Gripla - 01.01.2001, Page 11
HINN SEKI TÚLKANDI
9
með þjáningu sinni hefði Kristur að nokkru bætt fyrir yfirsjón Adams í Paradís
og að á dómsdegi gætu menn að nýju haft milliliðalaust samband við guð. En
þangað til gerði hann ráð fyrir að menn sætu uppi með erfðasyndina og merk-
ingaröngþveitið sem henni fylgdi (Augustinus:1955:13. XV).
Ágústínus leit raunar ekki svo á að túlkunarvandinn hefði orðið til eftir að
hinir fyrstu menn hrökkluðust úr Paradís; túlkun var að hans viti hluti af sköp-
unarverkinu og hin fyrsta synd framin af því að Eva mistúlkaði orð guðs. En
hann var sannfærður um að með syndafallinu — og síðar Babelstuminum,
„tákni ofdrambsins“ (Augustinus 1962a:2. IV, 5.) sem leiddi til tvístrunar merk-
ingarinnar — hefði öll túlkun orðið mönnum erfiði.6 Þeir nutu ekki leiðsagnar
drottins við að læra mál eins og forðum í Paradís heldur urðu þeir að nema
það einir og óstuddir. Þeir þurftu og að glíma við endalausan merkingarmun
og torræðni. Við það bættist að táknin sem þeir skyldu styðjast við voru ekki
síst viðsjárverð að því leyti sem þau voru staðfesting syndarínnar og vitnis-
burður um að guð var fjær manninum en fyrr.
Ágústínus taldi með öðrum orðum — eins og póstmódemistar síðar meir
— að tákn settu bæði tilvist manna og þekkingu takmörk. Enda þótt hann
segði að örðugt væri að komast hjá því að vera oflátungsfullur „í þekkingu á
táknum" vantreysti hann bókstafnum og sérhverju birtingarformi tákna eins og
margir aðrir kristnir hugsuðir (Augustinus 1962a:2. XIII, 20.). Það vitnaði t.d.
að hans viti um þrælkun holdsins ef menn tignuðu tákn, sjálfra þeirra vegna, í
stað þess að nota þau um fyrirbærið sem þau táknuðu (Augustinus 1962a:3.
VII, 11.). I Játningum sínum fjallar hann um hve djúp áhrif það hafi haft á
hann er lærifaðir hans Ambrósíus biskup vitnaði hvað eftir annað í orð Páls
postula „bókstafurinn deyðir en andinn lífgar“ (2. Kor. 3.6) „eins og ...
meginreglu" (Ágústínus 1962b:6. IV). Sjálfur vitnar hann síðar til sömu orða
og er þá sannfærður um að sú hætta voft jafnan yfir að menn leggi bókstaf-
legan skilning í texta þegar það á ekki við og öfugt (1962a:3. V, 9.). Hlutur
Ágústínusar að þeirri kenningu að skilja megi ritninguna og aðrar bókmenntir
fems konar skilningi, þ.e. bókstaflegum, siðrænum, allegórískum og anagóg-
ískum er enda umtalsverður.
Þær kenningar Ágústínusar sem hér hafa verið raktar, áþekkar hugmyndir
annarra kirkjufeðra og útleggingar þeirra á sköpunarsögunni gengu í arf til
skólaðra manna á miðöldum. Sannfærandi rök hafa verið leidd að því að ýms-
ar áhyggjur þeirra, t.d. af margræðni tákna og örlögum munnlegrar hefðar, hafi
orðið til þess að frásögnin af syndafallinu var felld inn í mýtu um tungumálið
6 A Iatínu hljóða orð Agústínusar svo: „superbiae signum".