Peningamál - 05.11.2014, Síða 32

Peningamál - 05.11.2014, Síða 32
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 32 INNLENT RAUNHAGKERFI hægari vöxt heildarvinnustunda á árinu þar sem einnig er gert ráð fyrir minni hagvexti. Vísbendingar um nýtingu framleiðsluþátta Endurskoðun á sögulegum þjóðhagsreikningum breytir mati á framleiðslugetu þjóðarbúsins og framleiðsluspennu Eins og rakið er í rammagrein 1 leiddi endurskoðun þjóðhagsreikninga til töluverðrar hækkunar á raunvirði landsframleiðslunnar og endur- mats á sögulegri hagvaxtarþróun. Nýju tölurnar benda til þess að framleiðsluspennan hafi verið nokkru meiri rétt áður en fjármála- kreppan skall á en áður var áætlað (mynd IV-23). Það felur í sér að sá aukni hagvöxtur sem nýjar tölur Hagstofu sýna að hafi orðið á árinu 2007 (en nú er hann talinn hafa verið 9,7% í stað 6% í eldri tölum) hafi ekki að öllu leyti verið vegna aukinnar framleiðslugetu heldur að spennan í þjóðarbúskapnum hafi verið meiri. Slakinn í kjölfar fjár- málakreppunnar er einnig talinn hafa verið heldur minni en áður var talið enda var samdráttur landsframleiðslunnar árin 2009-2010 minni í endurskoðuðum tölum. Slakinn í þjóðarbúskapnum hverfur á þessu ári Á síðasta ári er áætlað að framleiðsluslakinn hafi verið um ½% af framleiðslugetu sem er um helmingur þess sem gert var ráð fyrir í ágústspánni. Þá var gert ráð fyrir lítils háttar slaka á þessu ári sem hyrfi í byrjun næsta árs en nú er áætlað að slakinn hverfi heldur fyrr eða á seinni hluta þessa árs og að framleiðslustigið verði tæpu ½% yfir fram- leiðslugetu í árslok. Þetta mat virðist ríma ágætlega við niðurstöður könnunar Capacent Gallup á viðhorfum stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins en hún sýnir að hlutfall fyrirtækja sem býr við skort á starfs- fólki hefur heldur hækkað og svipaða sögu má segja um hlutfall fyrir- tækja sem telur að starfsemi sín sé þegar við eða umfram framleiðslu- getu (mynd IV-24). Eins og rakið er hér að ofan benda vísbendingar til þess að slakinn á vinnumarkaði sé að hverfa þótt það gerist hægar en áður var talið og lokist síðar en í þjóðarbúskapnum í heild sinni. Atvinnuleysi er líklega nálægt því sem talið er jafnvægisatvinnuleysi (mynd IV-25) og áætlað er að hlutfall launa af vergum þáttatekjum fari yfir langtímameðaltal sitt á þessu ári (sjá kafla V). Mynd IV-25 Framleiðsluspenna og atvinnuleysi 2005-20171 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2017. Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu Framleiðsluspenna (v. ás) Atvinnuleysi (h. ás, andhverfur kvarði) % af mannafla -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 9 8 7 6 5 4 3 2 1 ‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05 Mynd IV-24 Vísbendingar um notkun framleiðsluþátta1 1. ársfj. 2006 - 3. ársfj. 2014 Frávik frá meðaltali 2006-2014 (prósentur) Fyrirtæki með starfsemi nærri eða umfram hámarks- framleiðslugetu Fyrirtæki sem búa við skort á starfsfólki 1. Samkvæmt viðhorfskönnun Capacent Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins. Tvisvar á ári er spurt um hvort starfsemi sé nærri eða umfram framleiðslugetu. Ársfjórðungsleg gögn eru fengin með línulegri brúun (e. interpolation). Heimildir: Capacent Gallup, Seðlabanki Íslands. -20 -10 0 10 20 30 40 ‘1420132012201120102009200820072006 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2017. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu Mynd IV-23 Framleiðsluspenna 2000-20171 PM 2014/4 PM 2014/3 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 ‘16‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.