Peningamál - 01.08.2003, Síða 9

Peningamál - 01.08.2003, Síða 9
Framlegð (EBITDA) sjávarútvegsfyrirtækja var hins vegar töluvert minni en á sama tíma í fyrra – lækkaði úr 34% í 24% (sölusamtök og Brim, sem er dótturfyrirtæki Eimskipafélagsins, eru ekki talin með). Þetta má þó telja góða afkomu í sögulegu til- liti. Að öðru jöfnu er framlegð sjávarútvegsfyrirtækja hvað mest á fyrri hluta ársins. Nú bregður svo við að eftirstöðvar veiðiheimilda voru óvenju miklar í lok fyrsta fjórðungs þessa árs, auk þess sem allar líkur eru á óvenjugóðum afla uppsjávarfisks nú í sumar. Þá bætist við að aflaheimildir í mikilvægustu botnfisk- tegundum hafa verið auknar á næsta fiskveiðiári sem hefst 1. september n.k. Má því frekar búast við að framlegð sjávarútvegsfyrirtækja haldist svipuð út þetta ár. Þrátt fyrir lakari afkomu bættu sjávarútvegs- fyrirtæki eiginfjárstöðu sína úr 32% í 34,4%. Hækk- un gengis krónunnar sem lækkar erlendar skuldir fyr- irtækjanna veldur mestu um þessa hækkun. Hækkun gengis krónunnar um 13% milli fyrstu fjórðunga áranna 2002 og 2003 átti verulegan þátt í að draga úr framlegð. Því fer þó fjarri að gengisbreyt- ingar skýri minni framlegð að fullu, enda lækka ýmsir kostnaðarliðir til jafns við lægra afurðaverð, samanber umfjöllun í rammagrein 1. Verulegu máli skiptir einnig 270 þúsund tonna samdráttur uppsjáv- arafla milli ára, enda má að jafnaði rekja stóran hluta framlegðar fyrstu mánuði ársins til uppsjávarafla. Minni þorskafli, sem gefur jafnan vel af sér, og nokk- ur verðlækkun á erlendum mörkuðum lögðust á sömu sveif. Afkomuspár greiningardeilda fjármálafyrirtækja fyrir yfirstandandi ár gera ráð fyrir svipaðri framlegð í ár og í fyrra, á heildina litið. Framlegð sjávarútvegs- fyrirtækja minnkar töluvert, en verður þó að telja þokkalega í sögulegu samhengi. Í nokkrum greinum eykst framlegðin á milli ára. Spáð er minni hagnaði eftir skatta en í fyrra, og má rekja það til minni geng- ishagnaðar en í fyrra. Könnun, sem Samtök iðnaðarins gerðu í júní sl. um stöðu og horfur í iðnaði, sýnir að áhrif gengis- breytinga á stöðu fyrirtækja eru ákaflega mismun- andi. Mikill meirihluti fyrirtækja sem tók þátt í könn- uninni, eða 58 af 85, töldu að áhrif hás gengis á af- komu sína hafi verið frekar jákvæð eða lítil. Þegar iðnfyrirtæki eru vegin með veltu töldu þau að meðal- tali að áhrif hás gengis hafi verið lítil. Vegið með sama hætti taldi rúmlega þriðjungur áhrif hás gengis á afkomu hafa verið jákvæð, u.þ.b 40% að þau hafi verið lítil, en aðeins um fimmtungur taldi áhrifin hafa verið neikvæð. Einkaneysla jókst verulega á fyrsta fjórðungi ársins Samkvæmt ársfjórðungslegum þjóðhagsreikningum var landsframleiðsla á fyrsta fjórðungi ársins 3,3% meiri en fyrir ári. Ársfjórðungana tvo á undan hafði mælst samdráttur. Á bak við þennan hagvöxt stendur einkum vöxtur einkaneyslu, sem jókst um 4½%, auk þess sem nettóáhrif utanríkisviðskipta voru hagstæð. Samneysla jókst einnig verulega, en fjárfesting var mun minni en fyrir ári. Vöxtur einkaneyslu kemur ekki á óvart. Stígandi hefur verið í vexti einkaneyslu sl. hálft ár og ýmsar veltutengdar vísbendingar höfðu gefið sterklega til kynna að einkaneysla hefði aukist töluvert á fyrstu mánuðum ársins (sjá Peningamál 2003/2). Hins veg- ar er rétt að hafa í huga að vöxtinn má að nokkru leyti rekja til lítillar einkaneyslu á fyrsta fjórðungi sl. árs, sem skánaði á öðrum ársfjórðungi. 8 PENINGAMÁL 2003/3 Tafla 1 Yfirlit um afkomu og efnahag skráðra fyrirtækja á fyrsta ársfjórðungi 2002 og 2003 Framlegð (% af veltu) Hagn. e. skatta (% af veltu) Eiginfjárhlutfall (%) % 1. ársfj. 2002 1. ársfj. 2003 1. ársfj. 2002 1. ársfj. 2003 1. ársfj. 2002 1. ársfj. 2003 Fyrirtæki alls .............................................. 10,7 10,5 9,1 7,2 34,9 37,9 Sjávarútvegur ............................................. 33,8 23,8 33,3 24,9 32,1 34,4 Iðnaður ...................................................... 13,1 16,2 10,8 10,0 41,5 42,2 Flutningar................................................... -7,6 -0,7 -3,6 -1,3 35,6 33,4 Hugbúnaðar- og samskiptafyrirtæki .......... 18,6 22,5 8,3 4,7 37,6 39,6 Heimild: Seðlabanki Íslands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.