Peningamál - 01.08.2002, Síða 29

Peningamál - 01.08.2002, Síða 29
28 PENINGAMÁL 2002/3 Í byrjun árs 1993 stofnuðu Landsbanki Íslands, Íslandsbanki hf., Búnaðarbanki Íslands og Lána- stofnun sparisjóðanna (síðar Sparisjóðabanki Ís- lands) daglánamarkað fyrir innstæður sínar í Seðla- banka. Auk þeirra viðskipta miðlaði Lánastofnun sparisjóðanna millibankalánum til sparisjóðanna innbyrðis. Þetta markaði upphaf þess að hægt var að fylgjast daglega með lánveitingum á millibanka- markaði. Bankastofnanirnar tilkynntu Seðlabank- anum öll viðskipti á þessum markaði með símbréfi. Ávöxtunin í þessum viðskiptum fylgdi að mestu ávöxtun ríkisvíxla á uppboðum. Þegar þarna var komið sögu má segja að Seðlabankinn hafi tekið óbeint þátt í millibankaviðskiptum með endur- hverfum verðbréfakaupum en þá áttu bankar og sparisjóðir þess kost að selja Seðlabankanum verð- bréf í 10-20 daga gegn endurkaupasamningi. Litlar breytingar urðu á millibankalánum. Nokkur vöxtur var árin 1996 og 1997 eftir fremur lítil viðskipti 1994 og 1995. Endurskipulagning millibankamarkaðar með krónur Í desember 1997 fór að bera á lausafjárskorti í banka- kerfinu. Lausafjárskortinn mátti helst rekja til árstíðabundinnar lausafjáreftirspurnar vegna jólanna. Afleiðingar þess urðu meðal annars þær að á fjár- magnsmarkaði voru í sumum tilvikum boðnir háir vextir fyrir fjármuni til skamms tíma. Töluvert mis- ræmi varð á vaxtakjörum í einstökum viðskiptum. Skipulagður og sýnilegur millibankamarkaður með krónur var ekki til staðar og því erfitt að vita hvaða kjör stóðu almennt til boða. Greið leið fyrir fyrir- greiðslu Seðlabankans var þá í gegnum ríkisvíxla- markaðinn, bæði með endurhverfum verðbréfakaup- um þar sem ríkisvíxlar eru settir sem trygging og með viðskiptum á eftirmarkaði. Bankarnir áttu hins vegar lítið af ríkisvíxlum í lok árs og því var þessi algengasta fyrirgreiðsluleið Seðlabankans bönkum að mestu lokuð. Því endurspegluðu vextir ríkisvíxla ekki fjárþörf bankanna. Við þessar aðstæður var aðilum á fjármálamark- aði ljóst að mikilvægt var að stofnsetja formlegan millibankamarkað með krónur sem sýndi stöðugt þær breytingar sem verða í vaxtaþróun á skammtíma- markaði. Einnig gefur sýnilegur og samfelldur milli- bankamarkaður bönkum færi á inn- og útlánum sín á milli og tryggir að markaðskjör séu öllum markaðs- aðilum ljós á hverjum tíma. Markaður sem þannig miðlar upplýsingum um breyttar markaðsaðstæður gefur Seðlabankanum einnig fljótt upplýsingar sem bankinn getur notað við eigin ákvarðanir. Seðlabankinn hóf, ásamt þátttakendum á milli- bankamarkaðnum, undirbúning nýrra reglna um markaðinn. Þessar nýju reglur tóku síðan gildi þann 10. júní 1998 og voru átta lánastofnanir þátttakendur á markaðnum. Núverandi fyrirkomulag markaðarins Hér á Íslandi nefnast millibankavextirnir REIBOR (Reykjavík Inter Bank Offered Rates) og REIBID og eru hinir fyrri útlánsvextir.2 Þá vexti er hugsanlegt að nota sem grunnvexti í útlánum banka til viðskipta- vina ef vaxtakjör eru breytileg. Slík lán má veita á REIBOR kjörum (mismunandi tímalengda) að við- bættu álagi svo dæmi sé tekið. Þátttakendur á markaðnum í dag eru Landsbanki Íslands hf., Íslandsbanki hf., Búnaðarbanki Íslands hf., Kaupþing banki hf., Sparisjóðabanki Íslands hf., Sparisjóður Hafnarfjarðar og Sparisjóður Reykja- víkur og nágrennis. Regluverk og framsetning tilboða Samkvæmt gildandi reglum um viðskipti á milli- bankamarkaði í íslenskum krónum ber markaðs- aðilum að sýna opinberlega (og uppfæra eigi sjaldnar en á 5 mínútna fresti) vaxtatilboð á markaðnum í tiltekinn bindi- eða lánstíma. Að ósk annars markaðs- aðila verður þátttakandi einnig að gefa bindandi vaxtatilboð vegna sömu bindi- eða lánstíma fyrir tilteknar lágmarksfjárhæðir. Opinber tilboð þátttak- enda skulu ná yfir einn dag (yfir nótt), eina viku, tvær vikur, einn mánuð, tvo mánuði, þrjá mánuði, sex mánuði, níu mánuði og tólf mánuði.3 Tilgreind skulu bæði inn- og útlánstilboð og skal lágmarksfjárhæð tilboða frá eins dags til sex mánaða lánstíma vera 100 2. Þekktustu millibankavextirnir á erlendum mörkuðum eru líklega LIBOR-vextir (London Inter Bank Offered Rates). LIBOR-vextir eru skilgreindir sem: „þau almennu kjör sem bjóðast á lánum í tilteknum gjaldmiðli á millibankamarkaði í London á þeim tíma sem vextirnir eru ákvarðaðir.“ LIBOR-vextir eru notaðir sem viðmiðunarvextir í fjármálaviðskiptum um allan heim, hvort sem um er að ræða hefðbundin lán, gjaldmiðlasamninga eða afleiðuviðskipti. 3. Auðkenni tímalengda: einn dagur er táknaður sem O/N (over night) eða T/N (tomorrow next), ein vika sem S/W (spot week), tvær vikur sem 2 W, einn mánuður sem 1 M, tveir mánuðir sem 2 M, þrír mánuðir sem 3 M, sex mánuðir sem 6 M, níu mánuðir sem 9 M og tólf mánuðir sem 12 M.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.