Peningamál - 01.08.2003, Page 8

Peningamál - 01.08.2003, Page 8
Undirliggjandi viðskiptajöfnuður á fyrsta fjórðungi ársins var lakari en í fyrra Á fyrsta fjórðungi ársins var tæplega 1 ma.kr. halli á viðskiptum við útlönd, samanborið við 1½ ma.kr. halla á sama tíma í fyrra. Þessar tölur gefa þó villandi mynd af undirliggjandi þróun, þar sem innflutningur flugvélar í fyrra skipti verulegu máli. Ef óreglulegum viðskiptum með skip og flugvélar er haldið til hliðar var verulegur afgangur í fyrra og vöruskiptajöfnuður versnaði um 2,9 ma.kr. frá fyrsta ársfjórðungi í fyrra í stað þess að batna um 1,8 ma.kr. Því má segja að undirliggjandi viðskiptajöfnuður hafi ekki batnað heldur versnað um ríflega 4 ma.kr. Innflutt þjónusta jókst um tæplega 15% á föstu gengi frá sama tíma í fyrra. Þessi öri vöxtur er í takt við aðrar vísbending- ar um aukna eftirspurn á fyrsta fjórðungi ársins. Útflutningur þjónustu jókst mun minna. Fyrir vikið jókst halli á þjónustuviðskiptum verulega, eða um rúmlega 2 ma.kr. en þáttatekjuhallinn minnkaði um 1,4 ma.kr. Uppsjávarafli fyrstu mánuði ársins var mun minni en í fyrra og stuðlaði að verulegum samdrætti útflutn- ings í apríl og maí Utanríkisviðskipti á öðrum fjórðungi ársins virðast stefna í að verða mun óhagstæðari en á þeim fyrsta. Það má ekki síst rekja til þess að uppsjávaraflinn var mun minni en í fyrra. Útflutningur var m.a. af þess- um orsökum lítill í apríl og maí og fyrstu fimm mánuði ársins var útflutningur 1,7% minni að magni en fyrir ári, samanborið við 7,5% vöxt fyrstu þrjá mánuðina. Hér segir til sín rúmlega 7% magnsam- dráttur í útflutningi sjávarafurða og nærri 7% sam- dráttur í annarri iðnaðarvöru en áli. Aðeins í álútflutningi er magnaukning, um 11%. Hér er því um töluvert snögg umskipti að ræða, sem einnig birt- ist í 4,6 ma.kr. halla á vöruviðskiptum sl. þrjá mánuði (mars - maí), samanborið við 7,1 ma.kr. afgang fyrstu tvo mánuðina. Á hinn bóginn eru eftirstöðvar afla- heimilda heldur meiri en á sama tíma í fyrra, sem, ásamt hækkun aflamarks í þorski, ýsu og ufsa á næsta fiskveiðiári og verulegri aukningu aflaheimilda í kol- munna nú í sumar, gefa tilefni til að ætla að staðan muni lagast þegar líða tekur á árið. Almennur vöruinnflutningur var hins vegar meiri en í fyrra Á sama tíma og útflutningur dróst saman hefur und- irliggjandi vöxtur innflutnings aukist. Vegna fyrr- nefnds flugvélarinnflutnings var vöruinnflutningur fyrstu fimm mánuði ársins reyndar ívið minni að magni en fyrir ári, en að slíkum óreglulegum viðskiptum frátöldum var tæplega 8% vöxtur milli ára og innflutningur neysluvöru jókst um 14%. Síðustu þrjá mánuðina var innflutningur á föstu gengi, að skipa- og flugvélarinnflutningi frátöldum, u.þ.b. 15% meiri en fyrir ári. Raungengi lækkaði milli ársfjórðunga vegna gengis- lækkunar krónunnar Gengi krónunnar veiktist um tæp 2% milli fyrsta og annars ársfjórðungs og var um miðjan júlí rúmum 3% lægra en það var undir lok maí sl. Lægra nafn- gengi krónunnar leiddi til samsvarandi lækkunar raungengis. Á öðrum ársfjórðungi var raungengi rúmlega 4% hærra en að meðaltali undanfarin tíu ár og svipað og meðaltal undanfarinna tuttugu ára miðað við hlutfallslegt verðlag. Miðað við hlutfalls- legan launakostnað var það 7½% og rúmlega 2% hærra en meðaltal undanfarinna tíu og tuttugu ára. Afkoma skráðra fyrirtækja á fyrsta ársfjórðungi var sú sama og í fyrra, en afkoma sjávarútvegsfyrirtækja versnaði Afkoma fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands stóð í stað á fyrsta fjórðungi þessa árs frá sama tíma í fyrra. Velta þeirra, að teknu tilliti til gengis- og verðbreytinga, jókst verulega frá fyrra ári, framlegð var 10,5% af veltu, en hagnaður eftir skatta lækkaði vegna minni gengishagnaðar. PENINGAMÁL 2003/3 7 Mánaðarlegar aflatölur 2001-2003 J M M J S N J M M J S N J M M 2001 2002 2003 0 50 100 150 200 250 300 350 400 450 500 Þús. tonn Botnfiskur Uppsjávarfiskur Annað Mynd 6 Heimild: Hagstofa Íslands.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.