Gripla - 01.01.2001, Blaðsíða 77
SAGAN HANDAN SÖGUNNAR
75
Nú er sögumaður komins svo langt í frásögninni að hann getur búist við að
áheyrendur hans hafi kynnst Þrándi að því marki, að þeir eigi von á að hann
fari að undibúa einhver svikræði við Karl. Og þess er ekki langt að bíða:
Um vorið eftir fékk Þrándur í Götu vanheilsu mikla, hafði augnaþunga
og þó enn kramar aðrar; en þó bjóst hann að fara til þings, sem vandi
hans var. En er hann kom á þingið og búð hans var tjölduð, þá lét hann
tjalda undir svörtum tjöldum innan af, til þess að þá væri síður skíð-
dræpt (148-49).
Enn lætur sögumaður ekkert uppi um hvað Þrándur hafi í hyggju, en gefur þó
í skyn að Leifur gruni hann um græsku og lætur hann þess vegna haga inn-
göngu þeirra Karls í búðina þannig að Þrándur komi engum svikum við. En
þegar Leifur krefur Þránd um skattinn fær hann honum fyrst silfur sem Leifur
hefur þessi orð uin: ‘Það hygg eg, að hver sá peningur er illur er í Norður-
eyjum, að hér muni kominn’ (150). Þrándur kenndi frændum sínum um þessi
svik, kallaði þá ekki meðalmannníðinga, og fékk Leifi annan sjóð, litlu skárri,
sem hann vildi ekki taka konungi til handa. — Og nú heldur sögumaður áfram
með leikinn. Gautur rauði bregður Þrándi um hugleysi: ‘Satt er hið fom-
kveðna: Svo ergist hver sem eldist. Svo er þér og, Þrándur: lætur Karl hinn
mærska reka fé fyrir þér í allan dag’ (150). Þá grípur Þrándur tækifærið og eys
skömmum yfir frændur sína, en fær Leifi þriðja sjóðinn með ágætu silfri. Þá
skilar Þórður lági sínu hlutverki: ‘Eigi hljótu vér meðalorðaskak af honum
Mæra-Karli, og væri hann launa fyrir verður’ (151). Leifur og Karl tóku við
þessu silfri, og bað Leifur Þránd að fá til mann að sjá reislur, en Þrándur bað
Leif að sjá fyrir hans hönd.
Og nú kemur einn listilegasti kafli sögunnar:
Gengu þeir Leifur þá út og skammt frá búðinni; settust þeir þá niður og
reiddu þá silfrið. Karl tók hjálm af höfði sér og hellti þar í silfri því er
vegið var. Þeir sá mann ganga hjá sér og hafði refði í hendi og hött
síðan á höfði, heklu græna, berfættur, knýtt línbrókum að beini. Hann
setti niður refðið í völl og gekk frá og mælti: ‘Sé þú við, Mæra-Karl, að
þér verði eigi mein að refði mínu.’ Litlu síðar kom þar maður hlaup-
andi og kallaði ákaflega á Leif Össurarson, bað hann fara sem skjótast
til búðar Gilla lögsögumanns; — ‘þar hljóp inn um tjaldskarar Sigurð-
ur Þorláksson og hefir særðan búðarmann hans til ólífis.’ Leifur hljóp
þegar upp og gekk á brott til fundar við Gilla; gekk með honum allt