Peningamál - 05.11.2014, Síða 42

Peningamál - 05.11.2014, Síða 42
RAMMAGREINAR P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 42 Seðlabankans verði nýttur til að greiða mismuninn. Einnig er gert ráð fyrir að árangursrík skref verði stigin á næstu misserum í átt að afnámi fjármagnshafta og því verði unnt að mæta endurgreiðslum af lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum með gjaldeyrisforðanum. Gangi það ekki eftir mun ríkissjóður þurfa að endurfjármagna þessar skuld- bindingar sem myndi leiða til hækkunar á skuldastöðu ríkissjóðs.1 Áætlað er að nafnvirði vergra skulda í lok árs 2018 verði 1.418 ma.kr. eða 59% af landsframleiðslu samanborið við 1.489 ma.kr. í lok þessa árs eða sem nemur 79% af landsframleiðslu. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir nokkurri hækkun á innlendum og erlendum vöxtum, auk veikingar krónunnar sem leiðir til versn- andi vaxtajafnaðar þegar líður á áætlunartímabilið, úr 60 ma.kr. halla í ár í halla á bilinu 65-67 ma.kr. á árunum 2015-2018. Aukinn halli á vaxtajöfnuði skýrist einnig af breytingu úr verðtryggðum vöxtum yfir í óverðtryggða á skuldabréfi ríkissjóðs í Seðlabankanum og lækkun vaxtatekna af bankareikningum um 4 til 10 ma.kr. árlega 2014-2018 frá því sem reiknað var með í fyrri áætlun vegna endurmats á hluta þeirra, þ.e. bankareikningum ríkissjóðs í Seðlabankanum. Áætlað er að greiðsla helmings áðurnefnds láns í Bandaríkjadölum spari ríkis- sjóði 1,6 ma.kr. í vaxtagjöldum árið 2016 og 3,2 ma.kr. á ári árin 2017 og 2018. Jafnframt er gert ráð fyrir að lækkun skulda með sölu á 30% hlut ríkisins í Landsbankanum spari ríkissjóði um 3 ma.kr. í vaxtagjöld árið 2016 og rúmlega 4,5 ma.kr. á ári árin 2017 og 2018. Á móti munu arðgreiðslur frá Landsbankanum lækka. Tekjuhlið Breytingar á tekjuhlið frá fyrri áætlunum koma til vegna skattabreyt- inga og endurmats á tekjum af skattstofnum á grundvelli nýrrar þjóðhagsspár fjárlagafrumvarpsins. Áætlaðar heildartekjur næsta árs hækka um 38,5 ma.kr. frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrum- varpi fyrir árið 2014 og nema 644,5 ma.kr. Helstu ástæður aukinna tekna eru 23 ma.kr. vegna breytinga á bankaskatti sem samþykktar voru í desember sl., 18 ma.kr. vegna endurmats á skattstofnum og 4,2 ma.kr. hækkun arðgreiðslna vegna eignarhlutar ríkisins í við- skiptabönkunum. Á móti lækka tekjur um 1,7 ma.kr. vegna kerfis- breytingar á veiðigjöldum og áhrifa aðgerða vegna húsnæðisskulda heimila. Breyttar forsendur um vaxtatekjur lækka tekjur um 3,9 ma.kr. Þá er áætlað 3,7 ma.kr. tekjutap vegna áforma um breyt- ingar á virðisaukaskatti og afnáms almenna vörugjaldsins á næsta ári auk 0,9 ma.kr. tekjutaps vegna annarra breytinga á skattkerfinu. Almenn hækkun skattstofna miðað við nýjar forsendur þjóðhagsspár Tafla 2 Yfirlit um tekjuáætlun ríkissjóðs 2014-2018 á rekstrargrunni % af VLF 2014 2015 2016 2017 2018 Heildartekjur 35,5 31,9 30,9 30,7 29,6 Skatttekjur 30,5 29,2 28,4 28,4 27,3 Frumtekjur 34,6 31,0 30,0 29,9 28,8 Vaxtatekjur 1,0 0,9 0,9 0,8 0,8 Tekjur án óreglulegra liða1 Heildartekjur 33,6 31,6 30,6 30,4 29,3 Skatttekjur 30,0 29,0 28,2 28,1 27,1 Frumtekjur 32,7 30,7 29,7 29,6 28,5 1. Óreglulegir liðir eru fjármagnstekjuskattur ríkissjóðs, tekjur af sölu eigna, söluhagnaður og endurmat eignar hluta. Á árinu 2014 er einnig flokkuð sem óreglulegur liður sérstök áætluð 26 ma.kr. tekjufærsla vegna lækkunar á skuld ríkissjóðs við Seðlabankann í tengslum við breytingar á lögum um bankann og endurskoðun á fjárhagslegum samskiptum þessara aðila. Heimild: Fjármála- og efnahagsráðuneytið. 1. Fjallað var um fjárhagsleg samskipti Seðlabanka og ríkissjóðs í kafla V í Peningamálum 2014/2.

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.