Peningamál - 05.11.2014, Page 17

Peningamál - 05.11.2014, Page 17
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 17 III Peningastefnan og innlendir fjármálamarkaðir Þótt virkir nafnvextir Seðlabankans hafi ekki breyst undanfarið hefur taum hald peningastefnunnar heldur styrkst frá útgáfu Peningamála í ágúst og virðast markaðsaðilar vænta stífara taumhalds á næsta ári en þeir væntu í síðustu könnun. Áhættuálag á erlendar skuldbindingar ríkissjóðs hefur lækkað sem ætti að stuðla að auknu aðgengi innlendra aðila á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Gengi krónunnar hefur verið tiltölulega stöðugt og Seðlabankinn keypt talsvert af erlendum gjald­ eyri á markaði. Vöxtur peningamagns er enn nokkur en virðist í ágæt­ um takti við vöxt efnahagsumsvifa. Hrein ný útlán til fyrirtækja hafa heldur aukist milli ára en hægt hefur á vexti nýrra útlána til heimila. Fjármálaleg skilyrði heimila og fyrirtækja hafa á heildina litið batnað. Hrein eign einkageirans hefur aukist með hærra eignaverði og lægri skuldum og hefur eiginfjárhlutfallið ekki verið hærra síðan árið 2005. Peningastefnan Nafnvextir Seðlabanka Íslands eru óbreyttir … Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á fundum sínum í ágúst og september sl. að halda vöxtum bankans óbreyttum og hafa þeir verið óbreyttir í tæplega tvö ár. Fyrir útgáfu þessa heftis Peningamála voru virkir vextir bankans því um 5,4%.1 Vextir á millibankamarkaði með krónur hafa þróast í takt við virka vexti bankans. Vextir til einnar nætur hafa lítið breyst frá út gáf­ unni í ágúst og haldist í neðri hluta vaxtagangsins (mynd III­1) en velta hefur verið afar lítil. Samþykktir vextir í útboðum ríkisvíxla hafa hins vegar hækkað og færst nær vaxtaganginum þótt þeir séu enn fyrir neðan gólf hans. … en raunvextir bankans hafa hækkað Þótt virkir nafnvextir bankans hafi ekki breyst hefur taumhald pen­ ingastefnunnar styrkst frá Peningamálum í ágúst miðað við meðaltal mismunandi mælikvarða á verðbólgu og verðbólguvæntingum (tafla III­1). Á þann mælikvarða eru raunvextir nú um 2,4% og hafa hækkað um 0,2 prósentur frá ágúst og um prósentu frá því fyrir ári. Hækkun raunvaxta bankans er þó heldur meiri sé miðað við mælda ársverð­ bólgu sem hefur hjaðnað nokkuð undanfarið. Þessi hækkun raunvaxta bankans hefur í meginatriðum miðlast út í aðra raunvexti á markaði, þó síst út í verðtryggða íbúðalánavexti (mynd III­2). Eins og sést á mynd III­3 eru raunvextir Seðlabankans nokkru hærri en meðal flestra annarra iðnríkja en það helgast fyrst og fremst af því að enn hefur ekki fyllilega tekist að skapa verðbólguvæntingum trausta kjölfestu hér á landi. Þá er slakinn í þjóðarbúskapnum einnig minni hér en í helstu iðnríkjum (sjá einnig rammagrein I­1 í Peningamálum 2013/2). 1. Einfalt meðaltal vaxta á óbundnum og bundnum innlánsreikningum fjármálafyrirtækja í Seðlabankanum (áður innstæðubréfa). Þessi mælikvarði þykir endurspegla best þá nafn­ vexti bankans sem ráða þróun vaxta á peningamarkaði. Mynd III-1 Vextir Seðlabanka Íslands og skammtíma- markaðsvextir Daglegar tölur 1. janúar 2010 - 31. október 2014 % Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglánavextir Vextir á veðlánum Vextir til einnar nætur á millibankamarkaði Vextir á 7 daga bundnum innlánum Vextir á bundnum innlánum til eins mánaðar Hámarksvextir 28 daga innstæðubréfa Vextir á viðskiptareikningum Tekin tilboð við útgáfu þriggja til fjögurra mánaða ríkisvíxla 20122010 2011 2013 2014 0 2 4 6 8 10 12 1. Virkir raunvextir miðað við verðbólguvæntingar sem eru til 1-2 ára út frá könnunum meðal markaðsaðila og sérfræðinga. 2. Fyrir önnur lönd en Ísland er notast við mat OECD. Heimildir: Consensus Forecasts, heimasíður seðlabanka, IMF, Macrobond, Seðlabanki Íslands. % % af framleiðslugetu Mynd III-3 Virkir raunvextir og framleiðsluspenna í nokkrum iðnríkjum Raunvextir1 Framleiðsluspenna 20142 -2 -1 0 1 2 3 Sv is s Ba nd ar ík in Sv íþ jó ð Ev ru sv æ ði ð K an ad a Br et la nd Ja pa n N ýj a- Sj ál an d Á st ra lía N or eg ur Ís la nd -4 -3 -2 -1 0 1 % Mynd III-2 Raunvextir Seðlabanka Íslands og raunvextir á markaði 1. ársfj. 2010 - 3. ársfj. 2014 1. 5 ára vextir metnir út frá nafnvaxtaferlinum. 2. 5 ára vextir metnir út frá raunvaxtaferlinum. 3. Vegið meðaltal útlánavaxta þriggja stærstu viðskiptabankanna. Vextir verðtryggðra húsnæðislána eru fastir frá 5 árum og allt upp í allan lánstímann. Heimild: Seðlabanki Íslands. Raunvextir Seðlabankans Raunvextir óverðtryggðra skuldabréfa¹ Vextir verðtryggðra skuldabréfa2 Meðalraunvextir óverðtryggðra húsnæðislána með breytilegum vöxtum3 Meðalvextir á verðtryggðum húsnæðislánum3 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 20142013201220112010

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.