Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 HEIMSFRÆGÐAR Lið íslands á snjóbretti hampaði sigri á Jib-battle-snjóbrettamótinu i Ósló sem haldið var um siðustu helgi. Löndin sem kepptu voru Noregur, Sviþjóð, Danmörk, Finnland, Holland, England, Austurríki auk íslands. Eiríkur Helgason var valinn efnilegasti brettakappi mótsins en hann fékk líka verðlaun fyrir flottasta „trikkið". íslenska liðið hefur tvisvar áður tekið þátt i mótinu. í fyrsta skiptið lentu þeir i þriðja sæti, siðan i öðru og loks núna í fyrsta sæti. í liðinu eru fjórir ungir Akureyringar Guðlaugur Hólm Guðmundsson, Eiríkur Helgason, Viktor Þór Hjartarson og Halldór Helgason sem er aðeins 16 ára: BENEDIKT BÓAS HINRIKSSON ísland hefur ekki hrósað mörg- um sigrum á erlendri grundu í bolta- íþróttum. Hins vegar gengur fjórum íslendingum allt í haginn í snjóbretta- heiminum og unnu um síðustu helgi Jib-battle snjóbrettamót sem haldið er í Noregi á hverju ári. Þetta var í þriðja sinn sem Island tekur þátt í þessu móti. í fyrsta skiptið lentu þeir í þriðja sæti, síðan í öðru og núna var mótið tekið með stæl og hampað titlinum. Liðsmennirnir eru allir frá Akureyri og eiga það sameiginlegt að þeir eru allir við nám í brettaframhaldsskóla í Malung í Svíþjóð. Guðlaugur Hólm Guðmundsson, Eiríkur Helgason og Viktor Þór Hjartarson eru allir á síðasta ári í skólanum en hinn 16 ára Halldór Helgason, sem var jafnframt yngsti keppandinn á mótinu, er á sínu fyrsta ári. Allir fá þeir styrki frá stórum brettafyrirtækjum og er Eiríkur Helgason korninn í byrjendalið Rome-fyrirtækisins sem er talið vera lokaskrefið áður en atvinnumannssamningur er undirrit- aður. Þeir félagar eru brautryðjendur í þeim skilmngi að enginn Islend- ingur hefur komist svona langt í brettaheiminum. Eiríkur er núna á forsíðu eins stærsta snjóbrettablaðs í heimi og hefur skrifað undir marga samninga f kjölfarið. Sama má segja um Guðlaug og Viktor. Halldór hefur einnigfengið mikla athygliþráttfyrir að hann sé bara nýkominn út til strákanna og er hann kominn með styrk frá DC- brettafyrirtækinu en einnig styrkja þrjú önnur brettafyrirtæki hann. Guðlaugur og Eiríkur verða með klippur í snjóbrettamynd sem sýnir 36 bestu brettamenn í heimi og samið var um að þeir yrðu með fyrstu part- ana sem er mikill heiður. Alls ekki hættuleg íþrótt „Við byrjuðum allir á hjólabretti og svo kom snjóbrettí meira og meira inn í. Síðan gekk það eiginlega betur. Við vorum á skíðum í gamla daga en snjóbretti urðu síðan mikil tíska og við byrjuðum að taka snjóbretti af mikilli alvöru," segir Guðlaugur þegar hann rifjar upp af hverju snjóbretti hefði orðið fyrir valinu. Eiríkur er fremsti snjóbrettamaður íslands og sá sem hefur komist Iengst. Hann er kominn í byrjendalið Rome-fyrirtækisins sem er talið vera lokaskrefið áður en atvinnumannasamningur er undir- ritaður. „Snjóbretti lítur miklu betur út en að vera á skíðum, þá er ég ekki að meina að það sé eitthvað asnalegt að vera á skíðum. Það lítur bara skemmtilegar út að vera á snjóbretti. Ég sá þetta fyrst í sjónvarpinu og lang- aði að prófa. Vinir mínir voru síðan búnir að kaupa bretti þannig að ég mátti ekki vera minni maður." Aðspurðir hvort asnjóbretti sé ekki hættuleg íþrótt segir Guðlaugur: „Þetta er alltaf eitthvað hættulegt en ef fólk rennir sér í brekkum er þetta ekki svo mjög hættulegt. Þá er þetta svipað og skfði en ef fólk bætir við stökkum og handriðum og öðru slíku inn í verður þetta miklu hættulegra." „Þetta er alls ekki hættuleg íþrótt. Þetta er eins hættulegt og maður lætur þetta líta út fyrir að vera," segir Eiríkur. Strákarnir báru sigurorð af Noregi eftir jafha og tvísýna keppni í Jib- battle. Guðlaugur segir að tilflnningin hafi verið mögnuð þegar úrslitin voru kunngjörð á mótinu. „Þetta er mót sem Norðmenn halda og bjóða inn löndum frá Evrópu. í ár buðu þau 7 löndum en svo voru Norðmenn með tvö lið. Það eru fimm í liði og síðan er dregið hverjir lenda á móti hverjum. Tvö lið berjast síðan í 20 mínútur um hverjir eru með flottari tilþrif og svo er valið hvaða lið stóð sig betur og þeir halda því áfram. Við mættum fyrst Noregi, liði þeirra númer 2, unnum Hollendinga og síðan mættum við aðalliði Noregs íúrslitum. Tilfiningin var góð þegar úrslitin voru lesin upp. Við lentum í þriðja sæti fyrsta árið svo annað árið urðum við í öðru sæti þannig að við ætluðum okkur að sigra á þessu móti." Eiríkur bætir við að þar sem þessi keppni hafi verið keppni á handriðum hafi þeir átt góða möguleika. „Við höfum verið mikið að æfa okkur að renna okkur á handriðum. Þau voru það eina sem við höfðum á fslandi, það voru handrið á Akureyri sem við notuðum mikið. Það voru engir pallar í fjallinu þannig að við fórum þá leiðina. En við erum byrjaðir að stökkva meira en við gerðum eftir að við komum hingað út." FJríkurvarvalinnbestimaðurmóts- ins og átti einnig flottustu tilþrifln. Hann fór annars „backside 360 5- 0" þar sem handriðið hallar og hins vegar „frontflip í tailslide 270 out" sem eins og menn geta rétt ímyndað sér er gríðarlega erfitt. Þrír bóklegir og tveiruppífjöllum Þeir félagar eru í framhaldsskóla sem er í Malung í Svíþjóð. „Það voru tveir Islendingar í þessum skóla fyrir nokkrum árum. Þeir voru stórir gæjar f snjóbrettaíþróttinni þegar við vorum litlir að byrja. Þeir sögðu okkur frá þessum skóla og við bara ákváðum að drífa okkur. Snjóbrettaiðkun á fslandi var ekki svo hátt skrifuð þá en hefur aðeins skánað núna. Þetta eru þrír bóklegir dagar og tveir dagar upp í fjalli með tveimur kennurum og þjálfurum. En svo eru aðrar æfingar, hlaup og lyftingar og styrktaræfingar. Þetta er alls ekki svo dýrt. Það er frítt í skólan og við fáum allar bækur frítt. Eina sem við þurfum að borga er húsaleigan þannig að þetta er mjög fínt. Malung er lítill bær rétt hjá skíða- svæðinu, þess vegna er skóiinn þar. Okkur líkar mjög vel hérna, við erum þrír hérna á fjórða ári og síðan er Halldór litli á fyrsta ári þannig að við höfum það gott," segir Guðlaugur. „Við vorum búnir að vera eitt ár í VMA og þegar við sáum að við gátum verið á snjóbretti tvo daga í viku byrjaði boltinn að rúlla. Hér er miklu betri aðstaða en heima á íslandi. Aðstaðan heima er mjög léleg. Það er reyndar aðeins að skána, búið að kaupa nokkur handrið og allt í vinnslu," bætir Eiríkur við. Verða í mynd með 36 bestu í heimi Guðlaugur og Eiríkur verða með klippur í snjóbrettamynd sem sýnir 36 bestu brettamenn í heimi og samið var um að þeir yrðu með fyrstu partana. „Við vorum, ég, Eiríkur og Halldór, í mynd í fyrra sem fór um alla Evrópu," segir Guðlaugur. „Tveir heimsfrægir snjóbrettamenn héðan frá Svíþjóð eru að gera mynd í vetur sem verður gefin út á netinu og hún mun fá góða kynningu. Þeir völdu mig í þessa mynd sem er mikill heiður. Það eru einhverjir 30 á listanum sem þeir persónulega völdu og það er alltaf gott að fá viðurkenningu. Þeir hafa mikið vit á því sem þeir eru að gera og eru mjög innmúraðir í snjóbrettaíþróttina og þetta hleypir egóinu aðeins upp. Það eru stór nöfn á þessum lista en við erum samt á byrjuninni miðað við hin nöfiiin," segir Guðlaugur. Eiríkur hefur verið á forsíðum tveggja stórra blaða. Annað var sænskt en hitt er sjálft Snowboard Magazine sem er selt um víða veröld. „Þetta vídeó sem við erum að fara verður eitthvað öðruvísi. Vanalega er hver snjóbrettamaður með einhvern fjögurra mínúma part en núna verður úrval úr öllum heiminum og sýnt smá frá öllum. Sýna allar hliðamar á sportinu. Þannig að ég og Guðlaugur verðum í handriðapartinum. Við er- um mjög ánægðir með að fá að vera með íþessu vídeói." Þeir félagar hafa staðið sig það vel að eftir hefur verið tekið. Guðlaugur er kominn með styrktarsamning við fjölmörg fyrirtæki. Betalian gefur honum bretti, Vans lætur hann fá skó og útifatnað, Dragon snjógleraugu og svo mætti lengi telja. Eiríkur fær snjóbretti frá Rome, hann fær Oakley- gleraugu og -föt, Frontline-föt og Masterpiece-húfur. „Við höfum farið á fjölmörg mót í gegnum ti'ðina. Við vorum á móti í Stokkhólmi sem var svipað mót nema -fr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.