19. júní


19. júní - 19.06.2010, Blaðsíða 14

19. júní - 19.06.2010, Blaðsíða 14
14 Þórdís Elva segir að viðtökurnar við bókinni hafi komið sér nokkuð á óvart. Upphaflega ætlaði hún að skrifa grein í dagblað til að mótmæla dómi í nýlegu nauðgunarmáli. Hún varð svo gagntekin af málinu að greinin endaði sem bók og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar. Í bókinni fjallar hún um afbrotin, umræðuna, dómskerfið og ýmsar staðreyndir. „Viðbrögðin hafa reyndar verið mismunandi ef ég flokka þau niður í viðtökur almennings, gagnrýnenda og síðan yfirvalda. Almenningur tók bókinni afskaplega vel og margir hafa sett sig í samband við mig og þakkað mér fyrir hana. Ég er búin að heyra af margvíslegri persónulegri reynslu frá fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi en ekki tjáð sig um það áður. Gagnrýnendur hafa allir sem einn kallað bókina „skyldulesningu“, það hefði ekki verið hægt að biðja um betri viðbrögð þaðan. Ég hef hins vegar verið hissa á viðbrögðum yfirvalda því þau hafa verið mun minni en ég vonaði. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra hefur þó látið hafa eftir sér að það komi vel til greina að endurskoða lögin, sérstaklega hvað varðar kynferðisbrot gegn börnum. En það er allt og sumt,“ segir Þórdís Elva og bætir því við að hinir ýmsu faghópar hafi verið jákvæðir. „Ég hef haldið fyrirlestra fyrir lögfræðinema, nema í fjölmiðlun o.fl. Það hefur enginn dæmt mig fyrir að vera ekki úr fræðimannasamfélaginu,“ segir hún ennfremur.  Vildi skapa umræðu Þórdís segist sjálf hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi þegar hún var sextán ára og segir frá því í bókinni. Hún vildi þó ekki gera sjálfa sig að aðalatriði heldur miklu frekar beina kastljósinu að umræðunni um þessi mál í þjóðfélaginu sem hún telur að hafi tekist. „Eftirfylgnin hefur verið mikil. Ég ákvað að einbeita mér að unga fólkinu og fékk styrk frá þremur ráðuneytum til að fara í framhaldsskóla landsins. Ég er um það bil hálfnuð í þeirri ferð. Það hefur verið mjög gefandi að ræða við unga fólkið. Ég hef komist að því að það er bæði fáfróðara og vitrara um þessi mál en ég hélt. Það er jafnframt móttækilegt fyrir þessum boðskap. Hingað til hefur umræðan verið svart/hvít og snúist að mestu um konur. Karlmenn verða líka fyrir kynferðislegu ofbeldi. Það er löngu kominn tími til að útvíkka umræðuna,“ segir Þórdís Elva. Kvennafrídagurinn mikli Þórdís hefur einnig sett á fót góðgerðarátak á vefsíðunni odlingurinn.is. „Mér fannst ég geta gert enn meira,“ segir hún. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, höfundur bókarinnar Á mannamáli með sterka réttlætiskennd Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, leikari, leikskáld og rithöfundur, hefur haft í nógu að snúast frá því að bók hennar Ofbeldi á Íslandi: Á mannamáli kom út síðastliðið haust. Hún hefur haldið fyrirlestra víða, meðal annars í framhaldsskólum landsins. BARÁTTUKONA Viðurkenningar fyrir bókina Á mannamáli Fjöruverðlaunin 2010 í flokki fræðirita Jafnréttisviðurkenning Stígamóta Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins – tilnefning Íslensku bókmenntaverðlaunin – tilnefning Félagshyggjuverðlaun 2009 14-17 BarattukonaÞodis3efni.2 2 6/2/10 5:53:28 PM

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.