Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 Fréttlr OV ÞETTA HELST - ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆST í VIKUNNI HITTMÁLIÐ ÓSÁTTIRSÝSLUMENN Jóhann R. Benedikts- son, lögreglustjóri á Suðumesjum, og ÓlafurHelgiKjart- ansson, sýslumaður á Selfossi, gagnrýna báðir dómskerfið fyrir að sýna lögreglu ekki skilning þegar kemur að gæsluvarðhalds- úrskurðum yfir fólki sem talið er hafa framið alvarleg afbrot og þykir á sama tíma líklegt til þess að flýja rétt- vísina. „Auðvitað ætti ekki að beita gæsluvarðhaldi nema í ítrustu neyð og alltaf þannig að skerðing sé sem minnst. Hins vegar er eðlilegt að þessi mál veki athygli þegar um er að ræða manndráp eða nauðganir," sagði Ólafur Helgi. ERFITTOGLEIÐINLEGT fllGJÖR PINA ,ríf b „Mér finnst hrikalega erfitt og leiðinlegt að þurfa að koma hing- að og skammast mín fyrir það. Þetta er al- gjör pína," sagði Hafdís H. Hákensson öryrki sem hefur árum saman leitað til Fjölskylduhjálparinnar vegna fátæktar. Vonleysið skein úr augum þeirra sem biðu í röð eftir jólaúthlut- un Fjölskylduhjálparinnar. „Það er hryllilegt að standa í biðröð í von um að grípa brauðmola sem kannski er farinn þegar kemur að þér," sagði Hafdís. Þegar hafa um 400 fjöl- skyldur skráð sig hjá Fjöl- skylduhjálpinni og óskað eftir jólaaðstoð. Á fyrsta úthlutunar- degi fengu um hundrað manns matvæli fyrir jólin. KJARARÁÐ fær fleiri 13 „Ég hef ekki komið auga á rökin fyrir því að skrif- stofustjórar í Stjórnar- ráðinu þurfi að heyra undir kjararáð. Það er greinilegt að það stefn- ir aftur í sama farið, að menn í æðstu stigum reyna að skríða upp í fangið á kjararáði. Reynsl an hefur ævinlega verið sú að því ofar sem viðkomandi sit- ur, þeim mun líklegri er hann til að njóta faðmlags," sagði ögmundur Jónasson alþing- ismaður og formaður BSRB um þá ákvörðun að kjararáð ákveði laun fleiri háttsetra embættismanna en nú er. ¦^¦-MWtJrt.^ FLEIRIÍ FANGIÐ AKJA BÍLABRUNINN ÁNNÞÓRÆTLAÐIAÐ ÞRÍFABIFREIÐARNAR 0„í rauninni er ég ekki miklu nær. Lögreglan segir mér að gyllmr bíll hafi sést aka á brott frá staðnum," sagði Ragnar Magnússon, eigandi bílanna sem brunnu við höfhina í Vogum. „Ég veit ekki hvort þeir eru á réttri slóð eða ekki." Ragnar segir að nú sé mikilvægast að málinu ljúki sem allra fyrst. Um hann gangi alvarlegar kjaftasögur í bænum vegna málsins. Þær séu þess eðl- is að fjölskylda hans finni fyrir þeim. „Það erýmislegt sagt um mig sem er alls ekki sanngjarnt," sagði hann. Geiri á Goldílnger hefur höfðað meiðyrðamál á hendur tímaritanna Vikunni og ísafold vegna skrifa um hann og Goldflnger. Geiri segir þó ekkert persónulegt að baki málshöfðun- inni og bauð meðal annars ritstjórn Vikunnar að mæta i niu ára afmælisveislu Goldfingers sem fram fer í kvöld. Elín Arnar ritstjóri varð undrandi þegar hún fékk boðið en segist vera upptekin. SÚLUKÓNGUR BAUÐ KVENNABLAÐI IPARTI i i *v i I i mmiifi Ásgeir Davíðsson „Málið er einfallt. Von niín var einfaldlega sú að menn myndu leiðrétta þessi ósannindi setn skrifuð voru í blaðið. Enda segir stelpan sjálf að Vikan hafi haft ranqt eftir henni." IIMIMIIIMMIIIIIlMIM/llllll./ií. „Ég óskaði þess aldrei að þetta mál færi alía leið fyrir dómstóla. Blaðamenn eiga það því miður til að vera dálítið trúgjarnir, en þetta er alls ekkert persónulegt," segir veitingamaðurinnÁsgeirDavíðsson eða Geiri á Goldfinger eins og hann er jafnan kallaður. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hefur Geiri höfðað meiðyrðamál á hendur ritstjórum og blaðamönnum tímaritanna Vikunnar og ísafoldar. Geiri er ósáttur við umfjöllun blaðanna og ummæli sem höfð voru eftir Lovísu Sigmundsdóttur í Vikunni, en hún starfaði um tíma sem nektardansmær á Goldfinger. I Isafold í sumar var einnig birt ítarleg grein um mansal á Goldfinger. Jafnvel þó Geiri sé ósáttur við skrifin og þau ummæli sem höfð eru um nektarstaðinn segir hann það ekki rista mjög djúpt. Því til sönnunnar hefur hann boðið Eh'nu Arnar ritstjóra og öðrum blaðamönnum Vikunnar í níu ára afmælisveislu Goldfingers sem fram fer í kvöld. Gaman ef þær kæmu „Málið er einfalt. Von mín var einfaldlega sú að menn myndu leiðrétta þessi ósannindi sem skrifuð voru í blaðið. Enda segir stelpan sjálf að Vikan hafi haft rangt eftir henni," segir Geiri og bætir við: í/l. „Svo komu sldtagreinarnar, hver á fætur annarri og þetta var komið út í hálfgert kjaftæði. Ég held hins vegar að þetta sé örugglega alveg ágætisfólk. Þau virðast hins vegar oft vera fulltrúgjörn." Aðspurður hvort hann telji lfklegt að þær stöllur á Vikunni muni mæta í afmælisveislu Goldfingers í kvöld, svarar hann: „Ég veit það ekki, en þeim er allavega boðið og það væri gaman ef þær kæmu. Ég á alls engra harma að hefna gagnvart þeim." Upptekin á föstudagskvöldiö Elín Arnar ritstjóri kveðst ekki ætla að mæta í afmælisveisluna, en tekur það fram að engin óvild ríki á ritstjórn Vikunnar í garð Geira á Goldfinger. „Nei, það er enginn á móti Geira hérna," segir hún. Elín . viðurkennir að hún hafi orðið undrandi þegar hún sá sms- skilaboð í símanum sínum frá Geira þar sem hann bauð henni og stöllum hennar á Vikunni í veisluna. Hún segir þó að þeim hafi fundist það býsna spaugilegt því fyrir það fyrsta hafi þær aldrei átt von á því að vera boðið, auk þess sem skilaboðin komu sama dag og meiðyrðamálið gegn þeim var dómtekið. Innt eftir því hvers vegna hún ætli ekki að mæta í veisluna, I \ \ Elín Arnar „Eiguin við ekki bara að segja að ég verði upptekin á fbstudags- kvöldið. Boðskortið kom aðeins of seint." svarar hún: „Eigum við ekki bara að segja að ég verði upptekin á föstudagskvöldið. Boðskortið kom aðeinsofseint." -VÖfi I H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.