Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Blaðsíða 8
' / 8 FÖSTUDAGUR14.DESEMBER2007 -----------------o---------- Fréttlr DV 4 I Glaðbeitt Hillary Henni hefur oft verið borið á brýn að vera kaldlynd og stjórnsöm. Bill Clinton og Monica Lewinsky Kynni þeirra áttu eftir að draga dilk á eftir sér. Clinton-hjonin og Chelsea dóttir þeirra Upi 1997 lenti Hillary í miklum hremmingum vegna kvensemi eiginmanns síns, forsetans. Ohætt er aö segja aö í lífi Hill- ary Clinton hafi skipst á skin og skúrir. Strax i bernsku varö ljóst að þar fór manneskja meö ákveðnar skoðanir og sannfær- ingu. Ferill hennar hefur ein- kennst af einlægum áhuga á félagslegu jafnrétti og málefh- um fátækra, sem og miklum metnaði og sjálfstæði. Sem for- setafrú þurfti hún oftar en einu sinni að glíma við eftirmála kvensemi eiginmanns síns. n OGEGERMEÐ TILAÐSIGRA" KOLBEINN ÞORSTEI Hillary Clinton fæddist 26. október 1947 í Chicago í Illinois-fylki í Bandaríkjunum. Foreldrar hennar voru meþódistar; faðir hennar af velskum og írskum ættum og móðir hennar af ensku bergi brotin. Strax á unga aldri sýndi hún af sér dugnað og ákveðni. Hún tók þátt í kirkju- og skólastarfi í almenningsskólanum í Park Ridge oghófsíðannámí Maine East-miðskólanumogþaðanláleiðin í Wellesley-framhaldsskólann. Að framhaldsskólanámi loknu hóf Hillary Clinton lögfræðinám við Yale-háskólann 1969, en fram að þeim tíma hafði hún stutt repúbli- kana með ráðum og dáð, en rauði þráðurinn í áherslum hennar sneri að baráttu fyrir réttindum þeldökkra enda hafði hún orðið fyrir miklum áhrifum frá Martin Luther King og hafði hitt hann í Chicago árið 1962. Síðla vors 1971 hitti Hillary verð- andi eiginmann sinn Bill Clinton og það sumar var hún í starfsþjálfun hjá lögfræðistofu sem þekkt var fyr- ir stuðning við stjómarskrárbundin réttindi, borgaralegan rétt og róttæk- ar áherslur. Arið 1973 útskrifaðist Hillary Clinton frá Yale með doktors- gráðu í lögum, en hún var í skólan- um einu ári lengur en nauðsyn krafði svo hún gæti verið samvistum við BiII Clinton. Bill bað hennar í kjöl- far útskriftar hennar, en hún hafnaði bónorðinu. Hún hóf framhaldsnám í miðstöð barnarannsókna Yale-há- skóla með áherslur á börn og lyf. Hagsmunir barna og velferð Upp úr 1970 vann Hillary Clinton við ýmis störf sem snéru að hags- munum barna auk þess sem hún var meðlimur rannsóknarnefndar um embættisafglöp í Washington- fylki. Starf þeirrar nefndar náði há- marki þegar Richard M. Nixon, þá- verandi forseti Bandarfkjanna, sagði af sér vegna Watergate-málsins. Á þeim tíma hafði hún getið sér orðspor sem rísandi stjarna í stjórnmálum og ekki talið loku fyrir þaðskotíðaðhúngætiorðiðöldunga- deildarþingmaður eða jafnvel for- seti. Þrátt fyrir að hafa unnið um tíma í Washington hafði henni mistekist að fá málflutningsréttíndi í því fylki. Því var aftur á móti ekki að dreifa í Arkansas og þess vegna tók hún þá ákvörðun árið 1974 að fylgja Bill Clinton til heimafylkis hans. A þeim tíma kenndi Bill lög- fræði við lagadeild háskóla Arkans- as samhliða því sem hann kepptí að sætí í fulltrúadeild Bandaríkjanna. Hillary Clinton fékk stöðu sérkenn- ara við sama skóla og var önnur tveggja kvenna sem gegndu slfkri stöðu. Enn hafði hún efasemdir um hjónaband. Hjónaband Bill Clinton og Hillary Rodham gengu í hjónaband 11. október árið 1975, en Bill hafði ítrekað borið fram bónorð. Til að undirstrika eig- ið sjálfstæði og aðskilja einkalíf og starfsframa tók Hillary þá ákvörðun að halda eigin eftirnafni, mæðrum þeirra beggja til mikils hugarangurs. Árið 1976 var Bill kjörinn ríkis- saksóknari Arkansas og hjónin fluttu tíl Little Rock, höfuðborgar fylkisins. Hillary hóf störf hjá Rose-lögfræði- stofunni og sérhæfði sig í einkaleyf- is- og höfundarréttarlögum. Hjóninvorubæðiáframabrautog 1979 varð Bill Clinton ríkisstjóri Ark- ansas og sama ár varð Hillary með- eigandi í Rose-lögfræðistofunni. Bill var ríkisstjóri Arkansas samfieytt til 1992, ef undan eru skilin árin 1981 tíl 1983, er hann náði ekki endurkjöri tíl embættisins, og þar til þau fluttu inn í Hvíta húsið 1993 aflaði hún meiri tekna en eginmaður hennar. I febrúar 1980 fæddist þeim dótt- irin Chelsea og er hún þeirra eina barn. Forsetafrú og kvensemi eiginmanns Hillary Clinton er önnur tveggja eiginkvenna Bandaríkjaforseta sem státaði af eigin starfsferli og hafði háskólagráðu. Það varð mjög fljót- lega ljóst að hún myndi ekki verða dæmigerð forsetafrú og hafði Bill ýjað að því í undanfara kosninganna er hann sagði að ef hann næði kjöri fengju Bandaríkin „tvö á verði eins" og skírskotaði með því tíl þess áber- andi hlutverks sem hún myndi leika. Það sem eflaust stendur upp úr í huga fólks varðandi forsetatíð Clintons eru hneykslismálin. Þau hófust strax í kosningabaráttunni þegar Bill Clinton var sakaður um hjúskaparbrot með konu að nafni Gennifer Flowers. Hjónin komu fram í sjónvarpsþættínum 60 mínúturþarsemBillhafhaðiásökun- unum, en viðurkenndi þó að hafa valdið sársauka í hjónabandinu. Arum síðar viðurkenndi hann að framhjáhaldið hefði átt sér stað en hefði ekki verið eins alvarlegt og haldið var fram. Síðar eltu draugar úr fortíðinni hjónin uppi á ný vegna fjármála- hneyksiis sem kennt var við White- water og tengdist gjaldþroti og bankahneykslivegnabyggingafram- kvæmda.Sannanirgegnforsetahjón- unum voru ekki nægar tíl ákæru og urðu það lyktir þess máls. Monica Lewinsky En óveðursský hrönnuðust upp útíviðsjóndeildarhringinn.Arið 1997 sakaði Paula nokkur Jones Bill um kynferðislega áreitni og málalyktir urðu þær að samið var í máíinu. Það var skammgóður vermir og árið 1998 beindust augu almennings að forsetahjónunum sem aldrei fyrr er upp komst um samband hans við Monicu Lewinsky sem var lærlingur í Hvíta húsinu á þeim tíma. Enn og aftur hafhaði Bill öllum ásökunum í þá veru og Hillary studdi sem fyrr við bakið á sínum ektamanni. Hún fullyrtí að um væri að ræða síðasta útspil hægri afla í ófrægingarherferð gegn manni hennar. Annað átti eftír að koma á daginn og á endanum átti Bill ekki annan kost en að viðurkenna hjúskaparbrotsittHannvarákærður fyrir embættisbrot, meinsæri og að hindra framgang réttvísinnar. Það er rétt hægt að ímynda sér ástandið í þeirra ranni á meðan þessi orrusta stóðyfir, enútáviðvarHillaryeinsog klettur og gaf út opinbera yfirlýsingu þar sem hún staðfesti þann ásetning sinn að standa við skuldbindingar hjónabandsins. Hillary Clinton Hennar bíður þungur róður i baráttu sinni fyrir forsetastólnum. HILLARY i Biblíunni segir að þeir hafi spurt Jesú hve oft skuli fyrirgefa og hann svaraði 70 sinnum sjö. Nú vil ég að þið vitið að ég er með reiknings- hald. Ef ég víl koma frétt af forsíðunni breyti ég um hárgreiðslu. Ég er ekki einhver Tammy Wynette- stattu með strák-kona. Þú sýnir fólki fyrir hverju þú ert reiðubúinn að berjast þegar þú berst við vini þína. Sannferðugt lýðræði getur ekki orðið nema raddir kvenna heyrist. Ég verð að viðurkenna að það hefur hvarflað að mér að þú getir ekki ver- ið hvort tveggja repúblikani og kristinn. Þið vitið að fólk þénar háar fjárhæðir á að tala um mig, ekki satt? Þeir fara í þennan þátt eða hinn og tala frá sér allt vit. Ég get ekkert gert í því. Og það er ein af þeim lexíum sem ég reyni að sýna fram á í bókinni minni - og móðir mín innprentaði mér í æsku - þú getur annaðhvort verið aðalleikari í þínu lífi eða aukaleikari í lífi Ég geri ráð fyrir að ég hefði getað verið heima og bakað smákökur og drukkið te, en það sem ég kaus að gera var að sinna starfsferli mínum sem ég hóf áður en eiginmaður minn varð opinber persóna. er hundur sem erfitt er lá veröndinni. öldungadeild og forsetaframboð Arið 1998 opnuðust nýjar dyr fyrir Hillary Clinton. Þá ákvað öldunga- deildarþingmaður frá New York, DanielPatrickMoynihan, aðdragasig í hlé. Nokkrir áberandi demókratar hvöttu þá Hillary tíl að sækjast eftir sæti hans í öldungadeildinni í þingkosningunum sem fram færu árið 2000. Það varð úr og hjónin fjárfestu f heimili í New York og varð Hillary fyrsta forsetafrúin í Banda- ríkjunum sem bauð sig fram til opinbers embættis. Mótherji henn- ar var upphaflega Rudy Giuliani, borgarstjóri New York, en hann varð að draga framboð sitt til baka vegna veikinda. í hans stað kom annar repúblikani, Rick Lazio. Að lokinni afar kostnaðarsamri kosningabar- áttu hafði Hillary Clinton sigur í kosningunum 7. nóvember árið 2000 með tólf prósenta mun og sór eið sem öldungadeildarþingmaður í ársbyrjun 2001. Árið 2004 tilkynntí Hillary að hún myndi sækjast eftir sætí í öldungadeUdinni annað kjör- tímabil og eftír að hafa eytt hærri fjárupphæð en nokkur keppinauta hennar í þeirri baráttu hafði hún sigur. Hillary var orðuð við embætti forseta Bandaríkjanna ári 2002 og nú berst hún fyrir útnefningu llokks síns sem frambjóðandi til embættisins. Hennar helstí keppi- nautur er Barack Obama og sam- kvæmt skoðanakönnunum er vart marktækur munur á fylgi þeirra. Þegar Hillary tilkynnti ákvörðun um framboð sitt sagði hún: „Ég er með, og ég er með til að sigra". I '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.