Peningamál - 01.08.2003, Qupperneq 8

Peningamál - 01.08.2003, Qupperneq 8
Undirliggjandi viðskiptajöfnuður á fyrsta fjórðungi ársins var lakari en í fyrra Á fyrsta fjórðungi ársins var tæplega 1 ma.kr. halli á viðskiptum við útlönd, samanborið við 1½ ma.kr. halla á sama tíma í fyrra. Þessar tölur gefa þó villandi mynd af undirliggjandi þróun, þar sem innflutningur flugvélar í fyrra skipti verulegu máli. Ef óreglulegum viðskiptum með skip og flugvélar er haldið til hliðar var verulegur afgangur í fyrra og vöruskiptajöfnuður versnaði um 2,9 ma.kr. frá fyrsta ársfjórðungi í fyrra í stað þess að batna um 1,8 ma.kr. Því má segja að undirliggjandi viðskiptajöfnuður hafi ekki batnað heldur versnað um ríflega 4 ma.kr. Innflutt þjónusta jókst um tæplega 15% á föstu gengi frá sama tíma í fyrra. Þessi öri vöxtur er í takt við aðrar vísbending- ar um aukna eftirspurn á fyrsta fjórðungi ársins. Útflutningur þjónustu jókst mun minna. Fyrir vikið jókst halli á þjónustuviðskiptum verulega, eða um rúmlega 2 ma.kr. en þáttatekjuhallinn minnkaði um 1,4 ma.kr. Uppsjávarafli fyrstu mánuði ársins var mun minni en í fyrra og stuðlaði að verulegum samdrætti útflutn- ings í apríl og maí Utanríkisviðskipti á öðrum fjórðungi ársins virðast stefna í að verða mun óhagstæðari en á þeim fyrsta. Það má ekki síst rekja til þess að uppsjávaraflinn var mun minni en í fyrra. Útflutningur var m.a. af þess- um orsökum lítill í apríl og maí og fyrstu fimm mánuði ársins var útflutningur 1,7% minni að magni en fyrir ári, samanborið við 7,5% vöxt fyrstu þrjá mánuðina. Hér segir til sín rúmlega 7% magnsam- dráttur í útflutningi sjávarafurða og nærri 7% sam- dráttur í annarri iðnaðarvöru en áli. Aðeins í álútflutningi er magnaukning, um 11%. Hér er því um töluvert snögg umskipti að ræða, sem einnig birt- ist í 4,6 ma.kr. halla á vöruviðskiptum sl. þrjá mánuði (mars - maí), samanborið við 7,1 ma.kr. afgang fyrstu tvo mánuðina. Á hinn bóginn eru eftirstöðvar afla- heimilda heldur meiri en á sama tíma í fyrra, sem, ásamt hækkun aflamarks í þorski, ýsu og ufsa á næsta fiskveiðiári og verulegri aukningu aflaheimilda í kol- munna nú í sumar, gefa tilefni til að ætla að staðan muni lagast þegar líða tekur á árið. Almennur vöruinnflutningur var hins vegar meiri en í fyrra Á sama tíma og útflutningur dróst saman hefur und- irliggjandi vöxtur innflutnings aukist. Vegna fyrr- nefnds flugvélarinnflutnings var vöruinnflutningur fyrstu fimm mánuði ársins reyndar ívið minni að magni en fyrir ári, en að slíkum óreglulegum viðskiptum frátöldum var tæplega 8% vöxtur milli ára og innflutningur neysluvöru jókst um 14%. Síðustu þrjá mánuðina var innflutningur á föstu gengi, að skipa- og flugvélarinnflutningi frátöldum, u.þ.b. 15% meiri en fyrir ári. Raungengi lækkaði milli ársfjórðunga vegna gengis- lækkunar krónunnar Gengi krónunnar veiktist um tæp 2% milli fyrsta og annars ársfjórðungs og var um miðjan júlí rúmum 3% lægra en það var undir lok maí sl. Lægra nafn- gengi krónunnar leiddi til samsvarandi lækkunar raungengis. Á öðrum ársfjórðungi var raungengi rúmlega 4% hærra en að meðaltali undanfarin tíu ár og svipað og meðaltal undanfarinna tuttugu ára miðað við hlutfallslegt verðlag. Miðað við hlutfalls- legan launakostnað var það 7½% og rúmlega 2% hærra en meðaltal undanfarinna tíu og tuttugu ára. Afkoma skráðra fyrirtækja á fyrsta ársfjórðungi var sú sama og í fyrra, en afkoma sjávarútvegsfyrirtækja versnaði Afkoma fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands stóð í stað á fyrsta fjórðungi þessa árs frá sama tíma í fyrra. Velta þeirra, að teknu tilliti til gengis- og verðbreytinga, jókst verulega frá fyrra ári, framlegð var 10,5% af veltu, en hagnaður eftir skatta lækkaði vegna minni gengishagnaðar. PENINGAMÁL 2003/3 7 Mánaðarlegar aflatölur 2001-2003 J M M J S N J M M J S N J M M 2001 2002 2003 0 50 100 150 200 250 300 350 400 450 500 Þús. tonn Botnfiskur Uppsjávarfiskur Annað Mynd 6 Heimild: Hagstofa Íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.