19. júní - 19.06.2010, Side 13
Lilja4ever og hef jafnframt lesið bókina Puhdistus eftir finnsku
skáldkonuna Sofi Oksanen sem hlaut Bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs fyrir stuttu þar sem fjallað er um þessi mál.
Fyrir nokkrum árum hefði ég talið að þær aðstæður, sem þar
er lýst, væru nær óhugsandi hér á landi en núna spyr ég mig
að því hvort þetta geti ekki einmitt verið hér eins og annars
staðar.“
Ragna segist finna fyrir mikilli ábyrgð gagnvart þessum
málaflokki. „Mér finnst þetta mjög óhugnanlegt og tek þetta
alvarlega,“ segir hún.
Varð feimin á Alþingi
En þá er ekki úr vegi að snúa sér að örlítið léttari málefnum
og spyrja Rögnu hvort henni hafi fundist skrýtið að setjast allt í
einu á Alþingi.
„Já, það var skrýtið. Ég byrjaði starfsferil minn á skrifstofu
Alþingis og vann þar í fjögur ár en fór þá að vinna á skrifstofu
Norðurlandaráðs. Þegar ég settist í fyrsta skiptið inn í þingsal í
ráðherrasæti þá fannst mér það óraunveruleg upplifun og varð
hálffeimin. Ég ber mikla virðingu fyrir þinginu og fann til smæðar
minnar. Þetta var því algjör kúvending á mínu lífi,“ segir hún.
„Starfið er áhugavert, stundum skemmtilegt en stundum líka
erfitt. Ég er þó í þessu starfi til að sinna ákveðinni skyldu og
geri það með glöðu geði. Ef ég fer að vorkenna mér hugsa
ég til ömmu minnar og afa og annarra forfeðra sem þurftu að
berjast fyrir lífinu og hafa mikið fyrir því. Ég sæki styrk í það
sem þau kenndu mér. Það er gríðarlega mikil ábyrgð sem fylgir
þessu embætti og það eru erfiðir tímar. Þar sem ég er ekki í
stjórnmálaflokki veit ég ekki alltaf hvaða boðleiðir ég á að fara
og oftar en ekki verð ég að stóla á eigið hyggjuvit. Ég er mjög
trúuð og það veitir mér líka styrk.“
-Þú hefur þá ekki viljað fara aðra leið í námi og velja
guðfræðina?
„Nei, það datt mér aldrei í hug. Ég ætlaði í íslenskunám og
verða kennari en þá urðu verkföll í stéttinni og ég valdi frekar
lögfræði. Hins vegar lofaði ég mér því að ef ég félli þá færi ég
yfir í íslenskuna.“
Opinber persóna
Ragna hefur starfað með tveimur ráðherrum í dómsmála-
ráðuneytinu, þeim Sólveigu Pétursdóttur og Birni Bjarnasyni.
Þegar hún er spurð hvort breytingar hafi orðið í hennar tíð af því
að hún er ópólitísk segist hún varla getað svarað því. „Það eru
mörg mál hér sem eru unnin eftir samstarfsyfirlýsingu flokkanna.
Starfsfólk ráðuneyta þarf að vera sveigjanlegt gagnvart nýjum
stjórnendum. Ráðherra getur ekki sagt embættismönnum
ríkisins að vera liðsmenn sínir í pólitík en þeir þurfa samt að vera
tilbúnir til breytinga og fylgja stefnu hans.“
Um leið og Ragna varð ráðherra varð hún um leið opinber
persóna. Hún þarf reyndar að hugsa sig um þegar blaðamaður
spyr hvort einkalífið hafi breyst. „Ég nota þann tíma sem ég
hef með fjölskyldunni betur en áður,“ svarar hún. „Ég hef alltaf
unnið mikið og verið annars hugar út af vinnunni. Fjölskyldan
er vön því en vissulega er það breyting þegar
maður verður allt í einu opinber persóna. Ég er
feimin að eðlisfari en hef frá unglingsaldri reynt
að vinna bug á því,“ segir Ragna en hún er mikill
lestrarhestur og las allt sem hún komst yfir sem
barn og unglingur. „Mamma hafði eiginlega
áhyggjur af mér út af þessu,“ segir hún en fáir
vita að hún er líka mikil veiðikona og fer helst í
silungsveiði þótt hún renni einnig fyrir lax.
Veiðikonan
„Ég hlakka mikið til að fara í Laxárdalinn í veiði
og einnig í Mývatnssveitina. Í fyrra þurfti ég að
hætta við nokkra túra vegna anna,“ útskýrir
Ragna. Eiginmaðurinn, Magnús Jón Björnsson
tannlæknir, er einnig veiðiáhugamaður. Þau
hjónin stunda þetta áhugamál saman og dætur
þeirra tvær, Brynhildur 16 ára og Agnes Guðrún
10 ára, fara gjarnan með eftir að þær eltust.
„Faðir minn, Árni Björn Jónasson, er mikill stangveiðimaður og
var alltaf að reyna að draga mig í veiði hér áður fyrr. Eftir að ég
gifti mig áttaði ég mig á því að þeir tengdafeðgar fóru ansi oft
saman í veiðiferðir og ég sat eftir heima. Ég fór því á námskeið
og lærði að kasta flugu. Síðan keypti ég flottar vöðlur og var til
í slaginn. Upp frá því hefur þetta verið mitt aðaláhugamál og
ég á uppstoppaðan sex punda urriða á stofuveggnum sem ég
veiddi,“ segir Ragna stolt. Hún kann vel að meta náttúruna.
Fjölskyldan á sér athvarf á gömlum bóndabæ í Landbroti við
Kirkjubæjarklaustur en þar voru tengdaforeldrar Rögnu með
skógrækt. Þangað fer hún oft til að slappa af í rólegheitum með
fjölskyldunni.
Formleg og öguð
stjórnsýsla
Ragna segist hafa marga
og góða ráðgjafa í kringum
sig. Hún segir algjört
lykilatriði í starfinu að hafa
hæft fólk. „Ekki spillir ef
það er gáfaðra en maður
sjálfur,“ segir hún og hlær.
„Ég þekkti starfsfólkið vel
þar sem ég hafði starfað
lengi með því en sumum
þurfti ég að kynnast upp á
nýtt vegna þessarar breyttu
stöðu minnar. Ráðherra-
starfið er samvinnuverkefni.
Ég tel að við eigum að vera
ögn formlegri og agaðri í
stjórnsýslunni og láta ekki
persónulegar skoðanir ráða
því hvernig við vinnum
vinnuna okkar.“
Ragna segist þó ekki hafa
áhuga á því að færa sig inn
á hið pólitíska svið. Hún
veit heldur ekki hvort hún
muni gegna þessu starfi
út kjörtímabilið. „Ég svara
þeirri spurningu venjulega
á þá leið að ég hafi verið fengin í þetta starf í þrjá mánuði og
síðan var óskað eftir að ég yrði áfram. Ég er vel meðvituð um
að kannski verði ég beðin að víkja. Hvað þá tekur við veit ég
ekki núna. Ef til vill opnar það möguleika til að fara að gera
eitthvað allt annað. Lífið byrjar ekki og endar hér í ráðuneytinu,“
segir Ragna sem var alin upp við kvenréttindi, en móðir hennar,
Guðrún Ragnarsdóttir, hefur alltaf verið mjög jafnréttissinnuð. „Í
mínum huga hefur jafnrétti alltaf verið sjálfsögð mannréttindi,“
segir Ragna Árnadóttir að lokum.a
Ragna í faðmi fjölskyldunnar.
Eiginmaðurinn, Magnús Jón Björnsson, og dæturnar, Agnes og Brynhildur.
Ragna rígmontin með fallegan
urriða sem hún veiddi sl. sumar í
Mývatnssveit en hún hefur mjög
gaman af veiði.
13
10-13 MannsalRagna Arnad.indd 5 6/1/10 2:00:25 PM