Peningamál - 01.08.2002, Side 34

Peningamál - 01.08.2002, Side 34
PENINGAMÁL 2002/3 33 bankanum. Hann skal tilkynna fjárhæð í Bandaríkja- dölum, tímalengd, stundargengi og framvirkt álag/ frádrag. Framvirkt álag (e. forward points) er álag á stundargengi sem byggist á vaxtamun gjaldmiðlanna. Seðlabankinn birtir veltutölur á Reuterssíðu í lok dags. Lýsing viðskipta Eftirfarandi dæmi lýsir því hvernig viðskipti fara fram á markaði með gjaldeyrisskiptasamninga. Markaðsaðili A á Bandaríkjadali en skortir krónur til 3 mánaða. A hefur nokkra kosti og er einn þeirra að fá krónur að láni á millibankamarkaði. Einnig getur hann átt viðskipti á gjaldeyrisskiptamarkaði og er hann þá í raun að setja jafngilda upphæð Banda- ríkjadala að veði. A ákveður að hringja í markaðsaðila B og biðja um verðtilboð í gjaldeyrisskiptasamning til 3 mánaða um viðmiðunarupphæðina 3 milljónir Bandaríkja- dala. B gerir honum tilboð sem hljóðar upp á stundar- viðskipti á 100 kr. pr. Bandaríkjadal og framvirka álagið 1,6 (jafngildir 1,60 kr. pr. Bandaríkjadal). A gengur að tilboðinu og selur 3 milljónir Bandaríkja- dala á verðinu 100 og fær 300 m.kr. í staðinn. Að þremur mánuðum liðnum mun A kaupa 3 milljónir Bandaríkjadala á verðinu 101,6 (sem er stundargengi að viðbættu framvirku álagi) sem jafngildir 304,8 m.kr. Mismunurinn sem B fær fyrir krónurnar, 4,8 m.kr., er sú krafa sem hann gerir til ávöxtunar krónu- upphæðarinnar að frádreginni þeirri ávöxtun sem hann getur fengið fyrir Bandaríkjadalina á gildistíma samningsins. Á millibankamarkaði með gjaldeyrisskiptasamn- inga er miðað við vexti á millibankamarkaði með krónur og millibankavexti í Bandaríkjadölum. Þá reikna markaðsaðilar verðbil á vexti (líkt og verðbil á gjaldeyrismarkaði) og reglur um markaðinn kveða svo á að það megi ekki vera meira en 0,25 prósentur samtals. Er þá átt við sameiginlegt verðbil innlendra og erlendra vaxta. Það getur hins vegar verið minna. Aðstæður hverju sinni ráða því hvort aðilar sjá sér hag í því að minnka verðbilið. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að A og B gera með sér gjaldeyrisskiptasamning. Aðstæður á milli- bankamarkaði með krónur og gjaldeyrismarkaði geta verið þannig að hvorugur telji vænlegt að eiga við- skipti á þeim. Oft þarf ekki mikil viðskipti til að hreyfa við jafn litlum mörkuðum og eru hér á landi. Útlánaígildi gjaldeyrisskiptasamninga samkvæmt reglum um eiginfjárhlutfall lánastofnana og fyrir- tækja í verðbréfaþjónustu (nr. 693/2001) er töluvert minna en á beinum lánum á krónumarkaði þar sem aðilar gjaldeyrisskiptasamnings hafa óbeint veð í þeim gjaldmiðlum sem skipst var á með samningnum og því er áhættan helst fólgin í óvæntum verð- Gjaldeyrisskiptasamningur virkar þannig að einn aðili kaupir/selur Bandaríkjadal gagnvart krónu á stundargengi (stundarviðskipti) og jafnframt því gerir hann framvirkan samning þar sem hann selur/ kaupir Bandaríkjadal gagnvart krónu eftir ákveðinn tíma á ákveðnu gengi sem kallast framvirkt gengi (framvirk viðskipti). Gjaldeyrisskiptasamningur er því einn samningur sem felur í sér stundarviðskipti og framvirk viðskipti. Framvirkt gengi er ekki spá aðila um gengi gjald- miðla að ákveðnum tíma liðnum heldur er framvirkt gengi samtala stundargengis og svokallaðs framvirks álags (á fjármálamörkuðum gjarnan nefnt framvirkir punktar, e. forward points.) Álagið byggist á vaxta- mun viðkomandi gjaldmiðla. Framvirkt álag getur hvort sem er verið jákvætt (álag) eða neikvætt (frá- drag). Þar sem íslenska krónan er hávaxtamynt um þessar mundir (miðað við helstu viðskiptalönd) og vaxtamunurinn því jákvæður er framvirka álagið já- kvætt og leiðir til þess að framvirka gengið er hærra en stundargengið. Framvirkt álag er reiknað á eftirfarandi hátt: S = stundargengi vISK = innlendir millibankavextir aISK = verðbil í innlendum vöxtum (jákvæð stærð ef um framvirk kaup er að ræða, annars neikvæð) verl = erlendir millibankavextir aerl = verðbil í erlendum vöxtum (jákvæð stærð ef um framvirka sölu er að ræða, annars neikvæð) d = fjöldi daga á ári Framvirkt álag ( ) ( ) S d a v d a v S erl erl ISK ISK −           ⋅ + + ⋅ + + ⋅ = 360 1 360 1 álag Framvirkt

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.