Gripla - 01.01.2001, Blaðsíða 145
LÆRÐUR ÍSLENDINGUR Á TURNI
143
um. Hann skrifaði upp fregnir af þeim lærðu leiðangursmönnum sem Dana-
kóngur sendi til Austurlanda 176151 og greinar um ferðir enskra Norðurpóls-
fara undir stjóm Phips 1773. Hann ritaði uppúr blöðunum fregnir af Jesúítum
og Gyðingum, Tartörum, Kínverjum52 og Prússum, frímúmmm og þeim kola-
graptarmönnum í Newcastle sem ekki vildu erfiða nema fyrir hærri laun
(1765). Hann skrifaði langar lýsingar á Kamtschatka og Kúrilísku eyjunum,
Rio de Janero og dönsku eylöndunum í Vesturindíum. Hann skrifaði upp
greinar um siði Indverja, sumarseturshús, um hörvinnslu og silkigerð, svo og
ritgerðir um óhollustu tóbaks, um jarðepli, einiberdrykk, femisáburð og um
það hvemig kósakkar geyma kom sitt í djúpum gröfum og hleypa hestum yfír.
Hann skrifaði um hve mönnum er nauðsynlegt frískt loft, um lystigarðagerð
og um hvemig gera megi ungar stúlkur iðnar og siðugar.
Víst er að fréttaseðlar Jóns skiptu miklu máli fyrir vitneskju íslendinga um
umheiminn. Tíðindin sem hann skrifaði heim dreifðust um byggðir landsins
frá fjölmennum bændabýlum og prestssetrum og biskupsstólnum Hólum í
Hjaltadal. Ahrifa fréttaseðla hans gætir jafnvel í annálum. Taka mætti dæmi af
utanlandsfréttum við árið 1753 í annál séra Bjöms Halldórssonar í Sauðlauks-
dal þar sem um sumt eru sömu tíðindi með svipuðu orðalagi og í sömu röð og
lesa má í fréttum sem Jón Olafsson skrifaði upp eftir dönsku blöðunum og
ætlaði í bréf sín til Islands. Fréttapistill Jóns er þó mun langorðari en annáll-
inn; Jón segir til að mynda öðruvísi frá afdrifum silfurkvenbúnaðar og ger-
sema sem kona Pingels amtmanns hafði kríað út á Islandi og haft með sér til
Danmerkur og brúkað til að státa með í stórveislum og brúðkaupum í Höfn.
Jón segir að drottningin hafi keypt allan silfurkvenbúnaðinn fyrir 500 ríkisdali
að frú Pingels látinni, en í annálnum segir að silfrið hafí allt gengið á bast og
tvist utan djásnið frá Búðardal sem sé í Kunstsalnum í Höfn.53
Af því sem nú hefír verið tæpt á er óhætt að segja að á sinni tíð hafi Jón
Olafsson verið upplýsinga- eða fréttamiðill. Tíðindin sem hann skrifaði uppúr
Kaupmannahafnarblöðunum og lét íslenska kunningja sína lesa eða sendi á
seðlum til Islands, fræddu þarlenda um háttemi kóngafólksins í útlöndum,
stríð og frið hinna sterku og um furður og framfarir. Nú upplýsa gervihnettir
51 AM9944to,bl. 120r. Viðárið 1764 ÍAM 997 4to, bl. 132v-133r segir frá sorglegum afdrifum
flestra leiðangursmanna. Thorkild Hansen skrifaði hugþekka bók um ferðalagið, Det lykkelige
Arabien, fyrst útg. Kh. 1962 — síðar kom út veglegt rit um leiðangurinn: Den Arabiske Rejse
1761-1767. En dansk ekspedition set i videnskabshistorisk perspektiv. Red. Stig T. Rasmus-
sen. 1. udg. Kbh. 1990, 2. udg. Kbh. 1997.
52 T.d. við árið 1763: 70000 Kínverjar urðu umventir til kristni (AM 997 4to, bl. 26r).
53 AM 994 4to II, bl. 12v og 15v; Annálar 1400-1800 VI, bls. 436.