Peningamál - 01.08.2003, Síða 24

Peningamál - 01.08.2003, Síða 24
byrja með bar töluvert á því að of harðri peninga- stefnu væri kennt um gengisstyrkinguna sem hófst á síðustu vikum ársins 2002 og stóð linnulítið fram í maí á þessu ári. Sú kenning stóðst hins vegar ekki skoðun þar sem allar aðgerðir Seðlabankans undan- farna mánuði hafa falið í sér slökun í peningamálum sem að óbreyttu stuðlar að lægra gengi. Þannig voru vextir lækkaðir, bindiskylda lækkuð og bankinn jók til muna kaup sín á gjaldeyri í reglulegum viðskipt- um á gjaldeyrismarkaði. Þegar nánar er skoðað virðist mega rekja gengis- hækkunina til þriggja nátengdra þátta, þ.e. aukins trausts á vöxt og stöðugleika þjóðarbúsins, væntinga vegna stóriðjuframkvæmda og aukinnar stöðutöku erlendra fjárfesta á innlendum gjaldeyrismarkaði. Ákvarðanir um stóriðjuframkvæmdir gegna hér lyk- ilhlutverki þar sem þær bættu hagvaxtarhorfur, stuðluðu að sterkara gengi og gerðu það þannig væn- legra fyrir erlenda fjárfesta að taka stöðu með krón- unni. Þótt þessi gengishækkun sé auðvitað óheppileg fyrir núverandi útflutnings- og samkeppnisgreinar verður ekki fram hjá því horft að hún ásamt lítilli verðbólgu og slaka í hagkerfinu hefur búið þannig í haginn fyrir stóriðjuframkvæmdir að ekki mun reyna á þanþol hagkerfisins í þeim mæli sem áður var talið og því munu væntanlegar vaxtahækkanir í fram- tíðinni verða minni en ella. Stóriðjuframkvæmdir munu hækka raungengið þar sem eftirspurn á Íslandi verður meiri en ella um nokkurt árabil og það hækkar laun og verðlag hér í samanburði við viðskiptalönd. Peningastefnan getur ekki breytt þessu nema í skamman tíma þar sem hún hefur yfirleitt ekki áhrif á raunstærðir eins og hag- vöxt og raungengi nema í 1-2 ár en eftir það eru áhrif hennar aðallega á verðbólgu og nafngengi. Þessi þró- un veldur þeim útflutnings- og samkeppnisgreinum sem fyrir eru búsifjum og getur skaðað þær þannig að það taki nokkurn tíma fyrir þær að ná sér á strik á ný eftir að framkvæmdirnar eru yfirstaðnar og raun- gengishækkunin að einhverju leyti gengin til baka. Því er mikilvægt að finna leiðir sem geta dregið úr hækkun raungengisins án þess að setja verðbólgu- markmiðið í hættu. Nú er almennt viðurkennt að þær er helst að finna í aðhaldssamri ríkisfjármálastefnu, mótvægisaðgerðum í opinberri fjárfestingu á upp- byggingartíma stóriðjunnar og auknum innflutningi vinnuafls, einkum á þeim sviðum þar sem flösku- hálsar eru líklegir til að myndast á byggingartíma stóriðjuveranna. Ef ekki kemur til aðgerða af þessu tagi mun álagið á peningastefnuna verða meira en ella og vextir og gengi hækka sem því nemur. Það þýðir að byrðarnar af mótvægisaðgerðum vegna stóriðjuframkvæmda lenda í meira mæli á útflutn- ings- og samkeppnisgreinum en á neyslu, heima- greinum og hinu opinbera. Mikilvægt er að reyna að forðast slíka framvindu. Stefnan í ríkisfjármálum og húsnæðismálum mun hafa veruleg áhrif á stefnuna í peningamálum Mikilvægt er í ofangreindu ljósi að stefnan í ríkisfjár- málum verði á næstu árum nægilega aðhaldssöm. Þjóðhagsspáin sem birt er hér að framan byggist m.a. á að vöxtur samneyslu á þessu og næsta ári verði undir sögulegu meðaltali. Þá er reiknað með að veru- legur vöxtur opinberrar fjárfestingar á þessu ári, m.a. vegna flýtiframkvæmda til að örva atvinnu dragist verulega saman á næsta ári. Að vísu er reiknað með minni aukningu opinberra framkvæmda í ár en í síðustu spá bankans og er það byggt á skoðun á því sem komið er og því mati bankans að umfang þess- ara framkvæmda gæti farið að skapa flöskuhálsa ein- mitt á þeim sviðum vinnumarkaðar þar sem reyna mun á vegna stóriðjuframkvæmda, svo sem varðandi vana véla- og tækjamenn við jarðvegsframkvæmdir. Þá er reiknað með að ekki verði breytingar á tekju- hlið ríkissjóðs sem raski afkomu hans. Varðandi hið opinbera í heild, þ.e. ríki og sveitarfélög, er reiknað með að tekjur sem hlutfall af landsframleiðslu og af- koma haldist tiltölulega óbreytt. Gangi þetta ekki eftir og afkoma verður verri vegna aðgerða á útgjalda- eða tekjuhlið ríkissjóðs, munu fyrirliggjandi spár raskast og viðbrögð pen- ingastefnunnar verða önnur en nú eru líklegust. Vext- ir munu þá þurfa að hækka fyrr og meira en ella. Það er ákaflega óheppilegt í núverandi stöðu og myndi þrengja enn frekar að útflutnings- og samkeppnis- greinum. Litið lengra fram á veginn er nauðsynlegt að ríkið leggi fram áætlun til nokkurra ára til mót- vægis við stóriðjuframkvæmdirnar. Mikilvægt er því að fjármálaráðuneytið hefur kynnt að það vinni að slíkri áætlun sem væntanlega verður lögð fram í síðasta lagi í haust samhliða fjárlagafrumvarpi. Inni- hald og trúverðugleiki þeirrar áætlunar munu ráða miklu um hvenær og í hvaða mæli vextir munu hækka hér á landi á næstu misserum. Því meira mót- vægi sem ríkissjóður og sveitarfélög munu mynda PENINGAMÁL 2003/3 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.