Peningamál - 01.08.2000, Page 36

Peningamál - 01.08.2000, Page 36
sinnar að NOREX. Einnig er í sumar unnið að sam- starfsverkefni VÞÍ og fleiri aðila um framþróun verðbréfamarkaðar, með það að markmiði að stuðla að trúverðugleika og samkeppnishæfni markaðarins og gera hann þannig sem best búinn til að þjóna hlutverki sínu í hagkerfinu. Þar er m.a. til athugunar nánari aðgreining almennra og lokaðra útboða, skil- greining og afmörkun gráa markaðarins, reglur um innherjaviðskipti og um aukna upplýsingagjöf, þ.á m. ársfjórðungsuppgjör og fleira.3 Annað stórt skref fyrir tæknilega framþróun markaðarins var stigið í sumar þegar fyrstu rafrænu hlutabréfin voru gefin út hérlendis. Það voru hluta- bréf Össurar hf. og var hægt að eiga viðskipti með þau frá og með 14. júní sl. Með rafrænni skráningu verða viðskipti með hlutabréf og önnur verðbréf bæði öruggari og auðveldari, ekki síst fyrir erlenda fjárfesta. Rafræn viðskipti munu því greiða götu er- lends fjármagns inn á íslenska hlutafjármarkaðinn. Verðbréfaskráning Íslands hf. áætlar að um 18 mán- uðir muni líða uns allt hlutafé á VÞÍ verður rafrænt skráð. Samrunar og nýskráningar 76 félög voru skráð á VÞÍ 30. júní sl. sem er einu fleira en í upphafi árs. Afskráningar hafa verið óvenjumargar á árinu, en fjórar sameiningar skráðra félaga hafa leitt til jafnmargra afskráninga nettó og tvö félög hafa verið afskráð af öðrum ástæðum. Sjö ný félög hafa verið skráð, þ.á m. það félag sem nú er fjórða stærst á þinginu. Vægi atvinnugreina á VÞÍ hefur breyst verulega með mikilli fjölgun fyrirtækja síðustu ár. Í nokkur ár var langstærstur hluti markaðsverðmætisins í sjávar- útvegi, eða allt að 40%. Þetta hefur breyst á árunum 1998-2000 og er vægi sjávarútvegs nú um 19%. Hann er nú næststærsta atvinnugreinin á þinginu, á eftir fjármála- og tryggingagreininni. Myndir 2a og 2b sýna skiptinguna annars vegar í árslok 1995 og hins vegar í júní 2000. Mikil veltuaukning á eftirmarkaði Framboð og eftirspurn eftir eignarhlutum í íslenskum hlutafélögum hefur aukist mikið á undanförnum ár- um. Viðskipti með skráð hlutabréf jukust hægt og PENINGAMÁL 2000/3 35 (30. júní) Þróun markaðsverðs og fjölda hlutafélaga á VÞÍ 1990 - 2000 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 2000 0 50 100 150 200 250 300 350 400 450 Ma.kr. 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 Fjöldi Markaðsverðmæti (vinstri ás) Fjöldi félaga (hægri ás) Mynd 1 Heimild: VÞÍ. 3. Í viðtali við Morgunblaðið 18. maí sl. bendir dr. Daniel Levin á ókosti þess að viðskipti með hlutabréf fari fram utan skipulegs markaðar og nauðsyn þess að setja reglur um „gráa markaðinn“, en víða erlendis hafa slíkar reglur það markmið að vernda og jafna stöðu fjárfesta. Mynd 2a Stærstu atvinnugreinar á VÞÍ í árslok 1995 11,5% 17,8% 31,2% 24,5% 6,7% 8,4% Olíudreifing Fjármál og tryggingar Annað Hlutabréfasjóðir Sjávarútvegur Samgöngur Heimild: VÞÍ. Mynd 2b Stærstu atvinnugreinar á VÞÍ 30. júní 2000 33,3% 8,8% 9,6% 8,8% 18,7% 6,1% 14,7% Upplýsingatækni Fjármál og tryggingar Annað Hlutabréfasjóðir Sjávarútvegur Samgöngur Iðnaður og framleiðsla Heimild: VÞÍ.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.