19. júní


19. júní - 19.06.2010, Side 17

19. júní - 19.06.2010, Side 17
Samstaða íslenskra kvenna var einstök á kvennafrídaginn 24. október 1975. Nú hafa verið stofnuð regnhlífasamtök félaga og samtaka innan kvennahreyfingarinnar á Íslandi sem kallast Skottur. Þessi nýju samtök standa að kvennafrídegi á þessu ári. Ákveðið hefur verið að halda upp á þessi tímamót 24. og 25. október en seinni daginn, sem er mánudagur, er vonast til að konur leggi niður störf þegar þær hafa unnið fyrir launum karla. Kvennafrídagurinn í ár verður haldinn undir yfirskriftinni Konur gegn kynbundnu ofbeldi. Sunnudaginn 24. október fer fram alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík en aðalræðumaður er Rashida Mansjoo, umboðskona Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn konum. Auk hennar hefur fjölmörgum virtum baráttu- og fræðikonum verið boðið að taka til máls, erlendum jafnt sem innlendum. Einnig hafa listakonur sýnt áhuga á alþjóðlegri listadagskrá kvenna ásamt ýmsum listviðburðum. Verkefnisstýra var ráðin til að stjórna þessu verkefni og hóf hún störf 24. mars sl. Stígamót hafa útvegað húsnæði fyrir starfsemina. Má geta þess að byrjað er að hanna minjagripi sem verða til sölu á kvennafrídaginn. Þau félög sem standa á bak við Skottur hafa yfir 10.000 konur innan sinna vébanda. Það eru Aflið, Bríet, félag ungra femínista, Femínistafélagið, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennaathvarfið, Kvennaráðgjöfin, Kvenréttindafélag Íslands, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Soroptimistasamband Íslands, Sólstafir, Stígamót, UNIFEM og Zontasambandið. „Við viljum jafnrétti, á öllum sviðum samfélagsins. Við krefjumst jafnrar stöðu og jafnra réttinda kvenna og karla, óháð því hvort menning og listir eiga í hlut, fræði og vísindi, atvinnulíf, stjórnkerfi eða réttarkerfi,“ segir í fréttatilkynningu frá Skottunum. a Kvennafrídagurinn 2010 Þann 29. júní eru þrjátíu ár liðin frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands. Vegna þessara tímamóta hefur hópur fólks tekið sig saman og ætlar að efna til hátíðar undir heitinu Til fyrirmyndar. Hátíð tileinkuð kosningaafmæli Vigdísar Finnbogadóttur Til fyrirmyndar 29. júní 17 „Við viljum fagna þeim tímamótum sem verða 29. júní. Þá verða 30 ár liðin frá því að íslenska þjóðin var til fyrirmyndar með því að vera fyrsta landið í heiminum til að kjósa konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum,“ segir Ingibjörg Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri verkefnisins, sem nefnist Til fyrirmyndar. Hópur fólks stendur á bak við hugmyndina en henni er ætlað að beina athygli þjóðarinnar að því sem vel er gert og að góðum og uppbyggilegum hlutum í kringum okkur. „Við viljum hvetja unga sem aldna til að skoða hvað þeim finnst vera til fyrirmyndar og leiða hugann að spurningunum: Hver er fyrirmyndin mín? Hvernig get ég verið til fyrirmyndar? Og hvað finnst mér vera til fyrirmyndar á Íslandi? Í tilefni af þessu ætlum við að vera með hátíðardagskrá 29. júní sem verður nánar auglýst þegar nær dregur,“ segir Ingibjörg og bætir því við að undirbúningur standi nú sem hæst fyrir þennan jákvæða dag. Einnig verður opnuð vefsíða í tengslum við verkefnið, www.tilfyrirmyndar.is og verður hún opnuð þann 19. júní. Vefsíðan verður að öllu leyti tileinkuð fyrirmyndarverkefninu og kosningaafmæli Vigdísar. Ingibjörg segir að það sé stór hópur af góðu fólki sem komi nálægt Til fyrirmyndar, áhuginn sé mikill og sífellt séu fleiri að bætast í hópinn. ,,Og markmiðið er að öll þjóðin, karlar og konur, ungir sem aldnir sameinist í að horfa til þess jákvæða í kringum okkur.“ a Mikill hugur í konum Ingibjörg Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri verkefnisins. 14-17 BarattukonaÞodis3efni.5 5 6/1/10 10:52:46 PM

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.