Gripla - 01.01.2001, Blaðsíða 216
214
GRIPLA
starf almennt, heldur en sérfræðirit unnin án tilsagnar, þótt varin séu. Um þetta
atriði vil ég þó ekki deila við Einar.
Honum verður ennfremur tíðrætt um „vísindalega þjálfun" þeirra er leggja
stund á doktorsnám við heimspekideild og er ekki laust við að þar sé broddur
sem ætlaður er öðrum en mér. Ég vil hinsvegar nota tækifærið og þakka öllu
því ágæta fólki sem hefur kennt mér og leiðbeint á stigum fræðanna við Há-
skóla íslands til þessa.1
Eins og fram hefur komið átti Einar G. Pétursson sæti í doktorsnefnd þeirri
sem mér var skipuð til ráðuneytis árið 1996. Með honum í nefndinni voru þeir
dr. Vésteinn Olason (sem síðar varð formaður dómnefndar) og dr. Jón Hnefill
Aðalsteinsson, aðalleiðbeinandi rninn. Er skemmst frá því að segja að Einar
setti sig frá upphafi í hlutverk dómnefndarmanns og andmælanda en ekki í það
leiðbeinandahlutverk sem honum var þó ætlað. Hann skrifaði ófáar greinar-
gerðir í löngu máli um skoðun sína á ýmsum atriðum ritgerðarinnar og gerði
margvíslegar athugasemdir. Lutu þær flestar að textafræði og strangri kröfu um
frumrannsóknir heimilda. Svo langt gekk sú krafa, að atriði sem höfðu ekkert
að gera með efnistök ritgerðarinnar urðu honum tilefni til þess að krefjast frum-
rannsóknar. Eitt dæmi af mörgum, er vísan „Margur fer sá eldinn í“ sem vitn-
að var til í upphafi inngangs (ÓÞ 2000:13) og gerð er grein fyrir í neðanmáls-
grein á sömu blaðsíðu, þar eð hún hefur birst víða. Vísan er sett fram sam-
hengisins vegna, og sem nokkurskonar augnakonfekt fyrir lesendur. Einar taldi
ástæðu til þess að fara í frumrannsókn á handritun vísunnar. Slík rannsókn —
þó að ágæt geti verið í sjálfu sér — átti ekkert erindi inn í verk mitt, þar eð
vísnagerð sautjándu aldar var þar ekki til umfjöllunar. Fjölmörg dæmi af þessu
tagi voru borin á borð doktorsnefndarinnar, og var afstaða tekin til þeirra allra.
Sumt voru ágætar ábendingar sem farið var eftir, annað þótti óþarft og var því
hafnað. Það væri að æra óstöðugan að ætla að gera hér grein fyrir öllum þeim
sparðatíningi — en sannleikurinn er sá að allar athugasemdir Einars voru tekn-
ar til athugunar af doktorsnefnd og doktorsefni, ýmsar þeirra voru ennfremur
teknar til greina að því marki sem rannsóknamálgun verksins leyfði. Hitt er
jafn ljóst að í ákveðnum atriðum varð Einar undir í nefndinni.
1 Til fróðleiks má geta þess fólks hér (í tímaröð): Bjami Guðnason, Hreinn Benediktsson,
Sveinn Skorri Höskuldsson, Ólafur Jónsson, Baldur Jónsson, Njörður P. Njarðvík, Silja Aðal-
steinsdóttir, Kristján Amason, Höskuldur Þráinsson, VésU inn Ólason, Páll Skúlason, Mikael
Karlsson, VilhjálmurÁmason, Þorsteinn Gylfasön. Amór Hannibalsson, Dagný Kristjánsdótt-
ir, Helga Kress, Ástráður Eysteinsson, Davíð Erlingsson, Hallfreður Öm Eiríksson, Jónas
Kristjánsson, Jón Hnefill Aðalsteinsson og Matthías Viðar Sæmundsson auk þeirra Sverris
Tómassonar og Einars G. Péturssonar. Sömuleiðis er vert að nefna leiðbeinendur mína við
Hafnarháskóla: Birgitte Rorbye, Michael Chesnutt, Gustav Henningsen og Bengt Johnson.