Peningamál - 01.08.2000, Side 38

Peningamál - 01.08.2000, Side 38
PENINGAMÁL 2000/3 37 vilja eiga í gegnum súrt og sætt hins vegar, en á þessu hefur þó orðið breyting. Meiri verðsveiflur en áður Á árinu 1999 hækkaði verð hlutabréfa á aðallista VÞÍ um 45% sem er langmesta hækkun á einu ári fyrir ut- an árið 1996. Vísitölur allra atvinnugreina hækkuðu á árinu, sjávarútvegur og verslun og þjónusta minnst en aðrar á bilinu 30%-74%. Helstu ástæður fyrir hækkunum síðasta árs eru hagvöxtur, hagstæð efna- hagsskilyrði og góð afkoma fyrirtækja, almenn bjart- sýni og þættir sem kenna má við þá hluthafamenn- ingu sem til er orðin hérlendis. Mikið framboð láns- fjár kann að hafa aukið eftirspurn, en fjárfestar hafa m.a. fjármagnað hlutabréfakaup með lánum. Eftir- spurn eftir hlutabréfum hefur verið almenn meðal fjárfesta og fjármagn verið flutt úr skuldabréfum yfir í hlutabréf. Sú þróun hófst raunar fyrr en sl. haust og er hliðstæð því sem gerst hefur erlendis. Fjármála- og tryggingagreinin lagði mest til hækkunar aðallista og úrvalsvísitölu á sl. ári. Hún er að stærstum hluta fyrirtæki sem skammt er síðan voru einkavædd í útboðum þar sem verðlagning mið- aðist m.a. við að ná dreifðri eignaraðild, sem kann að hluta að skýra mikla verðhækkun þeirra á markaði. Upplýsingatæknigreinin hækkaði mest allra greina, en miklar væntingar eru um vöxt greinarinnar auk þess sem arðsemi hennar var í heild ágæt. Á um átta mánaða tímabili fram til febrúar 2000 hækkaði úrvalsvísitalan um 65%. Á sama tímabili hækkaði vaxtarlistinn jafnmikið en aðallistinn aðeins minna, um 60%. Eftir 17. febrúar lækkaði verðið loks og það verulega. Lækkunin frá hæsta punkti til þess lægsta innan ársins er nú um 22%, sem er svipað og mesta lækkun sem áður hefur orðið innan árs, á sjö síðustu mánuðum ársins 1997. Bæði úrvalsvísi- tala og heildarvísitala aðallista hafa nú lækkað niður fyrir áramótastöðu sína en heildarvísitala vaxtarlista státar af um 30% gengishækkun frá ársbyrjun, sem „Hluthafamenning“ (e. shareholder culture) er hugtak sem sést hefur einkum í sambandi við einkavæðingar- áform stjórnvalda í ýmsum löndum, en eitt markmiðið með einkavæðingu getur verið að mynda slíka menn- ingu. Hugtakið nær yfir fylgifiska virkrar þátttöku al- mennings á hlutafjármarkaði, á borð við aukinn áhuga og bætt skynbragð almennings á gangverki atvinnulífs- ins og skilning á nauðsyn þess að fjármagn skili arði. Jákvætt samband er á milli þroska hlutafjármarkaðar og stigs hluthafamenningar og síðustu misseri hefur hlut- hafamenning aukist hérlendis. Það má merkja af því að tugir þúsunda landsmanna hafa tekið þátt í einstökum hlutafjárútboðum, hlutafjáreign er orðin almenn, hluta- fjármarkaður er áberandi í fjölmiðlum og umræðu og mikill fjöldi fylgist með og tekur þátt í markaðnum, m.a. á veraldarvefnum. Í lok ársins 1999 áttu um 52.700 heimili hlutabréf skv. skattframtölum og hefur þeim fjölgað um 17.500 á aðeins 4 árum. Hluthafamenning Heimild: VÞÍ. Daglegar vísitölur Hlutabréfaverð 1997 - 2000 1997 1998 1999 2000 800 1.000 1.200 1.400 1.600 1.800 2.000 31/12 1997=100 Úrvalsvísitala VÞÍ Heildarvísitala aðallista VÞÍ Heildarvísitala vaxtarlista VÞÍ Mynd 4 Tafla 2 Hlutabréfamarkaðir Norðurlanda 20001 Ís- Dan- Finn- Nor- Sví- 30. apríl 2000: land mörk land egur þjóð Fjöldi hlutafélaga ......... 75 232 148 194 273 þar af erlend félög...... 0 9 4 20 21 Markaðsvirði í ma.evra 6,3 125,1 72,3 71,1 527,1 Markaðsvirði/VLF (%) 61,3 73,9 56,5 45,2 210,3 Veltuhraði (%) .............. 16,7 52,9 55,3 100,6 100,1 30. júní 2000: Verðbr. frá ársbyrjun (%) -4,8 12,5 4,3 1,0 9,7 Verðbr. sl. 12 mán. (%) 33,1 40,0 98,9 18,8 58,6 V/H-hlutfall .................. 25,4 26,6 69,3 20,8 31,0 Meðalverðhækkun á ári 1995-1999 (%) ..... 31,7 21,7 51,2 15,7 33,3 1. Tölur um fjölda og virði félaga og veltu miðast við 30. apríl en tölur um gengi við 30. júní. Heimildir: Datastream, Nordic Securities Markets, VÞÍ.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.