Peningamál - 05.11.2014, Síða 51

Peningamál - 05.11.2014, Síða 51
RAMMAGREINAR P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 51 munamyndun, sem vó um 15% í landsframleiðslu síðastliðins árs, reyndist vera vanmetin í spám bankans. Ofmat á einkaneyslu vó þó á móti og varð spáskekkja í hagvexti því ekki eins mikil. Á myndinni má einnig sjá breytinguna á milli bráðabirgðatalna Hagstofunnar fyrir árið 2013 sem voru birtar í mars sl. og endanlegra talna sem voru birtar í september sl. Þar sést að útflutningur var endurskoðaður mest upp á við en einnig innflutningur og fjármuna- myndun. Tölur fyrir einkaneyslu og samneyslu voru endurskoðaðar niður á við. Spár Seðlabankans í samanburði við spár annarra spáaðila Á mynd 6 má sjá samanburð á hagvaxtarspám Seðlabankans fyrir árið 2013 við meðaltal spáa annarra aðila. Spár Seðlabankans voru allar gerðar á fjórða ársfjórðungi á árunum 2010-2013. Meðaltalið samanstendur af síðustu spá hvers árs meðal átta spáaðila: spám Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Alþýðusambands Íslands (ASÍ), stóru við- skiptabankanna þriggja, IFS, Hagstofunnar og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Bil hæsta og lægsta spágildis þeirra er sýnt sem skyggt svæði. Þetta bil breikkar jafnan þegar mikil óvissa ríkir um efnahagshorfur eða horft er lengra fram á veginn. Ágætt samræmi er á milli hagvaxtarspáa Seðlabankans og spáa annarra aðila. Hagvaxtarspárnar eru þó nokkru fyrir neðan endan- legar tölur Hagstofunnar fyrir árið 2013 og vekur sérstaka athygli að allar spár voru færðar niður á milli áranna 2012 og 2013. Líklega liggur hluti spáskekkjunnar í því að í lok árs 2013 lágu fyrir bráða- birgðaniðurstöður þjóðhagsreikninga fyrir fyrri helming ársins en hagvaxtartölur fyrir fyrsta ársfjórðung hafa verið endurskoðaðar upp á við um tæpa hálfa prósentu síðan. Við það bætist að hagvöxtur á seinni helmingi ársins 2013 var þó nokkru meiri en sögulegt meðal- tal hagvaxtar. Eins og áður var nefnt hefur Hagstofan innleitt nýja staðla við þjóðhagsreikningagerð sem ekki var tekið tillit til við gerð þeirra spáa sem hér eru skoðaðar og því getur hluti spáskekkjunnar verið tilkominn vegna hennar. Einnig var gott samræmi milli verðbólguspáa Seðlabankans fyrir árið 2013 og spáa annarra aðila. Á mynd 7 sést að spáð verð- bólga fyrir árið 2013 samkvæmt þeim spám sem voru birtar framan af því tímabili sem hér er skoðað var nokkru minni en mæld árs- verðbólga en spárnar voru svo endurskoðaðar upp á við eftir því sem á leið og nýjar upplýsingar voru birtar. Helst skilur á milli spár Seðlabankans og meðaltals annarra spáaðila í árslok 2012 þegar Seðlabankinn var með bjartsýnustu spána og spáði 0,3 prósentum minni verðbólgu en raunin varð á sama tíma og meðaltal annarra var 0,4 prósentum yfir endanlegri verðbólgumælingu. Í lok árs 2013 dró saman á milli Seðlabankans sem spáði rétt um verðbólgu ársins 2013 og annarra spáaðila sem spáðu verðbólgunni tæpum 0,2 prósentum yfir endanlegu gildi. Mynd 7 Spár um verðbólgu árið 2013 Breyting frá fyrra ári (%) Spá Peningamála Meðaltal spáa Verðbólga árið 2013; 3,9% Bil hæsta og lægsta mats spáaðila Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0,0 1,0 2,0 3,0 4,0 5,0 6,0 7,0 4. ársfj. 2010 4. ársfj. 2011 4. ársfj. 2012 4. ársfj. 2013 Mynd 6 Spár um hagvöxt árið 2013 Breyting frá fyrra ári (%) Spá Peningamála Meðaltal spáa Hagvöxtur árið 2013: 3,5% Bil hæsta og lægsta mats spáaðila Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 4. ársfj. 2010 4. ársfj. 2011 4. ársfj. 2012 4. ársfj. 2013

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.