Gripla - 01.01.2001, Blaðsíða 109
LEIÐBEININGAR ÁRNA MAGNÚSSONAR
107
um, og gillöer þaö eins: þvi Sr Jons orthographia er ecki merkeleg i
bokinne.15
Seðillinn bendir sterklega til að Áma hafi ekki þótt ástæða til að skrifa táknrétt
eftir 17. aldar handritum.
Á hinn bóginn er greinilegt að Ámi lét Eyjólf skrifa upp táknrétt þau mið-
aldahandrit sem hann gerði sér enga von um að fá til eignar (sjá Ólafur Hall-
dórsson 1994:53). Annars vegar er um að ræða tvær bækur úr Háskólabóka-
safninu og hins vegar Maríu sögu handritið stóra úr Hruna og Skarðsbók
postulasagna, sem hefur ekki verið föl að þessu sinni, þótt hún hafi verið það
ríflega 100 ámm síðar (sjá Ólafur Halldórsson 1966:20). Sama gildir um Maríu
sögu handritið sem Magnús Einarsson skrifaði fyrirÁma veturinn 1712-1713
(AM private:\15-\16). Uppskrift Magnúsar er táknrétt og er varðveitt í AM
633 4to. Ólafur Halldórsson telur að forrit Maríu sögu hafi ekki verið yngra en
frá um 1300 (1994:52-53, 55). Ágústínusar saga í AM 648 4to, sem Magnús
Einarsson skrifaði einnig fyrir Áma, er og táknrétt. Þar sem Ámi átti forrit þess
verður að telja þessa uppskrift undantekningu frá fyrmefndri reglu. Forrit 648
er AM 234 fol frá um 1340 (KatAM 11:53, CWP:436), en Ámi eignaðist þetta
helgisagnahandrit 1699 (Már Jónsson 1998:168-169). Magnús hefur líklega
verið fæddur um 1688, svo að varla hefur hann hafið skriftir fyrirÁma fyrr en
á Skálholtsárum þeirra beggja eftir 1703 (Páll Eggert Ólason 1950:415), en
hæpið er að hann hafi skrifað mikið fyrir Áma svo ungur. Áðumefnd eyðufyll-
ing í AM 401 4to er einnig undantekning en hún var gerð eftir AM 394 4to.
Ámi lét ekki nægja að láta skrifara sína skrifa nákvæmlega upp eftir forrit-
um, heldur vildi hann líka fara yfir uppskriftimar og bera saman við forrit (sjá
Jón Ólafsson 1930b:54), sbr. þessi orð um Lilju á seðli milli 11. og 12. bl. í
AM 622 4to: „þe/Ta liliu hefi eg fialfr uppfkrifaö, vantar aö conferera“; sjá
einnig athugun hans á AM 401 4to (Stefán Karlsson 1983:ciii—civ og bls. 111
hér á eftir). Hann hafði hins vegar í mörg hom að líta og það er af og frá að
honum hafi unnist tími til að bera allar uppskriftir sem gerðar voru á hans
vegum saman við forrit, t.d. ekki uppskriftir Eyjólfs Bjömssonar og Magnúsar
Einarssonar sem hér hafa verið til umfjöllunar.
15 Handritið er skrifað með nýgotneskri léttiskrift (fljótaskrift) nema vísumar, sem em með vand-
aðri settaskrift. Ekki er gott að dæma um hvort Magnús hefur fylgt stafsetningu Jóns Erlends-
sonar, nema hvað vísumar em sennilega táknréttar eftir forriti. Magnús skrifaði fleiri sögur eftir
þessu sama handriti (Hálfdanar sögu Brönufóstra í AM 297 a 4to og Kjalnesinga sögu í AM
492 4to) og skrifaði þá með settaskrift og er í því tilviki síst auðveldara að dæma um hversu vel
hann fylgir stafsetningu Jóns. Þessi klausa er prentuð í handritaskrá Ámasafns (KatAM 1:648).