Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 38

Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 38
PENINGAMÁL 2000/3 37 vilja eiga í gegnum súrt og sætt hins vegar, en á þessu hefur þó orðið breyting. Meiri verðsveiflur en áður Á árinu 1999 hækkaði verð hlutabréfa á aðallista VÞÍ um 45% sem er langmesta hækkun á einu ári fyrir ut- an árið 1996. Vísitölur allra atvinnugreina hækkuðu á árinu, sjávarútvegur og verslun og þjónusta minnst en aðrar á bilinu 30%-74%. Helstu ástæður fyrir hækkunum síðasta árs eru hagvöxtur, hagstæð efna- hagsskilyrði og góð afkoma fyrirtækja, almenn bjart- sýni og þættir sem kenna má við þá hluthafamenn- ingu sem til er orðin hérlendis. Mikið framboð láns- fjár kann að hafa aukið eftirspurn, en fjárfestar hafa m.a. fjármagnað hlutabréfakaup með lánum. Eftir- spurn eftir hlutabréfum hefur verið almenn meðal fjárfesta og fjármagn verið flutt úr skuldabréfum yfir í hlutabréf. Sú þróun hófst raunar fyrr en sl. haust og er hliðstæð því sem gerst hefur erlendis. Fjármála- og tryggingagreinin lagði mest til hækkunar aðallista og úrvalsvísitölu á sl. ári. Hún er að stærstum hluta fyrirtæki sem skammt er síðan voru einkavædd í útboðum þar sem verðlagning mið- aðist m.a. við að ná dreifðri eignaraðild, sem kann að hluta að skýra mikla verðhækkun þeirra á markaði. Upplýsingatæknigreinin hækkaði mest allra greina, en miklar væntingar eru um vöxt greinarinnar auk þess sem arðsemi hennar var í heild ágæt. Á um átta mánaða tímabili fram til febrúar 2000 hækkaði úrvalsvísitalan um 65%. Á sama tímabili hækkaði vaxtarlistinn jafnmikið en aðallistinn aðeins minna, um 60%. Eftir 17. febrúar lækkaði verðið loks og það verulega. Lækkunin frá hæsta punkti til þess lægsta innan ársins er nú um 22%, sem er svipað og mesta lækkun sem áður hefur orðið innan árs, á sjö síðustu mánuðum ársins 1997. Bæði úrvalsvísi- tala og heildarvísitala aðallista hafa nú lækkað niður fyrir áramótastöðu sína en heildarvísitala vaxtarlista státar af um 30% gengishækkun frá ársbyrjun, sem „Hluthafamenning“ (e. shareholder culture) er hugtak sem sést hefur einkum í sambandi við einkavæðingar- áform stjórnvalda í ýmsum löndum, en eitt markmiðið með einkavæðingu getur verið að mynda slíka menn- ingu. Hugtakið nær yfir fylgifiska virkrar þátttöku al- mennings á hlutafjármarkaði, á borð við aukinn áhuga og bætt skynbragð almennings á gangverki atvinnulífs- ins og skilning á nauðsyn þess að fjármagn skili arði. Jákvætt samband er á milli þroska hlutafjármarkaðar og stigs hluthafamenningar og síðustu misseri hefur hlut- hafamenning aukist hérlendis. Það má merkja af því að tugir þúsunda landsmanna hafa tekið þátt í einstökum hlutafjárútboðum, hlutafjáreign er orðin almenn, hluta- fjármarkaður er áberandi í fjölmiðlum og umræðu og mikill fjöldi fylgist með og tekur þátt í markaðnum, m.a. á veraldarvefnum. Í lok ársins 1999 áttu um 52.700 heimili hlutabréf skv. skattframtölum og hefur þeim fjölgað um 17.500 á aðeins 4 árum. Hluthafamenning Heimild: VÞÍ. Daglegar vísitölur Hlutabréfaverð 1997 - 2000 1997 1998 1999 2000 800 1.000 1.200 1.400 1.600 1.800 2.000 31/12 1997=100 Úrvalsvísitala VÞÍ Heildarvísitala aðallista VÞÍ Heildarvísitala vaxtarlista VÞÍ Mynd 4 Tafla 2 Hlutabréfamarkaðir Norðurlanda 20001 Ís- Dan- Finn- Nor- Sví- 30. apríl 2000: land mörk land egur þjóð Fjöldi hlutafélaga ......... 75 232 148 194 273 þar af erlend félög...... 0 9 4 20 21 Markaðsvirði í ma.evra 6,3 125,1 72,3 71,1 527,1 Markaðsvirði/VLF (%) 61,3 73,9 56,5 45,2 210,3 Veltuhraði (%) .............. 16,7 52,9 55,3 100,6 100,1 30. júní 2000: Verðbr. frá ársbyrjun (%) -4,8 12,5 4,3 1,0 9,7 Verðbr. sl. 12 mán. (%) 33,1 40,0 98,9 18,8 58,6 V/H-hlutfall .................. 25,4 26,6 69,3 20,8 31,0 Meðalverðhækkun á ári 1995-1999 (%) ..... 31,7 21,7 51,2 15,7 33,3 1. Tölur um fjölda og virði félaga og veltu miðast við 30. apríl en tölur um gengi við 30. júní. Heimildir: Datastream, Nordic Securities Markets, VÞÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.