Peningamál - 01.08.2000, Page 7

Peningamál - 01.08.2000, Page 7
6 PENINGAMÁL 2000/3 á þessu ári. Á móti þessu innstreymi hefur ríkið greitt niður 3 ma.kr. af reiknaðri skuld sinni við lífeyris- sjóði ríkisstarfsmanna, samanborið við 1,3 ma.kr. á sama tíma á fyrra. Er það alger nýlunda því að hingað til hafa lífeyrisskuldir ríkissjóðs við starfs- menn hans hlaðist upp án þess að greiðslur kæmu til eða formleg skuldaskjöl. Þrátt fyrir þessar greiðslur er jafnvægi á ofangreindum efnahagsliðum og af- gangur fyrir lántökur jafn tekjuafganginum, 10,7 ma.kr. á móti 4,4 ma.kr. á sama tíma í fyrra. Allt eins má líta á lífeyrisgreiðsluna sem afborgun af skuld, og þá er afgangur fyrir lántökur 13,7 ma.kr. nú á móti 5,7 ma.kr. á sama tíma í fyrra. Svigrúmi ríkissjóðs til að greiða niður erlend lán hafa verið settar nokkrar skorður af gjaldeyrisforða Seðlabankans og ástandi á gjaldeyrismarkaði. Niður- greiðsla langtímalána hefur því einkum snúið að inn- lendum lánum sem hafa verið greidd niður um tæp- lega 10 ma.kr. á árinu. Erlend lán hafa verið greidd niður um hálfan annan milljarð, en ríkisvíxlum verið haldið í horfinu. Á fyrri helmingi síðasta árs voru sömuleiðis greiddir niður 10 milljarðar króna af inn- lendum lánum. Í fyrra var gengið á innstæður í Seðla- bankanum en í ár hafa þær nánast staðið í stað. Innheimta ríkisins af sköttum á laun og eyðslu gefur talsverðar vísbendingar um tekjuþróun og hag- sveiflu. Af þeim gögnum sem fyrir liggja er ekki að sjá að verulega hafi dregið úr vexti tekna, en viss merki eru um að tekið sé að hægja á útgjaldaaukn- ingu heimilanna, a.m.k. innanlands. Innheimtur tekjuskattur einstaklinga var ríflega 14% meiri í krónum talið í mars til júní (einkum vegna tekna ein- staklinga í febrúar til maí) en á sama tíma í fyrra. Leggjast þar saman hækkandi tekjur og samspil hækkunarinnar við skattleysismörkin. Á þessum tíma hefur launavísitala Hagstofunnar hækkað um 6%- 7%, en skattleysismörk um 5%. Þar að auki hefur launþegum fjölgað. Innheimta virðisaukaskatts á fyrri árshelmingi er ríflega 12% meiri í krónum en á sama tíma í fyrra. Í uppsveiflunni nú reis árstaktur hækkana virðisaukatekna hæst í byrjun árs 1998, slaknaði svo aðeins á seinni helmingi þess árs, en tók við sér á miðju ári 1999. Þegar leiðrétt er fyrir verðlagsbreytingum sést þó að seinni bylgjan var mest vegna verðbólgu. Raunvöxtur virðisaukaskatts- tekna milli ára er nú um 6%, en var á sama tíma í fyrra nærri 9%. Á heildina litið benda þessar tölur til þess að veltuaukning sé minni en í fyrra, en þó ekki nægjanlega til að hægt sé beinlínis að tala um hjöðn- un ofþenslu, sem myndi krefjast vaxtar undir lang- tímameðaltali. Útlit fyrir minni hagvöxt á næsta ári en áður Í byrjun júní lagði Hafrannsóknastofnun til niður- skurð aflamarks í þorski og öðrum fisktegundum á næsta fiskveiðiári. Mælt í þorskígildum nam tillagan um niðurskurð annarra tegunda en loðnu nálægt 18%. Um miðjan júní tók sjávarútvegsráðherra ákvörðun um aflamark sem fól í sér nokkru minni niðurskurð eða sem samsvarar 4%-5% samdrætti á milli fiskveiðiára. Þessi ákvörðun hefur óhjákvæmi- lega lækkað spár um hagvöxt, sérstaklega á næsta ári, enda er talið að framleiðsla sjávarafurða standi í stað á þessu ári og dragist síðan saman um 7% árið 2001. Það leggst á sömu sveif að ætla má að dragi úr fjár- festingu á næsta ári. Þá má gera ráð fyrir að mun minni aukning ráðstöfunartekna í ár og á næsta ári en verið hefur á síðustu árum, hækkun langtímavaxta að undanförnu og lækkun hlutabréfaverðs stuðli að minni einkaneyslu og fjárfestingu á næsta ári. Í ljósi þessa og framvindunnar undanfarna mán- uði hefur Þjóðhagsstofnun endurmetið þjóðhags- horfur fyrir yfirstandandi ár og gert fyrstu þjóðhags- spá fyrir árið 2001, og eru niðurstöðurnar sýndar í Tafla IV Þróun helstu tekjuliða ríkissjóðs á fyrri árshelmingi 1996-2000 Hækkun frá fyrra ári, % Nafnvirði 1997 1998 1999 2000 Tekjuskattur einstaklinga1.............. -8,6 15,1 12,7 14,5 Virðisaukaskattur ........................... 4,7 16,9 10,7 12,5 Gjöld af áfengi, innflutningi, framleiðslu, bílum og bensíni ........ -0,7 16,1 5,3 2,4 Tryggingagjöld............................... 9,4 12,7 9,3 9,4 Tekjur alls2 ..................................... -0,9 23,8 14,2 11,2 Raunvirði m.v. neysluverð 1997 1998 1999 2000 Tekjuskattur einstaklinga1.............. -10,2 12,6 10,8 8,2 Virðisaukaskattur ........................... 2,9 14,4 8,5 6,4 Vörugjöld, innflutningsgjöld og bifreiðaskattar ........................... -2,5 13,6 3,5 -3,2 Tryggingagjöld............................... 7,3 10,4 7,5 3,4 Tekjur alls2 ..................................... -2,7 21,1 12,3 5,2 1. Bótum og kirkjuframlagi bætt við 96-97 til samræmingar. 2. Hækkun 1997-1998 ómarktæk vegna bókhaldsbreytinga.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.