Gripla - 01.01.2001, Blaðsíða 85
SAGAN HANDAN SÖGUNNAR
83
fyrir þetta fór Án í herförina; ef hann hefði gengið á land með hemum hefði
hann orðið að berjast við hlið bróður síns, og gat konungur þá látið drepa þá
báða og þykjast hefna bræðra sinna, en Án varð einnig að koma í veg fyrir að
Þórir yrði banamaður þeirra. Hann tók því þann kost að skjóta að þeim úr
launsátri. Þar með bjargaði Án bróður sínum, en síðar fór hann offari í við-
skiptum sínum við konung, sem varð til þess að Ingjaldur drap Þóri þegn.
Þama hefur höfundur Áns sögu vísvitandi beitt þeirri frásagnartækni að
segja söguna einungis til hálfs, en láta öðrum eftir að ráða í hvað það var sem
hann hafði látið ósagt. Hann fær áheyrendum sínum megindrætti sögunnar og
þar með efni til umhugsunar og umræðu sem ef til vill leiðir til þess að þeir
ljúki sögunni eins og hann hugsaði hana, eða búi til aðra sögu.
5
Við skulum að lokum líta í Jómsvíkinga sögu þá sem er varðveitt í AM 291
4to, skinnbók frá síðari hluta þrettándu aldar, og grípa þar niður sem Pálnatóki
gerir dýrlega veislu í móti Haraldi Gormssyni Danakonungi. Þá var sögunni
þar komið að Pálnatóki var orðinn einn ríkasti maður í Danmörku og mikill
höfðingi. Faðir hans hét Pálnir, en föðurbræður Áki og Fjölnir, sem var frillu-
sonur. Fjölnir var með konungi, en hafði áður komið því til leiðar með rógi
sínum, að Haraldur lét drepa Áka. í sögunni segir að konungur þekktist boð
Pálnatóka og fór til veislunnar með mikið lið:
Og síðan lýstur á illviðri fyrir þeim, og koma þeir of kveldið til búanda
eins, þess er Atli hét, og var hann kallaður Atli hinn svarti. Hann var
maður félítill, og tók hann við konunginum með allri ölværð. Dóttir
hans gekk of beina of kveldið, og hét hún Æsa og var kölluð Saum-
Æsa; hún var mikil kona vexti og drengileg. Konungi leist vel á hana
og mælti við föður hennar: ‘Það er satt að ræða að beini má varla verða
betri en hér er í frammi hafður við oss af þér, búandi, og lætur þú nú
einn hlut verða undan dreginn við oss, og er dóttir þín Æsa og gás
hennar (Jvs291:43).
Og er ekki að orðlengja það að konungur lá hjá Æsu um nóttina, en að morgni
létti veðrinu.
Við lesum þetta eins og hverja aðra fyndna og dálítið grófa frásögn og
sjáum í fyrstu enga ástæðu til að gruna Pálnatóka um neitt annað en að hann