19. júní - 19.06.2010, Síða 50
ára afmæli kvennafrídagsins 24. október, en öll kvennahreyfingin á
Íslandi hefur sameinast um að minnast þessara tímamóta með því
að vekja sérstaka athygli á kynbundnu ofbeldi. Kvenfélagasamband
Íslands kynnti húfuverkefni sitt, sem m.a. var tilnefnt til Íslensku
samfélagsverðlaunanna sem Fréttablaðið veitir ár hvert, og Helga
Þórey Björnsdóttir mannfræðingur kynnti rannsókn sína á högum
útigangsfólks í Reykjavík sem hún framkvæmdi fyrir nokkrum árum.
Á starfsárinu hefur stjórn KRFÍ sent frá sér fjölmargar ályktanir
og yfirlýsingar. Stjórnin fagnaði því t.d. þegar ný lög voru samþykkt
á Alþingi um bann við vændiskaupum og stuttu síðar að konum
fjölgaði á Alþingi upp í 43%. Einnig voru samþykktar ályktanir sem
lutu að framboðsreglum stjórnmálaflokkanna og undirtektir með
öðrum félögum sem vinna að jafnréttismálum. Ályktanirnar má lesa í
heild sinni á heimasíðu félagsins.
Samstarf
KRFÍ er í samstarfi við ýmis kvennasamtök, verkalýðsfélög
og önnur félög jafnt innanlands sem utan. Mjög gott samstarf
hefur verið við Kvennasögusafn Íslands og samvinna við Samtök
kvenna af erlendum uppruna hefur einnig færst í aukana. Í febrúar
tóku félögin tvö, KRFÍ og Samtök kvenna af erlendum uppruna,
höndum saman og ýttu úr vör nýju samstarfsverkefni sem nefnist
„Þjóðlegt eldhús“. Síðasta fimmtudag hvers mánaðar hafa verið
haldin matarkvöld í samkomusal Hallveigarstaða þar sem konur
úr Samtökum kvenna af erlendum uppruna hafa kynnt matargerð
og menningu ýmissa félaga sinna og hefur gestum gefist kostur á
því að taka þátt í matargerðinni. Síðan borða allir saman. Á fyrsta
matarkvöldi í febrúar var matur frá Kólumbíu kynntur og var nánast
húsfyllir af konum úr öllum áttum sem tóku þátt í matargerðinni og
áttu notalega kvöldstund saman. Þar á eftir hefur matarmenning frá
Austur-Afríku verið kynnt, frá Spáni og nú síðast frá Póllandi í lok
maí. Kvöldin hafa notið mikilla vinsælda og verður þeim haldið áfram
veturinn 2010-2011. Fyrsta matarkvöld komandi hausts verður
fimmtudaginn 30. september.
Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, tekur KRFÍ jafnan þátt
í samstarfi við ýmis samtök og stéttarfélög um að fagna deginum og
í ár var 100 ára afmæli þessa baráttudags. Vegleg dagskrá var í
Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þar sem húsfyllir var. Fulltrúi KRFÍ í
dagskránni var Andrés Ingi Jónsson, fulltrúi VG í aðalstjórn KRFÍ.
Erlent samstarf KRFÍ á starfsárinu hefur einnig verið virkt. Margrét
Steinarsdóttir, gjaldkeri KRFÍ, situr í stjórn aþjóðasamtakanna
International Alliance of Women og sótti hún fund norrænu
IAW félaganna í Ósló á vormánuðum 2009, ásamt Þorbjörgu I.
Jónsdóttur, sem einnig gegnir ábyrgðarstöðu innan IAW. Formaður
og varaformaður KRFÍ sóttu jafnréttisráðstefnu í Lettlandi sem
haldin var með styrk Norrænu ráðherranefndarinnar. Var Margrét
K. Sverrisdóttir þar að auki einn fyrirlesara á ráðstefnunni. Þá sóttu
framkvæmdastjóri og gjaldkeri KRFÍ Kvennaráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna í New York í byrjun mars 2010 ásamt tveggja daga
hliðarráðstefnu frjálsra félagasamtaka frá öllum heimshornum.
Fyrirspurnir að utan um samstarf og heimsóknir hverskonar eru
sífellt að aukast. Á starfsárinu fékk skrifstofa KRFÍ þrjár heimsóknir
þar sem farið var með erlendu gestunum yfir sögu, verkefni og
markmið félagsins ásamt því að veita upplýsingar um stöðu
jafnréttismála almennt á Íslandi. Fyrir liggja nokkrar fyrirspurnir um
fjölþjóðleg samstarfsverkefni sem enn eru á viðræðustigi.
Félagar KRFÍ eru nú rétt um fjögur hundruð og eru það bæði
konur og karlar. Einnig eru rúmlega hundrað einstaklingar og
stofnanir áskrifendur að ársriti KRFÍ, 19. júní. Framkvæmdastjóri gaf
út fjögur tölublöð af Fréttabréfi KRFÍ á starfsárinu og tímaritið 19. júní
kom út að vanda.
Styrkir
Á árinu 2009 fékk félagið styrk af fjárlögum, kr. 3,9 milljónir.
Reykjavíkurborg styrkti félagið einnig um eina milljón króna á árinu
2009. Þessir styrkir gerðu félaginu mögulegt að reka skrifstofu sína
á Hallveigarstöðum og greiða starfsmanni laun fyrir 75% stöðu, auk
þess að fjármagna þau fjölmörgu verkefni sem félagið tekur sér fyrir
hendur hverju sinni. Félaginu hlotnuðust einnig nokkrir minni styrkir
frá forsætisráðuneyti, menntamálaráðuneyti, utanríkisráðuneyti og
umhverfisráðuneyti til afmarkaðra verkefna.
KRFÍ fær iðulega sendar þingsályktunartillögur frá Alþingi til
umsagnar um mál er varða konur og má lesa umsagnir þessar á
heimasíðu félagsins undir liðnum „Ályktanir – Umsagnir“. Þar fyrir
utan er heilmikinn fróðleik að finna um félagið á heimasíðunni auk
frétta af jafnréttismálum og því sem helst er á döfinni hjá öðrum
félögum sem hafa baráttu fyrir jafnrétti eða öðrum mannréttindum
á verkefnaskrá sinni. Hægt er að skrá sig á póstlista félagsins
á heimsíðunni - þannig missir enginn af því sem ber hæst í starfi
félagsins eða í jafnréttismálum í samfélaginu.
Hér að framan hefur verið greint frá því helsta í starfsemi KRFÍ en
umfjöllunin er þó hvergi nærri tæmandi. a
María del Pilar Acosta Gómez frá Samtökum
kvenna af erlendum uppruna kynnir samtarfskonur
sínar úr samtökunum frá Austur-Afríku en þær sáu um
matargerð kvöldsins í þjóðlegu eldhúsi.
Gestir kvöldsins
fá sér mat af
hlaðborðinu úr
þjóðlegu eldhúsi.
50
Á konudeginum á
Hallveigarstöðum var átakið
Öðlingurinn kynnt. Karlar höfðu
staðið í eldlínu átaksins frá
bóndadegi til
konudags þegar konur tóku
við. Á myndinni taka konur
við „kyndlinum“ úr höndum
Karls Sigurðssonar (t.h.) og
Snorra Ásmundssonar, frá
hægri Ingveldur Ingólfsdóttir,
Halldóra Traustadóttir, Margrét
K. Sverrisdóttir, Ása Atladóttir og
Sigurlaug Viborg.
Elín Björg Jónsdóttir
var heiðruð af nokkrum
stjórnarkonum KRFÍ sem
fyrsta konan sem kosin
hefur verið formaður
BSRB. Á myndinni eru
frá hægri: Margrét K.
Sverrisdóttir, Ragnhildur G.
Guðmundsdóttir, Elín Björg
Jónsdóttir og Hildur Helga
Gísladóttir.
46-49 Skyrsla stjornar.indd 4 6/2/10 1:16:01 PM