mánaðarheitinu.