Peningamál - 01.08.2000, Síða 24
4,4% skv. spá OECD, er skýr vísbending um að góð-
æri síðustu ára sé að hluta til fengið að láni. Hefur
viðskiptahalli Bandaríkjanna ekki orðið jafnmikill
frá stríðslokum. Jafnframt er viðskiptahallinn mikil-
vægur öryggisventill sem komið hefur í veg fyrir að
eftirspurnarofþensla leiddi til aukinnar verðbólgu.
Halli á utanríkisviðskiptum olli því að hagvöxtur
mældist rúmlega 1% minni á árunum 1998-1999 en
ella og má telja næsta víst að ekki hefði verið hægt að
fullnægja svo mikilli eftirspurn á innlendum markaði
án umtalsverðra verðbólguáhrifa. Sparnaður hins
opinbera hefur aukist en einkasparnaður dregist
saman að sama skapi og þjóðhagslegur sparnaður
haldist nálægt sögulegu lágmarki. Fjársparnaður
heimilanna sem hlutfall af ráðstöfunartekjum hefur
verið lítill sem enginn og með því allra lægsta sem
gerist á meðal OECD-ríkja.13 Skuldir fyrirtækja sem
hlutfall af landsframleiðslu hafa aukist verulega og
eru nú hærri en þær hafa mælst áður.14
Öflug fjárfesting hefur átt ríkan þátt í að tryggja
langlífi núverandi hagvaxtarskeiðs í Bandaríkjunum
og valdið því að vöxtur framleiðni og framboðs hefur
verið með eindæmum ör. Vöxtur einkaneyslu hefur
þó einnig átt verulegan og vaxandi hlut að máli og nú
er svo komið að vöxtur eftirspurnar slær vexti fram-
boðs við. Einkaneysla óx um 5,3% á síðasta ári og
vex vart miklu hægar á þessu ári, ef marka má fyrsta
fjórðung ársins.. Einkaneysla jókst um 5,3% á síðasta
ári og OECD spáir 4,8% vexti einkaneyslu á árinu
2000. Samsvörun er á milli aukinnar einkaneyslu og
minni einkasparnaðar. Eins og á Íslandi er vöxtur
einkaneyslu í Bandaríkjunum byggður á lántökum og
endurspeglar ríkjandi bjartsýni um framtíðar tekju-
horfur. Atvinnuleysi hefur farið minnkandi, atvinna
aukist og vinnustundum fjölgað. Að auki hækkaði
eignaverð, einkum verð hlutabréfa, hröðum skrefum
fram á yfirstandandi ár. Því má ætla að töluverðra
áhrifa auðsmyndunar á einkaneyslu hafi gætt á síð-
asta ári og allt fram á þetta ár, en í apríl tók að gæta
vaxandi óróa á verðbréfamörkuðum og verð hluta-
bréfa hefur lækkað umtalsvert frá því að það reis
hæst fyrr á árinu. Sveiflur verðbréfa í tæknigeiranum,
sem endurspeglast í Nasdaq-vísitölunni, hafa verið
sérlega miklar. Að hluta til má rekja þessa þróun til
væntinga um áframhaldandi hækkun vaxta, sem
þegar er farin að hafa áhrif í þeim geirum sem næm-
astir eru fyrir vaxtabreytingum. Einnig er ljóst að
verð hlutabréfa var orðið mjög hátt í sögulegum
samanburði.
Hvers vegna hinn óvenjuöri hagvöxtur í Banda-
ríkjunum hefur ekki haft meiri áhrif á verðlagsþróun
en raun ber vitni hefur valdið nokkrum heilabrotum.
Vilja sumir skrifa það að mestu á reikning nýbúskap-
arins og örrar framleiðniaukningar. Ýmsar aðrar að-
PENINGAMÁL 2000/3 23
Heimild: OECD.
Viðskiptahalli og þjóðhagslegur sparnaður í
Bandaríkjunum 1980-2000
1980 1985 1990 1995 2000
0,0
0,8
-0,8
-1,6
-2,4
-3,2
-4,0
-4,8
-5,6
%
13
14
15
16
17
18
19
20
21
%
Mynd 9
Viðskiptahalli (v. ás)
Þjóðhagslegur
sparnaður (h. ás)
Bæjar- og
sveitarfélög
Heimili
Atvinnuvegir
Hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum 1997-2000
Ríkissjóður og
ríkisstofnanir
50
100
150
200
250
300
350
400
31.12.1996=100
Dow Jones Industrial
Wilshire 5000
Nasdaq
Mynd 10
1997 1998 1999 2000
Heimild: Datastream.
13. Áætlað er að hlutfallið hafi numið 2,4% á síðasta ári og verði 1,4% á
yfirstandandi ári skv. spá OECD. Sparnaður er álíka mikill í Kanada,
Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Svíþjóð, en þess ber að geta að nokkru getur
munað á skilgreiningum milli landa.
14. Skuldir annarra fyrirtækja en fjármálafyrirtækja námu á síðasta ári rúm-
lega 45% af landsframleiðslu og hlutfallið var mun hærra hjá smærri
fyrirtækjum. Í hlutfalli við markaðsverðmæti fyrirtækja er skuldahlut-
fallið þó lágt í sögulegu samhengi. Sjá Carol Osler og Gijoon Hong:
„Rapidly rising Corporate Debt: Are Firms Now Vulnerable to an Eco-
nomic Slowdown?“ Current Issues in Economics and Finance, vol. 6 #
7, Federal Reserve Bank of New York, júní 2000.