Peningamál - 01.08.2003, Qupperneq 41

Peningamál - 01.08.2003, Qupperneq 41
40 PENINGAMÁL 2003/3 lækkaði gengi krónunnar ekki nema í tvo daga eftir að tilkynnt var um þessa breytingu, um samtals 1,7%, en sneri síðan til baka á ný. Það kann auðvitað að vera að þessi kaup eigi þátt í lækkun gengis krón- unnar undanfarna daga, en eins og á við um önnur inngrip sem ekki fara saman við breytingar á stýrivöxtum, þá munu langtímaáhrifin verða engin. Erfitt er að rökstyðja vaxtalækkun í ljósi síðustu verðbólguspár og nýjustu talna um hagvöxt á fyrsta ársfjórðungi. En það má spyrja þeirrar spurningar hvaða áhrif hún myndi hafa á gengið. Við núverandi aðstæður má færa að því rök að þau áhrif yrðu lítil sem engin svo lengi sem áfram ríkir trú á að Seðla- bankinn muni gera það sem þarf til að ná verðbólgu- markmiði sínu. Ástæðan er sú að gengið er ekki hátt vegna þess að stýrivextir Seðlabankans nú eru háir, heldur vegna væntinga um að þeir verði háir í fram- tíðinni. Svo lengi sem þær væntingar haldast óbreytt- ar gerir vaxtalækkun nú lítið annað en að auka vænt- ingar um hversu mikið vextir munu hækka síðar. Það þyrfti því að breyta þessum væntingum. Í því efni eru þrír möguleikar. Sá fyrsti er að markaðurinn sé að ofmeta áhrif stóriðjuframkvæmda og/eða aðra þætti í stöðu þjóðarbúsins. Þá er verkefnið að reyna að leiðrétta það. Stundum má augljóslega sjá að markaðir hafi farið fram úr sér, eins og t.d. þegar verðlagning hluta- bréfa í Bandaríkjunum fól annaðhvort í sér mun meiri langtímahagvöxt en raunhæft gat talist eða að hagnaður stefndi með tíð og tíma í 100% af þjóðar- tekjum. Oft er hins vegar alls ekkert víst að mat „sér- fræðinga“ sé betra en markaðarins. Í þessu tilfelli er ekki með neinum óyggjandi hætti hægt að fullyrða að væntingar markaðarins séu rangar. Annar möguleikinn er sá að Seðlabankinn gangi hreinlega gegn trúverðugleika sínum og sannfæri markaðinn um að hann muni ekki standa við verð- bólgumarkmið sitt. Þegar til lengdar lætur getur Seðlabankinn jú ákvarðað verðbólgustigið og þar með nafngengi krónunnar. Þessi leið er hins vegar stórhættuleg þar sem árangur sem náðst hefur við að byggja upp traust á stöðugleika myndi rjúka út í veður og vind, vextir myndu stórhækka vegna aukins áhættuálags, en til lengdar myndi enginn árangur nást við að lækka raungengi. Afleiðingin yrði því fyrst og fremst aukin verðbólga. Þriðji möguleikinn er síðan sá að sannfæra markaðinn um að það muni ekki reyna eins mikið á peningastefnuna og talið hefur verið þar sem önnur hagstjórn muni bera stærri hluta byrðanna. Til þess eru trúverðug opinber áætlun um mótvægisaðgerðir í opinberum fjármálum og áform um notkun erlends vinnuafls bestu leiðirnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.