Peningamál - 01.08.2000, Qupperneq 7

Peningamál - 01.08.2000, Qupperneq 7
6 PENINGAMÁL 2000/3 á þessu ári. Á móti þessu innstreymi hefur ríkið greitt niður 3 ma.kr. af reiknaðri skuld sinni við lífeyris- sjóði ríkisstarfsmanna, samanborið við 1,3 ma.kr. á sama tíma á fyrra. Er það alger nýlunda því að hingað til hafa lífeyrisskuldir ríkissjóðs við starfs- menn hans hlaðist upp án þess að greiðslur kæmu til eða formleg skuldaskjöl. Þrátt fyrir þessar greiðslur er jafnvægi á ofangreindum efnahagsliðum og af- gangur fyrir lántökur jafn tekjuafganginum, 10,7 ma.kr. á móti 4,4 ma.kr. á sama tíma í fyrra. Allt eins má líta á lífeyrisgreiðsluna sem afborgun af skuld, og þá er afgangur fyrir lántökur 13,7 ma.kr. nú á móti 5,7 ma.kr. á sama tíma í fyrra. Svigrúmi ríkissjóðs til að greiða niður erlend lán hafa verið settar nokkrar skorður af gjaldeyrisforða Seðlabankans og ástandi á gjaldeyrismarkaði. Niður- greiðsla langtímalána hefur því einkum snúið að inn- lendum lánum sem hafa verið greidd niður um tæp- lega 10 ma.kr. á árinu. Erlend lán hafa verið greidd niður um hálfan annan milljarð, en ríkisvíxlum verið haldið í horfinu. Á fyrri helmingi síðasta árs voru sömuleiðis greiddir niður 10 milljarðar króna af inn- lendum lánum. Í fyrra var gengið á innstæður í Seðla- bankanum en í ár hafa þær nánast staðið í stað. Innheimta ríkisins af sköttum á laun og eyðslu gefur talsverðar vísbendingar um tekjuþróun og hag- sveiflu. Af þeim gögnum sem fyrir liggja er ekki að sjá að verulega hafi dregið úr vexti tekna, en viss merki eru um að tekið sé að hægja á útgjaldaaukn- ingu heimilanna, a.m.k. innanlands. Innheimtur tekjuskattur einstaklinga var ríflega 14% meiri í krónum talið í mars til júní (einkum vegna tekna ein- staklinga í febrúar til maí) en á sama tíma í fyrra. Leggjast þar saman hækkandi tekjur og samspil hækkunarinnar við skattleysismörkin. Á þessum tíma hefur launavísitala Hagstofunnar hækkað um 6%- 7%, en skattleysismörk um 5%. Þar að auki hefur launþegum fjölgað. Innheimta virðisaukaskatts á fyrri árshelmingi er ríflega 12% meiri í krónum en á sama tíma í fyrra. Í uppsveiflunni nú reis árstaktur hækkana virðisaukatekna hæst í byrjun árs 1998, slaknaði svo aðeins á seinni helmingi þess árs, en tók við sér á miðju ári 1999. Þegar leiðrétt er fyrir verðlagsbreytingum sést þó að seinni bylgjan var mest vegna verðbólgu. Raunvöxtur virðisaukaskatts- tekna milli ára er nú um 6%, en var á sama tíma í fyrra nærri 9%. Á heildina litið benda þessar tölur til þess að veltuaukning sé minni en í fyrra, en þó ekki nægjanlega til að hægt sé beinlínis að tala um hjöðn- un ofþenslu, sem myndi krefjast vaxtar undir lang- tímameðaltali. Útlit fyrir minni hagvöxt á næsta ári en áður Í byrjun júní lagði Hafrannsóknastofnun til niður- skurð aflamarks í þorski og öðrum fisktegundum á næsta fiskveiðiári. Mælt í þorskígildum nam tillagan um niðurskurð annarra tegunda en loðnu nálægt 18%. Um miðjan júní tók sjávarútvegsráðherra ákvörðun um aflamark sem fól í sér nokkru minni niðurskurð eða sem samsvarar 4%-5% samdrætti á milli fiskveiðiára. Þessi ákvörðun hefur óhjákvæmi- lega lækkað spár um hagvöxt, sérstaklega á næsta ári, enda er talið að framleiðsla sjávarafurða standi í stað á þessu ári og dragist síðan saman um 7% árið 2001. Það leggst á sömu sveif að ætla má að dragi úr fjár- festingu á næsta ári. Þá má gera ráð fyrir að mun minni aukning ráðstöfunartekna í ár og á næsta ári en verið hefur á síðustu árum, hækkun langtímavaxta að undanförnu og lækkun hlutabréfaverðs stuðli að minni einkaneyslu og fjárfestingu á næsta ári. Í ljósi þessa og framvindunnar undanfarna mán- uði hefur Þjóðhagsstofnun endurmetið þjóðhags- horfur fyrir yfirstandandi ár og gert fyrstu þjóðhags- spá fyrir árið 2001, og eru niðurstöðurnar sýndar í Tafla IV Þróun helstu tekjuliða ríkissjóðs á fyrri árshelmingi 1996-2000 Hækkun frá fyrra ári, % Nafnvirði 1997 1998 1999 2000 Tekjuskattur einstaklinga1.............. -8,6 15,1 12,7 14,5 Virðisaukaskattur ........................... 4,7 16,9 10,7 12,5 Gjöld af áfengi, innflutningi, framleiðslu, bílum og bensíni ........ -0,7 16,1 5,3 2,4 Tryggingagjöld............................... 9,4 12,7 9,3 9,4 Tekjur alls2 ..................................... -0,9 23,8 14,2 11,2 Raunvirði m.v. neysluverð 1997 1998 1999 2000 Tekjuskattur einstaklinga1.............. -10,2 12,6 10,8 8,2 Virðisaukaskattur ........................... 2,9 14,4 8,5 6,4 Vörugjöld, innflutningsgjöld og bifreiðaskattar ........................... -2,5 13,6 3,5 -3,2 Tryggingagjöld............................... 7,3 10,4 7,5 3,4 Tekjur alls2 ..................................... -2,7 21,1 12,3 5,2 1. Bótum og kirkjuframlagi bætt við 96-97 til samræmingar. 2. Hækkun 1997-1998 ómarktæk vegna bókhaldsbreytinga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.