19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.2010, Qupperneq 38

19. júní - 19.06.2010, Qupperneq 38
Finnur þú fyrir því að vera kona í því sem einu sinni var kallað karlastarf? Það kemur sjaldan fyrir að ég finni fyrir því að vera kona í starfi sem einu sinni var karlastarf en gerist þó stöku sinnum. Ég fann meira fyrir þessu þegar ég var yngri en ég varð skattstjóri á Vestfjörðum 27 ára gömul. Ertu meðvituð um það að eitt sinn datt engum í hug að kona gæti gegnt þessu starfi? Ég man nú ekki oft eftir því. Telur þú að komið sé öðruvísi fram við þig í starfinu af því að þú ert kona en ef þú værir karlmaður? Í langflestum tilvikum tel ég að það skipti engu máli í starfinu að ég er kona. Það hefur þó komið fyrir að fólk tiltaki að því finnist betra að leita til mín vegna þess að ég er kona. Því er hins vegar ekki að neita að ég hef orðið vör við framkomu einstakra manna sem einkennist af mun meiri heift en ég ímynda mér að sömu menn hefðu sýnt karlkyns samstarfsmanni. Slík samskipti hafa að mínu mati ekki verið fagleg. Hvað telur þú að helst hafi orðið til þess að breyta ríkjandi hugsunarhætti um að sumar stöður væru ekki kvennastörf? Ég tel að verulega aukin menntun kvenna sé meginástæðan sem og kvennabaráttan í gegnum tíðina. Opnari stjórnsýsla og aðhald eftirlitsaðila við stöðuveitingar hafa eflaust einnig haft áhrif. Hverja telur þú vera ástæðuna fyrir því að konur sækjast minna eftir stjórnunarstöðum en karlar? Ég tel að margar konur telji það ekki þess virði að sækjast eftir stjórnunarstöðum þar sem þeim fylgir oft aukin samkeppni og neikvæð afstaða keppinauta og mun meira vinnuálag sem speglast ekki endilega í launum. Einnig tel ég að konur vilji ekki afsala sér ábyrgð á börnum og heimili og það getur verið erfitt að samræma annasöm stjórnunarstörf við fjölskylduábyrgð. Hvað telur þú geta aukið áhuga kvenna á setu í stjórnum fyrirtækja? Það þarf að halda á lofti þeim rannsóknum sem leitt hafa í ljós að stjórnir með blandað kynjahlutfall skila hagkvæmari rekstri sem bæði eigendur fyrirtækja, starfsemin sem slík og neytendur munu njóta. Þegar þessi afstaða er orðin almenn, tel ég að konur muni hafa meiri áhuga á setu í stjórnum. Hvað getum við gert til að hvetja konur til að sækja um valdastörf? Við getum stutt hæfar konur til áhrifa og konur þurfa að starfa markvisst að því að styðja aðrar konur – annars breytist ekkert. Konur mega ekki gleyma að þær eru helmingur mannkyns en ekki minnihlutahópur. Stjórnendur þurfa einnig að vera vakandi fyrir því að konur hafi jöfn tækifæri til starfsþróunar og til setu í nefndum og ráðum og auka þannig hæfni kvenna og gera þær samkeppnishæfari. Hvers vegna er enn til kynbundið launamisrétti á Íslandi? Sennilega er launaleyndin meginástæðan en einnig af því að enn tíðkast að hluti af launagreiðslum sé í formi viðbótarlauna, þ.e. yfirvinnu, aksturkostnaðar og eftir atvikum annað form umbunar sem er ekki gagnsætt en er engu að síður hluti af launakjörum. Ertu sammála því að rétt sé að setja upp kynjakvóta? Hér áður fyrr var ég algjörlega ósammála því og taldi það niðurlægjandi fyrir konur. Sú skoðun hefur hins vegar breyst með aukinni reynslu og nú tel ég að það sé afar mikilvægt úrræði fyrir konur og jafnvel nauðsynlegt, þótt ekki væri nema tímabundið. Sem dæmi má nefna að lögreglumenn á Íslandi eru um 741 talsins skv. síðustu tölum. Þar af eru konur 89 talsins eða um 12% prósent af stéttinni og það ætti að speglast í yfirmannastöðum en því fer fjarri. Það er engin kona í stöðu yfirlögregluþjóns hér á landi og einungis ein kona aðstoðaryfirlögregluþjónn. Kynjakvóti, sem jafnvel væri tímabundinn, gæti breytt þessari mynd. Hvernig hefur konum gengið að feta sig í stjórnum í því fagfélagi sem þú ert í? Í Félagi forstöðumanna ríkisstofnana eru eingöngu stjórnendur ríkisstofnanna. Af 131 félagsmanni eru 56 konur, sem er mun hagstæðara hlutfall að ég held en það var þegar ég var fyrst skipuð forstöðumaður. Hver var fyrsta konan í þínu embætti og hvenær hóf hún störf? Ég er fyrsta konan sem er eingöngu lögreglustjóri og hóf störf þann 1. janúar 2009. Nokkrar konur hafa hins vegar verið sýslumenn og jafnframt lögreglustjórar og hin fyrsta var Hjördís Hákonardóttir sem varð sýslumaður og þá jafnframt lögreglustjóri árið 1980 og er nú dómari við Hæstarétt. Nú gegna þrjár konur embætti sýslumanns og jafnframt lögreglustjóra. Ein þeirra mun taka við nýju embætti fljótlega og önnur er með tímabundna setningu. Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi um aðskilnað á milli sýslumanna og lögreglustjóra og að lögreglustjórar verði sex talsins. Það má því búast við að konum við lögreglustjórn fækki fremur en fjölgi á næstunni en vonandi förum við að sjá konur sem yfirlögregluþjóna þegar kemur að nýliðun í þeirra röðum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir Ég er kona … og er lögreglustjóri 38 32-41 Eg er kona5styrk.indd 8 6/1/10 2:13:32 PM

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.