Gripla - 01.01.2001, Blaðsíða 45
LIST OG TVÍSÆI í SNORRA EDDU
43
aukum og flúri. Og sum húsin eru öll nýleg, og stinga stundum dálítið
í stúf við eldri byggingamar.4
Þótt Sigurður Nordal sé engan veginn laus við rómantískar eða þjóðemis-
kenndar hugmyndir um sjálfstæði Snorra og frumleika verka hans er rit hans
stórt skref í átt til nútímans og heldur enn gildi sínu.
Eugen Mogk birti ritgerð um Snorra Eddu árið 1923 og telur þar, eins og
Sigurður Nordal, að Snorri hafí farið mjög frjálslega með heimildir sínar, búið
til orsakatengsl og skapað nýtt efni. Hann gerir mun minna úr heimildargildi
Snorra Eddu en fyrri fræðimenn og telur að ekki sé hægt að nota framsetningu
Snorra til að túlka eldri heimildir. Mogk lítur á frásagnir Snorra af goðum í
Eddu og Ynglinga sögu sem hluta af bókmenntaþróun þrettándu aldar, nýja
bókmenntagrein.5
Áður var vikið að afturhvarfi Kuhns til fyrri viðhorfa, en árið 1950 birti
Walter Baetke ritgerð um goðafræði Snorra Eddu sem að maklegleikum hefur
haft mikil áhrif.6 Hann leggur áherslu á að goðafræðin í Gylfaginningu hafi til-
gang í sjálfri sér en sé ekki eingöngu tekin saman til að þjóna skáldskapar-
fræðinni. Hann hafnar því með öllu að Snorri hafi lagt nokkum trúnað á goð-
sögumar og tekur undir þá skoðun að í formálanum sé að finna heimspekilega
og guðfræðilega skýringu goðsagnanna, sem sé þá að þær séu sprottnar af því
sem kalla mætti „náttúruleg trúarbrögð“.7 Eins og hann bendir á, og raunar var
að miklu leyti komið fram áður, m.a. hjá Heusler, er hægt að finna flestar hug-
myndir formálans í erlendum ritum. Á síðustu áratugum má heita að hliðstæð-
ur hafi verið fundnar við hvaðeina, og gera fræðimenn þá oft ráð fyrir að
Snorri hafi verið mjög lærður og nákominn hugmyndaheimi guðfræðinga og
heimspekinga á meginlandinu, en dá hann fyrir fordómaleysið og hve snjall
hann sé að fela lærdóm sinn.8 Þessu viðhorfi hefur Klaus von See andæft af
4 Sigurður Nordal, Snorri Sturluson (Reykjavík 1920), 124.
5 Sjá Novellistisclie Darstellung mythologischer Stojfe Snorris und seiner Schule. FF Communi-
cations 51 (Helsinki 1923); og Zur Bewertung der Snorra-Edda als religionsgeschichtliche
und mythologische Quelle des nordgermanischen Heidentums. Berichte iiber die Verhand-
lungen der sachsischen Akademie der Wissenschaften zu Leipzig. Phil.-hist. KI. 84:2. Leipzig
1932.
6 Die Götterlehre der Snorra-Edda. Berichte iiber die Verhandlungen der sachsischen Akademie
der Wissenschaften zu Leipzig. Phil.-hist. Kl. 97:3 (Berlin 1950).
7 Sjá t.d. 49 o. áfr.
8 Sjá einkum Ursula og Peter Dronke, „The Prologue of the Prose Edda: Explorations of a Latin
Background,“ Sjötíu ritgerðir hclgaðar Jakobi Benediktssyni 20.júlí 1977 (Reykjavík 1977),
153-176, Gerd Wolfgang Weber, „Edda, Jungere," Reallexikon der Germanischen