Peningamál - 01.08.2000, Qupperneq 12

Peningamál - 01.08.2000, Qupperneq 12
PENINGAMÁL 2000/3 11 dagana 14. til 15. þegar gengið lækkaði í 3% yfir miðju. Seinni daginn kom til lítils háttar inngripa af hálfu Seðlabankans, og voru það fyrstu viðskipti hans á gjaldeyrismarkaðnum í rúmt ár. Talsverð við- skipti urðu 15. og 16. júní eða um 7 ma.kr. hvorn dag. Svo virðist sem inngripin og vaxtahækkun bankans, sem tilkynnt var 16. júní, hafi róað markaðinn og hélst gengi krónunnar stöðugt til næsta föstudags þegar það lækkaði um rúmlega 0,8% á milli skrán- inga í tiltölulega miklum viðskiptum. Í dagslok 16. júní var krónan enn lægri eða um 2% yfir miðju. Mánudaginn 26. júní dró aftur til tíðinda á gjald- eyrismarkaði. Þegar að morgni dags var útlit fyrir mikla eftirspurn eftir gjaldeyri samkvæmt þeim upp- lýsingum sem bankinn hafði aflað sér. Seðlabankinn greip inn í markaðinn við opnun viðskipta með sölu gjaldeyris. Gífurleg viðskipti urðu á millibanka- markaðnum þennan dag eða alls um 19,3 ma.kr. og höfðu aldrei verið meiri á einum degi. Inngrip bankans, sem námu rúmum 2,6 ma.kr., leiddu til þess að krónan styrktist nokkuð frá föstudeginum, og var hún skráð 3,2% yfir miðju vikmarkanna. Næsta dag kom enn til nokkurra inngripa bankans, og hélst gengið síðan nokkuð stöðugt án afskipta hans fram til 12. júlí þegar enn á ný urðu mikil viðskipti á milli- bankamarkaðnum sem leiddu til veikingar krónunn- ar. Kom á ný til inngripa af hálfu bankans, og hélst gengi krónunnar nánast óbreytt milli skráninga, en seig miðað við dagslok um tæpt hálft prósent. Áfram var verulegur þrýstingur á gengi krónunnar næstu tvo daga, og kom þá til frekari inngripa af hálfu Seðla- bankans. Tilgangurinn var sem fyrr að koma í veg fyrir að ótti gripi um sig á gjaldeyrismarkaðnum. Lokun gjaldeyrismarkaðar 13. júlí Hinn 13. júlí varð skörp lækkun á gengi krónunnar snemma morguns þegar markaðurinn var opnaður. Gripu þá viðskiptavakarnir til þess að loka milli- bankamarkaðnum kl. 10 árdegis. Samkvæmt reglum markaðarins getur meirihluti viðskiptavaka tekið ákvörðun um tímabundna lokun eða lengst til næsta viðskiptadags. Seðlabankinn átti ekki aðild að þess- ari ákvörðun, en kallaði viðskiptavakana strax til fundar og var þar ákveðið að opna markaðinn að nýju kl. 12. Að mati Seðlabankans var lokun markaðarins óheppileg, og hefur bankinn látið það í ljós við aðra markaðsaðila að nauðsynlegt kunni að vera að endur- skoða reglur markaðarins hvað þetta atriði áhrærir. Krónan náði lágmarki 14. júlí og styrktist á ný Þrátt fyrir inngrip Seðlabankans þessa þrjá daga lækkaði gengi krónunnar og náði lágmarki 14. júlí þegar krónan var skráð tæplega 0,9% undir mið- gengi, en sá dagur var jafnframt metdagur í viðskipt- um á gjaldeyrismarkaðnum. Heildarviðskipti þann dag námu 20,8 ma.kr. og þar af viðskipti Seðlabank- ans um 3 ma.kr. en viðskipti dagana tvo á undan voru einnig mjög mikil, eða 12,8 ma.kr. og 15,4 ma.kr. Í heild námu inngrip Seðlabankans röskum 7 ma.kr. þessa þrjá daga. Eftir 14. júlí dró mjög úr spennu á gjaldeyrismarkaðnum, viðskipti minnkuðu og krónan styrktist á ný. Þegar þetta er ritað er gengi krónunnar um 1,4% yfir miðju vikmarkanna, liðlega 5% lægra en það varð hæst í maí. Áhlaup á krónuna Enginn vafi er á því að um var að ræða áhlaup á krón- una í þeim skilningi að markaðsaðilar, innlendir og í einhverjum mæli erlendir, endurskoðuðu afstöðu sína til gengis krónunnar og gerðu viðeigandi ráðstafanir, þ.e. keyptu gjaldeyri, lokuðu framvirkum gjaldeyris- sölusamningum eða skiptasamningum til að firra sig tapi af lækkuðu gengi krónunnar. Þessar aðgerðir þrýstu á gengi krónunnar til lækkunar og ýttu enn fleiriaðilumafstað.Ekkertbendir tilþessaðviðskipta- vakarnir á gjaldeyrismarkaðnum hafi sjálfir tekið stöðu gegn krónunni. Þvert á móti var heildargjald- eyrisjöfnuður þeirra nánast í jafnvægi á þessu tíma- bili. Þeir treystu sér hins vegar ekki til að standa gegn Vísitala gengisskráningar og frávik frá miðgildi 115,01 árið 2000 Jan. Feb. Mars Apr. Maí Júní Júlí 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 31.12.1991=100 0,0 1,0 2,0 -1,0 -2,0 -3,0 -4,0 -5,0 -6,0 -7,0 % Vísitala (vinstri ás) Frávik (hægri ás) Mynd 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.