Peningamál - 01.08.2000, Qupperneq 22

Peningamál - 01.08.2000, Qupperneq 22
ríkisfjármálum, en hið opinbera er nú þegar rekið með álitlegum afgangi. Verðlagsþróun á Írlandi er vissulega áhyggjuefni og því ástæða til að skoða hana nokkru nánar. Í fyrsta lagi er vert að taka fram að aukin verðbólga á Írlandi sl. ár stafar að nokkru leyti af skattahækkun á tóbak og áfengi, sem leiddi til u.þ.b 1% meiri hækkunar vísitölunnar en ella. Í öðru lagi er ljóst að lækkun evrunnar hefur haft meiri áhrif á verðlag á Írlandi en annars staðar á evrusvæðinu, því að Bandaríkin og Bretland vega tiltölulega þyngra í utanríkisviðskiptum Íra. Þegar gengi evr- unnar tekur að rétta úr kútnum ættu þessi áhrif að snúast við. Það er því sennilega minni hætta á að óstöðugleiki gengis grafi undan stöðugleika verðlags þegar til lengdar lætur en ef Írland hefði sjálfstæðan gjaldmiðil. Með tilkomu myntbandalagsins er við- skiptajöfnuður ekki sérstakt áhyggjuefni, þar sem hann mun ekki grafa undan gengisstöðugleika, auk þess sem afgangur er á viðskiptajöfnuði Írlands, þrátt fyrir gríðarlegan hagvöxt árum saman. Í þriðja lagi er vert að hafa í huga að verðlag á Írlandi er enn tölu- vert lægra en í kjarnalöndum myntbandalagsins. Undanfarinn áratug hefur hagvöxtur á Írlandi verið mun meiri en annars staðar á evrusvæðinu og eru horfur á að svo verði áfram. Nálgast lífskjör þar nú óðum lífskjör í kjarnaríkjunum. Vænta má samleitni verðlags eins og annarra hagstærða við slíkar að- stæður. Það er því tæpast stórfellt vandamál þótt verðbólga á Írlandi sé tímabundið nokkru meiri en í öðrum löndum myntbandalagsins. Eftir því sem verðlag hækkar mun draga úr því forskoti sem Írland hefur á önnur lönd myntbandalagsins, hagvöxtur hægja á sér og verðbólga leita í sama horf og í hinum evrulöndunum. Ekki er þó óhugsandi að verðlag hækki tímabundið meira en hollt er frá langtímasjón- armiði séð. Hagvaxtarundrið í Bandaríkjunum – er það bóla? Hagvaxtarskeiðið í Bandaríkjunum sem staðið hefur yfir í 112 mánuði og varir enn varð snemma á þessu ári hið lengsta frá því að sambærilegar mælingar hófust. Hefur lengd þess komið flestum í opna skjöldu. Áætlað er að hagvöxtur á síðasta ári hafi verið 4,2% og OECD spáir 4,5% hagvexti á árinu 2000. Hagvöxtur var með eindæmum mikill undir lok síðasta árs og í byrjun þessa árs, en nýlega hafa komið fram vísbendingar um að hagvöxtur sé farinn að hægja nokkuð á sér.9 Hagvöxtur undanfarinna ára hefur ekki leitt til aukinnar verðbólgu svo að heitið geti, að áhrifum hækkandi orkuverðs undanskildum, þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi minnkað langt niður fyrir þau mörk sem áður voru talin samrýmast stöð- ugu verðlagi. Atvinnuleysi var í apríl sl. í 30 ára lág- marki eða 3,9%. Deilt er um ástæður hins langvinna og mikla hag- vaxtar í Bandaríkjunum og gætir þar tveggja megin- viðhorfa: Annars vegar eru uppi hugmyndir um að hagvaxtarskeiðið hafi dregist á langinn vegna þess að langtímahagvaxtargeta bandarísks þjóðarbúskapar hafi aukist. Hins vegar er því haldið fram að hagstæð ytri skilyrði hafi stuðlað að því að mikill hagvöxtur gat farið saman við litla verðbólgu. Sennilega hafa báðir aðilar eitthvað til síns máls. PENINGAMÁL 2000/3 21 Verðbólga og atvinnuleysi í Bandaríkjunum 1990-2000 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 3.0 3.5 4.0 4.5 5.0 5.5 6.0 6.5 7.0 7.5 8.0 8.5 9.0 % 1.0 1.5 2.0 2.5 3.0 3.5 4.0 4.5 5.0 5.5 6.0 6.5 7.0 % Atvinnuleysi (árstíðarleiðrétt) (vinstri ás) Verðbólga (hægri ás) Mynd 7 Heimild: Datastream. Hagvöxtur í Bandaríkjunum 1960-2000 *Spá OECD. Miðað við laun Miðað við verðlag 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000* 0.0 1.0 2.0 3.0 4.0 5.0 6.0 7.0 8.0 -1.0 -2.0 % Mynd 6 Heimild: Datastream. 9. Hagvöxtur á síðasta fjórðungi ársins 1999 var t.d. hinn mesti í 15 ár og vöxtur einkaneyslu á fyrsta ársfjórðungi 2000 var hinn mesti í 17 ár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.