Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 3

Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 3
hækkanir verði hóflegar í kjarasamningum í upphafi næsta árs og að flöskuhálsar sem kunna að myndast í einstökum starfsgreinum verði greiðlega leystir með innflutningi vinnuafls. Bregðist það mun verðbólga verða meiri þegar frá líður en hér er spáð miðað við óbreytta vexti Seðlabankans. Mikilvægir óvissuþættir lúta að þeirri stefnu sem kynnt verður á næstunni í ríkisfjármálum og hús- næðismálum. Verðbólguspáin er byggð á þeirri for- sendu að stefnan í ríkisfjármálum verði ekki til að örva eftirspurn umfram það sem þegar hefur verið ákveðið með flýtiframkvæmdum til að auka atvinnu. Þannig er reiknað með að vöxtur samneyslu verði undir sögulegu meðaltali og að ekki komi til aðgerða á útgjalda- eða tekjuhlið ríkissjóðs sem raska afkomu hans. Þá er ekki reiknað með breytingum á húsnæðis- fjármögnun sem gætu hækkað húsnæðisverð og örvað almenna eftirspurn. Verði afkoma ríkissjóðs verri vegna aðgerða á útgjalda- og/eða tekjuhlið verður verðbólga meiri en hér er spáð. Vextir munu þá þurfa að hækka fyrr og meira en ella en það yrði mjög óheppilegt þar sem það myndi stuðla að hærra gengi og þrengja þannig enn frekar að útflutnings- og samkeppnisgreinum. Litið lengra fram á veginn er nauðsynlegt að ríkið leggi fram áætlun til nokkurra ára til mótvægis við stóriðjuframkvæmdirnar. Fjármálaráðuneytið hefur kynnt að það vinni að slíkri áætlun sem væntanlega verður lögð fram í síðasta lagi í haust samhliða fjár- lagafrumvarpi. Efni þeirrar áætlunar mun ráða miklu um hvenær og hve mikið vextir munu hækka hér á landi á næstu misserum. Í því sambandi er mikilvægt að ekki komi til skattalækkana á allra næstu árum nema þær séu fjármagnaðar að fullu með niðurskurði útgjalda eða hækkun annarra skatta. Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar í vor var boðað að lánshlutfall almennra íbúðalána yrði hækkað á kjörtímabilinu í áföngum í allt að 90% af verðgildi eigna og rætt hefur verið um hækkun há- markslána. Ekki liggur á þessu stigi fyrir með hvaða hætti þessi stefna verður útfærð. Hins vegar er mjög mikilvægt að haft sé í huga að breytingar af þessu tagi gætu við núverandi aðstæður haft hliðstæð áhrif á gengi og peningastefnu og hljótast myndu af minna aðhaldi í ríkisfjármálum. Peningastefnan yrði þá að bregðast við með hærri vöxtum en ella og gengi krónunnar myndi hækka. Við þær aðstæður sem framundan eru myndi það ekki bæta stöðuna ef er- lendir aðilar fjármögnuðu húsnæðisviðskipti óbeint með auknum kaupum á húsbréfum, þar sem hætt er við að gengi krónunnar myndi þá hækka enn frekar, a.m.k. um tíma. Það skapar einnig þá hættu að út- lendingar dragi úr húsbréfaeign sinni ef tímabundin efnahagslægð vegna loka stóriðjuframkvæmda verður til þess að þeir endurmeta áhættu við fjárfest- ingu hér á landi. Það gæti magnað gengislækkun- arþrýsting sem hugsanlega yrði þá til staðar vegna niðursveiflu í tengslum við lok stóriðjuframkvæmda og langtímavextir myndu hækka þvert á þróun hag- sveiflunnar. Til viðbótar vanda við eftirspurnarstjórn- un er því hugsanlegt að fjármálalegur óstöðugleiki gæti skapast. Því er mjög mikilvægt að þjóðhagsleg áhrif þessara áforma verði skoðuð rækilega áður en í þau verður ráðist. Bankastjórn Seðlabankans telur ekki tilefni til breytinga á vöxtum nú í ljósi þeirrar greiningar og verðbólguspár sem hér er birt. Verðbólguspá tvö ár fram í tímann sem er yfir markmiði er því ekki í þessu tilfelli nægjanleg ástæða til vaxtahækkunar. Það verður einnig að líta til þess að frávikið er lítið og óvissan mikil. Þess vegna skiptir máli hversu lítil verðbólgan er um þessar mundir og verður líklega á næstunni. Varðandi frávik verðbólgu frá markmiði er mikilvægt að hafa í huga að árangursrík og trúverðug peningastefna veitir langtímasjónarmiðum meira vægi en skammtímasjónarmiðum og ekki er í raun mögulegt né heppilegt að fínstilla framvindu verð- bólgunnar með of sveiflukenndum vöxtum. Eins og nefnt var í síðustu Peningamálum er það enn líklegast að vextir verði óbreyttir um hríð en hækki síðan þegar nær dregur hátoppi stóriðjufram- kvæmda. Hins vegar gæti orðið eitthvað lengra en áður var talið í að nauðsynlegt verði að hækka vexti þar sem verðbólga hefur verið mjög lítil að undan- förnu og verður áfram lítil, m.a. vegna lítillar alþjóðlegrar verðbólgu, og metinn framleiðsluslaki er meiri en áður var talið. Þó veltur þetta eins og alltaf á framvindunni og sérstaklega á þeirri stefnu 2 PENINGAMÁL 2003/3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.