Peningamál - 05.11.2014, Side 43

Peningamál - 05.11.2014, Side 43
RAMMAGREINAR P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 43 frumvarpsins hefði leitt til 33 ma.kr. hækkunar skatttekna að öðru óbreyttu en vegna framangreindra ráðstafana hækka skatttekjur aðeins um 17,3 ma.kr. að nafnvirði eða um 3% milli ára. Skatttekjur munu dragast saman að raunvirði um 0,4% og lækka sem hlutfall af landsframleiðslu úr 30,5% í 29,2%. Ef leiðrétt er fyrir óreglulegum liðum aukast heildartekjur um 4,5 ma.kr. milli ára og lækka sem hlut- fall af landsframleiðslu um 2 prósentur, í 31,6%. Tekjuáætlun ríkis- sjóðs má sjá í töflu 2. Samanlagt verða tekjuáhrif ýmissa skattalækkana sem sam- þykktar voru á síðasta þingi 16,2 ma.kr. til lækkunar þegar þær eru að fullu komnar til framkvæmda árið 2016. Lækkun veiðigjalds kemur fyrst fram að fullu á fjárlagaárinu 2015 og sama gildir um 1% gjaldskrárlækkanir sem einnig voru lögfestar á síðasta vorþingi. Lækkun áætlaðra tekna af veiðigjaldi frá og með árinu 2014 nemur tæpum 2 ma.kr. Tryggingagjald mun lækka úr 7,59% í 7,49% árið 2015 og í 7,35% árið 2016. Tekjuáhrif afnáms undanþágu fyrirtækja í slitameðferð frá árinu 2014 eru þess eðlis að þau munu fjara út og þannig lækka tekjur af bankaskatti úr um 39 ma.kr. í ár í 4,5 ma.kr. á árinu 2018. Í töflu 3 má sjá yfirlit skattkerfisbreytinga frá haustþingi 2013. Gjaldahlið Með aðhaldsaðgerðum áranna 2009-2013 var gengið harðar fram í hagræðingu í rekstri en áður hefur verið gert miðað við magnbreyt- ingu samneyslunnar. Stjórnvöld hafa sagt að þau telji ekki ráðlegt að ganga miklu lengra í hagræðingu á rekstrarreikningi enda nema beinar aðhaldsaðgerðir einungis 3,4 ma.kr. samkvæmt frumvarpinu eða 0,6% af frumgjöldum samanborið við 28 ma.kr. aðhaldsaðgerð- ir árið 2011. Meginvandinn er eftir sem áður miklar skuldir ríkissjóðs. Hægt er að greiða niður skuldir með afgangi á rekstri ríkissjóðs og með sölu eigna. Núverandi ríkisstjórn hefur áform um að selja eignir til að lækka skuldir. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár og endurskoðaðri áætlun fyrir árið 2014 verða frumgjöld 556 ma.kr. árið 2015 en það er innan við 1% hækkun milli ára á nafnvirði en um 2% samdráttur að raunvirði þegar launa- og verðlagshækkanir eru frátaldar. Gert er ráð fyrir að hækkunin nemi um 3% á hvoru ári 2016 og 2017 en að þau standi í stað milli ára árið 2018 þar sem þá falla niður 20 ma.kr. útgjöld vegna niðurfærslu húsnæðisskulda. Lítil breyting á frumgjöldum milli ára á næsta ári skýrist að nokkru leyti af því að þau eru hærri í ár en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Þannig hækka áætluð frumgjöld á næsta ári um 13 ma.kr. frá því sem áætlað var í fjárlaga- Tafla 3 Yfirlit um tekjuáhrif skattkerfisbreytinga frá hausti 2013 á tímabilið 2015-2018 Ma.kr. 2015 2016 2017 2018 Skattabreytingar á haustþingi 2013 29,5 15,3 15,2 -7,9 þ.a. hækkun bankaskatts 38,0 25,9 26,1 3,3 þ.a. ýmsar skattalækkanir -8,6 -10,6 -10,9 -11,1 Skattalækkanir á vorþingi 2014 -5,5 -5,6 -4,6 -2,1 Skattabreytingar í fjárlagafrumvarpi 2015 -0,5 0,7 0,2 -0,3 Skattabreytingar alls 23,5 10,4 10,8 -10,2 þ.a. hækkun bankaskatts 38,0 25,9 26,1 3,3 þ.a. annað -14,6 -15,5 -15,3 -13,5 Fyrri ráðstafanir Brottfall auðlegðarskatts og orkuskatts -10,5 -12,7 -12,8 -12,9 Skattabr. og brottfall skatta samanlagt 13,0 -2,4 -2,0 -23,1 þ.a. annað en bankaskattur -25,1 -28,2 -28,0 -26,4 Heimild: Fjármála- og efnahagsráðuneytið.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.